Sport

Brown sakaður um nauðgun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antonio Brown er mjög umdeildur í NFL heiminum
Antonio Brown er mjög umdeildur í NFL heiminum vísir/getty

Stjörnuútherjinn Antonio Brown var í vikunni sakaður um nauðgun í Flórída.

Brown hefur verið mikið í fréttum síðustu daga en hann yfirgaf Oakland Raiders og gekk til liðs við New England Patriots fyrir helgi.

Nú er hann aftur kominn í sviðsljósið en í þetta skipti fyrir athæfi utan vallar því hann er sakaður um að hafa nauðgað fyrrum þjálfara sínum.

Í kærunni segir að Brown hafi brotið kynferðislega á Britney Taylor þrisvar sinnum á árunum 2017-2018.
Brown og Taylor hittust þegar þau voru bæði við nám í Central Michigan háskólanum og réði Brown Taylor seinna sem einkaþjálfara sinn, en hún er fyrrum fimleikakona.

Samkvæmt Taylor átti fyrsta brotið sér stað heima hjá Brown í Pittsburgh sumarið 2017. Annað brotið átti sér stað nokkrum vikum seinna og slitu þau á samband sitt eftir það.

Í apríl 2018 fór Taylor aftur að vinna fyrir útherjann með þeim formálum að samband þeirra yrði einungis vinnutengt. Í maí á Brown svo að hafa nauðgað Taylor samkvæmt kæru hennar.

Lögmaður Brown gaf frá sér tilkynningu um að hann neiti öllum ákærunum.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.