Innlent

Sigmaðurinn á gjörgæslu

Maðurinn, sem féll í fuglabjargi við Aðalvík, norðan Ísafjarðardjúps síðdegis í gær, gekkst undir aðgerð á Landsspítalanum í gærkvöldi og liggur nú á gjörgæsludeild.

Hann mun meðal annars vera mjaðmargrindarbrotinn. Björgunarsveitarmenn sóttu hann í bjargið og fluttu út í bát, þangað sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hann og flutti á sjúkrahúsið.

Maðurinn sem er á sextugsaldri, er þaul vanur sigmaður, en taugin sem hann seig í, slitnaði og hann féll þónokkra metra í frjálsu falli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×