Sport

Brown látinn fara frá Patriots

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antonio Brown.
Antonio Brown. Getty/Christian Petersen

New England Patriots leysti í kvöld útherjann Antonio Brown undan samningi hans við félagið. Brown var nýkominn til Patriots en hann var á dögunum kærður fyrir nauðgun.

Patriots er ríkjandi meistari í NFL deildinni en í tilkynningu frá félaginu í dag sagði að „okkur finnst best að það skilji leiðir á þessum tímapunkti.“

Brown spilaði einn leik fyrir Patriots og var samtals í 11 daga hjá félaginu eftir að hafa yfirgefið Oakland Raiders.

Tveimur dögum eftir að Brown samdi við Patriots var hann kærður fyrir nauðgun af fyrrum einkaþjálfara sínum. Konan sem kærði hann, Britney Taylor, fundaði með forráðamönnum NFL deildarinnar á dögunum en deildin hefur enn ekki aðhafst neitt í málinu.


NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.