Sport

Antonio Brown fékk nóg og er hættur í NFL

Anton Ingi Leifsson skrifar
Antonio Brown spilar ekki fleiri NFL leiki ætli hann sér að standa við yfirlýsingu sína.
Antonio Brown spilar ekki fleiri NFL leiki ætli hann sér að standa við yfirlýsingu sína. vísir/getty
Það hefur verið mikið fjaðrafok í kringum NFL-leikmanninn, Antonio Brown, og nú hefur hann ákveðið að hætta að spila í NFL-deildinni.

Brown var fyrr í mánuðinum kærður fyrir nauðgun á fyrrum einkaþjálfara sínum og eftir það riftu New England Patrios samningi sínum við útherjann.

Brown spilaði einn leik fyrir Patriots og var samtals í 11 daga hjá félaginu eftir að hafa yfirgefið Oakland Raiders.

Það var ekki eina vesenið sem Brown kom sér í því hann var einnig hafa sent hótanir í smáskilaboðum til málara. Hún sagðist einnig hafa verið áreitt.

Nú segist Brown vera hættur að spila í NFL-deildinni en hann sagði frá þessu á Twitter-síðu sinni en hann sagði að eigendur deildarinnar gætu hætt við samninga hvenær sem þeir vildu.Hann er einnig kominn með málið í ferli en hann var á risa samningi hjá Patriots og vonast eftir því að leikmannasamtökin skipi þeim að borga Brown samninginn sem þeir sömdu við hann um.

Brown er því nú án félags og segist vera hættur en spekingar ytra efast um að hann standi við stóru orðin. Önnur félög hafa óttast það að skrifa undir samning við hann þangað til rannsókn NFL-deildarinnar er lokið.


Tengdar fréttir

Brown látinn fara frá Patriots

New England Patriots leysti í kvöld útherjann Antonio Brown undan samningi hans við félagið. Brown var nýkominn til Patriots en hann var á dögunum kærður fyrir nauðgun.

Brown fer ekki fyrir dóm vegna nauðgunarmáls

Útherjinn Antonio Brown þarf ekki að mæta fyrir dómstóla vegna ásakana um nauðgun. Samkvæmt yfirvöldum vestanhafs er ákærutíminn vegna málsins liðinn.

Brown sakaður um nauðgun

Stjörnuútherjinn Antonio Brown var í vikunni sakaður um nauðgun í Flórída.

Segir nokkur lið hafa áhuga á Brown

Nokkur lið hafa áhuga á því að fá hinn umdeilda Antonio Brown til liðs við sig eftir að hann var látinn fara frá New England Patriots. Þetta segir umboðsmaður hans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.