Rannsókn fyrirhuguð á bóluefni gegn krabbameini 21. maí 2012 05:00 Vonast er til að hægt sé að „kenna“ ónæmisfrumum líkamans að þekkja og drepa krabbameinsfrumur. Um alþjóðlega rannsókn er að ræða.Fréttablaðið/valli Umhverfisstofnun hefur til meðferðar leyfisumsókn fyrir rannsókn með erfðabreytt bóluefni þar sem prófuð verður ný aðferð við meðhöndlun blöðruhálskrabbameins. Nýja bóluefnið, PROSTVAC-V/F, er tvíþætt og inniheldur kúabóluveiru annars vegar og fuglabólusóttarveiru hins vegar, sem hefur verið breytt með erfðatæknilegum aðferðum til að tjá ónæmisvaka í þeim tilgangi að hjálpa ónæmisfrumum líkamans að þekkja og drepa krabbameinsfrumur. Í rannsókninni á að meta hversu öruggt bóluefnið er og hversu góða verkun það hefur á krabbamein. Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir, sækir um rannsóknarleyfið og útskýrir að þrátt fyrir að margir fái blöðruhálskirtilskrabbamein á Íslandi þá sé aðeins afmarkaður hluti þess hóps sem meðferðin á við. „Til stendur að bjóða upp á þessa meðferð hjá hluta sjúklinga með dreift blöðruhálskirtilskrabbamein sem eru hættir að svara hefðbundinni hormónameðferð, en fyrsta meðferð snýr að því að bæla karlhormónið testósteron. Þá kemur krabbameinslyfjameðferð til greina, en það líður oft nokkur tími þangað til slík meðferð á við, til dæmis ef krabbameinið veldur engum einkennum. Á þessu tímabili er rætt um að bjóða afmörkuðum hópi sjúklinga að taka þátt í þessari rannsókn.“ Rannsóknin er hluti af stærri alþjóðlegri rannsókn en Gunnar Bjarni telur ótímabært að ræða um væntingar eða árangur af notkun nýja bóluefnisins. Ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur leggur einróma til að leyfið verði veitt og Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) sér ekki ástæðu til þess að leggjast gegn leyfisveitingu. Í gögnum kemur fram að möguleiki sé á ýmsum aukaverkunum og að bóluefnið geti borist á milli manna eða frá mönnum í dýr, þó slíkt sé ólíklegt. NÍ telur því að koma eigi fram í skilyrðum fyrir leyfisveitingu að ekki eingöngu eigi að forðast nána snertingu þátttakenda í rannsókninni við fólk heldur einnig dýr og þá sérstaklega fugla. Um hættu af erfðabreyttu efnunum sem í bóluefninu eru segir í umsögn Ráðgjafarnefndarinnar að „notkun erfðabreyttu bóluefnanna muni ekki hafa í för með sér meiri hættu en notkun forvera bóluefnanna sem nú þegar hafa verið í notkun í heiminum um árabil.“ Áætlað er að rannsóknin hefjist á næstu mánuðum eða þegar öll tilskilin leyfi hafa borist. Meðferðartímabil rannsóknarinnar er um fimm mánuðir en rannsóknin með eftirfylgni, mun í heildina vara í fimm ár. svavar@frettabladid.is Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur til meðferðar leyfisumsókn fyrir rannsókn með erfðabreytt bóluefni þar sem prófuð verður ný aðferð við meðhöndlun blöðruhálskrabbameins. Nýja bóluefnið, PROSTVAC-V/F, er tvíþætt og inniheldur kúabóluveiru annars vegar og fuglabólusóttarveiru hins vegar, sem hefur verið breytt með erfðatæknilegum aðferðum til að tjá ónæmisvaka í þeim tilgangi að hjálpa ónæmisfrumum líkamans að þekkja og drepa krabbameinsfrumur. Í rannsókninni á að meta hversu öruggt bóluefnið er og hversu góða verkun það hefur á krabbamein. Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir, sækir um rannsóknarleyfið og útskýrir að þrátt fyrir að margir fái blöðruhálskirtilskrabbamein á Íslandi þá sé aðeins afmarkaður hluti þess hóps sem meðferðin á við. „Til stendur að bjóða upp á þessa meðferð hjá hluta sjúklinga með dreift blöðruhálskirtilskrabbamein sem eru hættir að svara hefðbundinni hormónameðferð, en fyrsta meðferð snýr að því að bæla karlhormónið testósteron. Þá kemur krabbameinslyfjameðferð til greina, en það líður oft nokkur tími þangað til slík meðferð á við, til dæmis ef krabbameinið veldur engum einkennum. Á þessu tímabili er rætt um að bjóða afmörkuðum hópi sjúklinga að taka þátt í þessari rannsókn.“ Rannsóknin er hluti af stærri alþjóðlegri rannsókn en Gunnar Bjarni telur ótímabært að ræða um væntingar eða árangur af notkun nýja bóluefnisins. Ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur leggur einróma til að leyfið verði veitt og Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) sér ekki ástæðu til þess að leggjast gegn leyfisveitingu. Í gögnum kemur fram að möguleiki sé á ýmsum aukaverkunum og að bóluefnið geti borist á milli manna eða frá mönnum í dýr, þó slíkt sé ólíklegt. NÍ telur því að koma eigi fram í skilyrðum fyrir leyfisveitingu að ekki eingöngu eigi að forðast nána snertingu þátttakenda í rannsókninni við fólk heldur einnig dýr og þá sérstaklega fugla. Um hættu af erfðabreyttu efnunum sem í bóluefninu eru segir í umsögn Ráðgjafarnefndarinnar að „notkun erfðabreyttu bóluefnanna muni ekki hafa í för með sér meiri hættu en notkun forvera bóluefnanna sem nú þegar hafa verið í notkun í heiminum um árabil.“ Áætlað er að rannsóknin hefjist á næstu mánuðum eða þegar öll tilskilin leyfi hafa borist. Meðferðartímabil rannsóknarinnar er um fimm mánuðir en rannsóknin með eftirfylgni, mun í heildina vara í fimm ár. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira