Innlent

Taka afstöðu til aðildarumsóknar í dag

Leiðtogaráðið mun taka afstöðu til aðildarumsóknar Íslands í dag
Leiðtogaráðið mun taka afstöðu til aðildarumsóknar Íslands í dag
Leiðtogaráð Evrópusambandsins mun taka afstöðu til aðildarumsóknar Íslands á fundi sínum í Brussel í dag en fundurinn hófst í morgun. Fyrirfram er búist við því að umsóknin verði samþykkt en viðræður hefjast þá væntanlega á næsta ári.

Aðildarumsókn Íslands er þó ekki stærsta málið á dagskrá fundarins í dag heldur efnhagserfiðleikar Spánverja en skuldavandi landsins er gríðarlegur. Spænska ríkisstjórnin hefur boðað niðurskurð en leiðtogar Evrópusambandsríkja óttast að vandinn eigi eftir að breiðast út verði ekki gripið strax til aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×