Menning

Bein útsending: Hilmir Snær og Unnur Ösp

Tinni Sveinsson skrifar
Hilmir Snær og Unnur Ösp í hlutverkum sínum í Dúkkuheimilinu, öðrum hluta.
Hilmir Snær og Unnur Ösp í hlutverkum sínum í Dúkkuheimilinu, öðrum hluta. Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á streymi í samkomubanni.

Í dag ætla leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Unnur Ösp Stefánsdóttir að mætast í listamannaspjalli. Þar munu þau ræða ferilinn og samstarfið í leikhúsinu.

Hilmir og Unnur eru tveir af okkar allra bestu leikurum og verður spjallið án efa áhugavert. 

Klippa: Hilmir Snær og Unnur Ösp - Listamannaspjall í Borgó

Framundan í Borgó í beinni

Í hádeginu á morgun, miðvikudag, verða haldnir tónleikar með tónlist Jóns Múla Arnarssonar. Frábær hópur leikara kemur fram, þau Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Esther Talía Casey, Rakel Björk Björnsdóttir og Björvin Franz Gíslason.

Á fimmtudag klukkan 12 verður spunaspilið D&D spilað í þriðja og síðasta skipti. Drekar og Dýflissur snúa aftur og eru spilarar þau Halldóra Geirharðsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Bergur Þór Ingólfsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Björn Stefánsson verður stjórnandi sem fyrr.

Á fimmtudagskvöld 20 verður fluttur leiklestur á verkinu Tengdó. Verkið var sett upp í Borgarleikhúsinu í samstarfi við CommonNonsense árið 2012 og hlaut þrenn Grímuverðlaun sama ár. Þau Valur Freyr Einarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Halldór Gylfason og Halldóra Geirharðsdóttir lesa.

Á föstudagskvöld 20 verða síðan haldnir lokatónleikar Borgó í beinni þar sem lögin úr Ellý verða í aðahlutverki. Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Björgvin Franz Gíslason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir taka lög úr söngleiknum Ellý sem gekk fyrir fullu húsi í þrjú leikár og 220 sýningar. Þau ljúka þar með streymisdagskrá Borgó í beinni í samkomubanni.

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.