Metfjöldi mætti þegar Íslendingar í Seattle blótuðu þorrann í febrúar Stefán Árni Pálsson skrifar 3. apríl 2020 14:31 Pétur Guðmundsson er 218 sentímetrar eins og sést hér en Eyþór Ingi skemmti mannskapnum. Íslendingafélagið í Seattle í Washingtonfylki blótaði þorra á síðasta degi þorrans þann 22. febrúar við frábærar undirtektir að sögn skipuleggjenda. Þema kvöldsins að þessu sinni var Gull og Glamúr og sóttu rúmlega 200 manns skemmtunina en stór hluti gesta voru hvorki Íslendingar né meðlimir klúbbsins. Var þetta því metþátttaka, en aldrei hafa jafn margir mætt á þorrablót í Seattle. Veislan var í boði Íslendingaklúbbsins, Norræna Safnsins í Seattle og Seattle-Reykjavík Systraborgaráðsins. Skemmtanastjórar voru þær Erna Rós Kristinsdóttir og Kristbjörg Jónasdóttir og eiga þær mikið lof og þakkir skilið fyrir mjög skemmtilegan undirbúning sem og frábært og lifandi skemmtanahald. Þær hreinlega mönuðu gesti til að vera með og náðu að keyra upp mikla stemningu í salnum. Eyþór Ingi kíkti í heimsókn Íslendingar á Seattle svæðinu eru búnir að setja saman mjög skemmtilega hljómsveit (Sour Balls) undir hljómsveitarstjórn Haralds Gunnlaugssonar, og héldu þau uppi stuðinu á Þorra annað árið í röð. Að þessu sinni fengu þau Eyþór Inga í lið með sér. Eyþór Ingi skemmti líka mannskapnum með nokkrum þekktum eftirhermum af íslenskum stjörnum. Auðvitað er ekkert þorrablót án þorramats og af honum var feykinóg. Tveir þrautreyndir Valsmenn sáu um veitingarnar, þeir Jói Jacobs, sem kom í þriðja sinn og Gunni Kristjáns úr Fjósinu, bar Valsmanna. Körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson, formaður Íslendingafélagsins í Seattle og fyrrum leikmaður í NBA, sendi Vísi myndir frá blótinu sem sjá má hér að neðan. Þorrablót Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Íslendingafélagið í Seattle í Washingtonfylki blótaði þorra á síðasta degi þorrans þann 22. febrúar við frábærar undirtektir að sögn skipuleggjenda. Þema kvöldsins að þessu sinni var Gull og Glamúr og sóttu rúmlega 200 manns skemmtunina en stór hluti gesta voru hvorki Íslendingar né meðlimir klúbbsins. Var þetta því metþátttaka, en aldrei hafa jafn margir mætt á þorrablót í Seattle. Veislan var í boði Íslendingaklúbbsins, Norræna Safnsins í Seattle og Seattle-Reykjavík Systraborgaráðsins. Skemmtanastjórar voru þær Erna Rós Kristinsdóttir og Kristbjörg Jónasdóttir og eiga þær mikið lof og þakkir skilið fyrir mjög skemmtilegan undirbúning sem og frábært og lifandi skemmtanahald. Þær hreinlega mönuðu gesti til að vera með og náðu að keyra upp mikla stemningu í salnum. Eyþór Ingi kíkti í heimsókn Íslendingar á Seattle svæðinu eru búnir að setja saman mjög skemmtilega hljómsveit (Sour Balls) undir hljómsveitarstjórn Haralds Gunnlaugssonar, og héldu þau uppi stuðinu á Þorra annað árið í röð. Að þessu sinni fengu þau Eyþór Inga í lið með sér. Eyþór Ingi skemmti líka mannskapnum með nokkrum þekktum eftirhermum af íslenskum stjörnum. Auðvitað er ekkert þorrablót án þorramats og af honum var feykinóg. Tveir þrautreyndir Valsmenn sáu um veitingarnar, þeir Jói Jacobs, sem kom í þriðja sinn og Gunni Kristjáns úr Fjósinu, bar Valsmanna. Körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson, formaður Íslendingafélagsins í Seattle og fyrrum leikmaður í NBA, sendi Vísi myndir frá blótinu sem sjá má hér að neðan.
Þorrablót Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira