Sport

Brown sakaður um nauðgun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antonio Brown er mjög umdeildur í NFL heiminum
Antonio Brown er mjög umdeildur í NFL heiminum vísir/getty
Stjörnuútherjinn Antonio Brown var í vikunni sakaður um nauðgun í Flórída.

Brown hefur verið mikið í fréttum síðustu daga en hann yfirgaf Oakland Raiders og gekk til liðs við New England Patriots fyrir helgi.

Nú er hann aftur kominn í sviðsljósið en í þetta skipti fyrir athæfi utan vallar því hann er sakaður um að hafa nauðgað fyrrum þjálfara sínum.

Í kærunni segir að Brown hafi brotið kynferðislega á Britney Taylor þrisvar sinnum á árunum 2017-2018.

Brown og Taylor hittust þegar þau voru bæði við nám í Central Michigan háskólanum og réði Brown Taylor seinna sem einkaþjálfara sinn, en hún er fyrrum fimleikakona.

Samkvæmt Taylor átti fyrsta brotið sér stað heima hjá Brown í Pittsburgh sumarið 2017. Annað brotið átti sér stað nokkrum vikum seinna og slitu þau á samband sitt eftir það.

Í apríl 2018 fór Taylor aftur að vinna fyrir útherjann með þeim formálum að samband þeirra yrði einungis vinnutengt. Í maí á Brown svo að hafa nauðgað Taylor samkvæmt kæru hennar.

Lögmaður Brown gaf frá sér tilkynningu um að hann neiti öllum ákærunum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.