Sport

Brown vill spila aftur í vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brown í sínum eina leik með Patriots.
Brown í sínum eina leik með Patriots. vísir/getty
Vandræðagemsinn og einn besti útherji NFL-deildarinnar, Antonio Brown, segist ætla að spila aftur í NFL-deildinni og helst á þessari leiktíð.

Skapið á Brown sveiflast reyndar með vindinum því snemma í gær birti hann tíst með ljótum orðum og sagðist aldrei ætla að spila aftur.

Ástæðan fyrir þessu uppnámi er sú að NFL-deildin hefur boðað hann á fund eftir viku til þess að ræða ásakanir í hans garð. Fyrrum einkaþjálfari hans hefur ásakað hann um að hafa áreitt sig kynferðislega.

Í gær sagðist Brown fyrst aldrei ætla aftur að spila. Hann eyddi svo öllu og vonaðist til þess að hreinsa nafn sitt og spila svo aftur sem fyrst.

Hann hóf leiktíðina hjá Oakland Raiders en gerði allt til þess að komast frá félaginu. Það tókst og New England Patriots greip hann. Þá koma nýjustu ásakanirnar og Patriots lét hann fara eftir einn leik. Hann er því án félags í dag.

NFL

Tengdar fréttir

Brown látinn fara frá Patriots

New England Patriots leysti í kvöld útherjann Antonio Brown undan samningi hans við félagið. Brown var nýkominn til Patriots en hann var á dögunum kærður fyrir nauðgun.

Brown fer ekki fyrir dóm vegna nauðgunarmáls

Útherjinn Antonio Brown þarf ekki að mæta fyrir dómstóla vegna ásakana um nauðgun. Samkvæmt yfirvöldum vestanhafs er ákærutíminn vegna málsins liðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×