Patriots er ríkjandi meistari í NFL deildinni en í tilkynningu frá félaginu í dag sagði að „okkur finnst best að það skilji leiðir á þessum tímapunkti.“
Brown spilaði einn leik fyrir Patriots og var samtals í 11 daga hjá félaginu eftir að hafa yfirgefið Oakland Raiders.
Tveimur dögum eftir að Brown samdi við Patriots var hann kærður fyrir nauðgun af fyrrum einkaþjálfara sínum. Konan sem kærði hann, Britney Taylor, fundaði með forráðamönnum NFL deildarinnar á dögunum en deildin hefur enn ekki aðhafst neitt í málinu.
Thanks for the opportunity appreciate @Patriotspic.twitter.com/envfHEd6N8
— AB (@AB84) September 20, 2019