Stjörnuspá Siggu Kling – Tvíburinn: Ekki fresta 6. júlí 2018 09:00 Elsku Tvíburinn minn, það er alveg hægt að segja þú sért skarpasti hnífurinn í skúffunni og ástríðufullur eins og íslensku blómin sem lifa allt af. Að vera skarpur þýðir ekkert endilega þú vitir alla hluti, heldur er það tilfinningagreindin sem skiptir aðalmáli til þess að ná árangri í lífinu. Þú hefur svo blessunarlega fallega hæfileika til að gleðja aðra og karma er svo sannarlega að gefa þér gleði til baka. Það er búið að vera mjög mikið að gerast síðustu mánuði, þetta fylgir þessu tímabili af því að þú átt afmæli núna, fyrir skömmu var fullt tungl í Steingeit sem krefur þig um að skipuleggja betur allt sem þú ert að gera í lífinu. Ekki fresta, eftir helgi, eftir viku þá ætla ég að gera þetta eða hitt, heldur skrifaðu lista yfir það sem þú ætlar að gera þá byrjar að vinnast úr þessu. Ástin kemur auðveldlega ef þú vilt gefa henni tíma, pláss og athygli, þú munt alltaf skera þig úr fjöldanum hvort sem þér finnst það eða ekki svo vertu ánægður að vera svo litríkur sem þú ert. Þú ert mikið að hugsa um að breyta hlutum og þolinmæðin er ekki að drepa þig, en allt kemur á hárréttum tíma og upphafið er byrjað. Það er í eðli þínu að fara auðveldlega að leiðast en akkúrat það gefur þér þann eiginleika að finna út nýjar leiðir og það verður svo sannarlega sól í framhaldinu, þú finnur út nákvæmlega þær leiðir sem færa þér birtu og gefa þér sólina sem þú þarft. Það eru ævintýri í uppsiglingu og þér finnst svo sannarlega þú sért að lifa lífinu lifandi, ef þú ert í sambandi gæti þér að sjálfsögðu leiðst og fundist að ekki væri nógu mikið að gerast, en skoðaðu þá af hverju þú varðst hrifinn af þessari persónu í upphafi þá geturðu kallað þær tilfinningar aftur til þín sem voru þá. Lífið þitt hefur þessa yfirskrift sem er þá setningin þín: Þetta reddast og sumarið gefur þér orkuna til þess að láta draumana rætast.Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Elsku Tvíburinn minn, það er alveg hægt að segja þú sért skarpasti hnífurinn í skúffunni og ástríðufullur eins og íslensku blómin sem lifa allt af. Að vera skarpur þýðir ekkert endilega þú vitir alla hluti, heldur er það tilfinningagreindin sem skiptir aðalmáli til þess að ná árangri í lífinu. Þú hefur svo blessunarlega fallega hæfileika til að gleðja aðra og karma er svo sannarlega að gefa þér gleði til baka. Það er búið að vera mjög mikið að gerast síðustu mánuði, þetta fylgir þessu tímabili af því að þú átt afmæli núna, fyrir skömmu var fullt tungl í Steingeit sem krefur þig um að skipuleggja betur allt sem þú ert að gera í lífinu. Ekki fresta, eftir helgi, eftir viku þá ætla ég að gera þetta eða hitt, heldur skrifaðu lista yfir það sem þú ætlar að gera þá byrjar að vinnast úr þessu. Ástin kemur auðveldlega ef þú vilt gefa henni tíma, pláss og athygli, þú munt alltaf skera þig úr fjöldanum hvort sem þér finnst það eða ekki svo vertu ánægður að vera svo litríkur sem þú ert. Þú ert mikið að hugsa um að breyta hlutum og þolinmæðin er ekki að drepa þig, en allt kemur á hárréttum tíma og upphafið er byrjað. Það er í eðli þínu að fara auðveldlega að leiðast en akkúrat það gefur þér þann eiginleika að finna út nýjar leiðir og það verður svo sannarlega sól í framhaldinu, þú finnur út nákvæmlega þær leiðir sem færa þér birtu og gefa þér sólina sem þú þarft. Það eru ævintýri í uppsiglingu og þér finnst svo sannarlega þú sért að lifa lífinu lifandi, ef þú ert í sambandi gæti þér að sjálfsögðu leiðst og fundist að ekki væri nógu mikið að gerast, en skoðaðu þá af hverju þú varðst hrifinn af þessari persónu í upphafi þá geturðu kallað þær tilfinningar aftur til þín sem voru þá. Lífið þitt hefur þessa yfirskrift sem er þá setningin þín: Þetta reddast og sumarið gefur þér orkuna til þess að láta draumana rætast.Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira