„Það er allt orðið vitlaust í bænum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2014 12:02 Mikil mótmæli voru við Hótel Borg á gamlársdag 2008. Vísir/Anton Brink Það kennir ýmissa grasa í skýrslu Geirs Jóns Þórissonar um mótmælin á árunum 2008-2011. Þar má meðal annars lesa vitnisburði lögreglumanna frá hverjum einasta degi mótmælanna, meðal annars frá gamlársdegi 2008 þegar mikill mannfjöldi kom saman við Hótel Borg. Þar voru formenn stjórnmálaflokkanna í Kryddsíld Stöðvar tvö. Í skýrslunni er umsögn lögreglumanns sem var heima hjá sér að undirbúa gamlárskvöld þegar hann var kallaður til vinnu vegna mótmælanna: „Samtalið var stutt og hnitmiðað og einhvern veginn á þessa leið: „Sæll, getur þú komið strax niðureftir? Það er allt orðið vitlaust í bænum.“ „Já, ég kem strax.“ Ég hætti strax með það sem ég var að gera, ók beinustu leið niður á Hverfisgötu og gaf mig fram við varðstjóra. Fyrirmælin voru einföld; búast búningi óeirðalögreglumanns og fara niður í bæ eins fljótt og ég gæti.“Lögreglumaðurinn segir í umsögn sinni að mótmælendur hafi verið fjandsamlegir.Vísir/Anton Brink„Skammast þú þín fyrir búnaðinn þinn?“ Lögreglumaðurinn dreif sig af stað en segir að ekki hafi verið laust við að hann væri stressaður. Því tók það hann lengri tíma en vanalega að klæða sig í búninginn. Hann lýsir svo atburðarásinni eftir að hann kom niður í bæ: „Við sýndum engin viðbrögð við mótmælendum, hvorki þegar verið var að svívirða okkur, henda einhverju í okkur né rökræða pólítík. Einn ljósmyndari fékk þó smávægileg viðbrögð. Þegar hann var að reyna að mynda varnarbúnað minn nokkra sentimetra frá mér. Hann sá að gasgrímutaskan var merkt og ætlaði sér að ná mynd af textanum. Þá setti ég hendina fyrir töskuna þannig að honum tækist ekki ætlunarverkið. Ég hafði ekki hugsað mér að leyfa mönnum að fá óþarfa upplýsingar um minn varnarbúnað. Viðbrögð ljósmyndarans létu ekki á sér standa, svívirðingar, bæði frá honum og nærstöddum vegfarendum. Meðal annars kom þetta gullkorn: „Skammast þú þín fyrir búnaðinn þinn?“ Hann hafði þó séð að taskan var merkt USA og olli það miklum fögnuði hjá litlum hópi sem virtist líta á það sem staðfestingu á póítískri stöðu lögreglunnar.“ Lögreglumaðurinn lýsir því svo hvernig lögreglubifhjóli sem lagt var skammt frá Hótel Borg hafði verið makað út í kryddsíld, líklega í tilefni af sjónvarpsþættinum. Hann segir þó að hann hafi ekki lent í neinum ryskingum við mótmælendur eða handtökum. Þó tekur hann fram að það hefði getað gerst hvenær sem er.Vísir/PjeturFinnst „almenningur“ hafa komist ansi létt frá sinni ábyrgð í mótmælunum Í umsögninni segir lögreglumaðurinn mótmælendur hafa verið fjandsamlega við lögregluna. Þá segir hann í lokaorðum sínum: „Mér fannst t.d. heldur öfugsnúið að fólk á Range Rover væri stöðva bílinn sinn við hlið lögreglumanna til þess að láta okkur heyra það en þannig var það nú samt. Almennt fannst mér fólk þarna vera andsnúið lögreglu, hvort sem um var að ræða góðkunningja lögreglunnar, vel klætt fólk um sextugt (eða jafnvel áttrætt) og allt þar á milli. Mér finnst „almenningur“ hafa komist ansi létt frá sinni ábyrgð í mótmælunum, framkomunni gagnvart lögreglu, skemmdarverkunum, og ofbeldinu. Hluti mótmælenda á þessum tíma var vissulega góðkunningjar lögreglunnar og ungt róttækt fólk. Stór hluti var þó „venjulegir“ borgarar sem dags daglega myndi ekki taka þátt í skemmdarverkum, ofbeldi eða svívirða lögreglumenn við skyldustörf. Þetta er þó það sem ég horfði ítrekað á „venjulega“ fólkið gera og sat undir orðaflaumi þessa fólks og fékk að heyra allt um skoðanir þess á lögreglunni. Mér virðist söguskýringin ætla að verða sú að þeir sem komu illa fram í mótmælunum og gengu of langt hafi bara verið lítill hópur góðkunningja lögreglunnar. Ekkert er fjær sanni í mínum huga.” Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í skýrslu Geirs Jóns Þórissonar um mótmælin á árunum 2008-2011. Þar má meðal annars lesa vitnisburði lögreglumanna frá hverjum einasta degi mótmælanna, meðal annars frá gamlársdegi 2008 þegar mikill mannfjöldi kom saman við Hótel Borg. Þar voru formenn stjórnmálaflokkanna í Kryddsíld Stöðvar tvö. Í skýrslunni er umsögn lögreglumanns sem var heima hjá sér að undirbúa gamlárskvöld þegar hann var kallaður til vinnu vegna mótmælanna: „Samtalið var stutt og hnitmiðað og einhvern veginn á þessa leið: „Sæll, getur þú komið strax niðureftir? Það er allt orðið vitlaust í bænum.“ „Já, ég kem strax.“ Ég hætti strax með það sem ég var að gera, ók beinustu leið niður á Hverfisgötu og gaf mig fram við varðstjóra. Fyrirmælin voru einföld; búast búningi óeirðalögreglumanns og fara niður í bæ eins fljótt og ég gæti.“Lögreglumaðurinn segir í umsögn sinni að mótmælendur hafi verið fjandsamlegir.Vísir/Anton Brink„Skammast þú þín fyrir búnaðinn þinn?“ Lögreglumaðurinn dreif sig af stað en segir að ekki hafi verið laust við að hann væri stressaður. Því tók það hann lengri tíma en vanalega að klæða sig í búninginn. Hann lýsir svo atburðarásinni eftir að hann kom niður í bæ: „Við sýndum engin viðbrögð við mótmælendum, hvorki þegar verið var að svívirða okkur, henda einhverju í okkur né rökræða pólítík. Einn ljósmyndari fékk þó smávægileg viðbrögð. Þegar hann var að reyna að mynda varnarbúnað minn nokkra sentimetra frá mér. Hann sá að gasgrímutaskan var merkt og ætlaði sér að ná mynd af textanum. Þá setti ég hendina fyrir töskuna þannig að honum tækist ekki ætlunarverkið. Ég hafði ekki hugsað mér að leyfa mönnum að fá óþarfa upplýsingar um minn varnarbúnað. Viðbrögð ljósmyndarans létu ekki á sér standa, svívirðingar, bæði frá honum og nærstöddum vegfarendum. Meðal annars kom þetta gullkorn: „Skammast þú þín fyrir búnaðinn þinn?“ Hann hafði þó séð að taskan var merkt USA og olli það miklum fögnuði hjá litlum hópi sem virtist líta á það sem staðfestingu á póítískri stöðu lögreglunnar.“ Lögreglumaðurinn lýsir því svo hvernig lögreglubifhjóli sem lagt var skammt frá Hótel Borg hafði verið makað út í kryddsíld, líklega í tilefni af sjónvarpsþættinum. Hann segir þó að hann hafi ekki lent í neinum ryskingum við mótmælendur eða handtökum. Þó tekur hann fram að það hefði getað gerst hvenær sem er.Vísir/PjeturFinnst „almenningur“ hafa komist ansi létt frá sinni ábyrgð í mótmælunum Í umsögninni segir lögreglumaðurinn mótmælendur hafa verið fjandsamlega við lögregluna. Þá segir hann í lokaorðum sínum: „Mér fannst t.d. heldur öfugsnúið að fólk á Range Rover væri stöðva bílinn sinn við hlið lögreglumanna til þess að láta okkur heyra það en þannig var það nú samt. Almennt fannst mér fólk þarna vera andsnúið lögreglu, hvort sem um var að ræða góðkunningja lögreglunnar, vel klætt fólk um sextugt (eða jafnvel áttrætt) og allt þar á milli. Mér finnst „almenningur“ hafa komist ansi létt frá sinni ábyrgð í mótmælunum, framkomunni gagnvart lögreglu, skemmdarverkunum, og ofbeldinu. Hluti mótmælenda á þessum tíma var vissulega góðkunningjar lögreglunnar og ungt róttækt fólk. Stór hluti var þó „venjulegir“ borgarar sem dags daglega myndi ekki taka þátt í skemmdarverkum, ofbeldi eða svívirða lögreglumenn við skyldustörf. Þetta er þó það sem ég horfði ítrekað á „venjulega“ fólkið gera og sat undir orðaflaumi þessa fólks og fékk að heyra allt um skoðanir þess á lögreglunni. Mér virðist söguskýringin ætla að verða sú að þeir sem komu illa fram í mótmælunum og gengu of langt hafi bara verið lítill hópur góðkunningja lögreglunnar. Ekkert er fjær sanni í mínum huga.”
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira