Jóhanna: Sannfærð að við munum sigrast á efnahagsþrengingum 17. júní 2010 12:59 Jóhanna Sigurðardóttir á Austurvelli í dag Það er hátíðarbragur yfir miðbænum í dag á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Formleg dagskrá hófst klukkan 10 í morgun þegar blómakrans var lagður á leiði Jóns Sigurðssonar forseta í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þá hófst hátíðardagskrá á Austurvelli klukkan tuttugu mínútur yfir ellefu, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra ávarpaði þjóðina. „Í dag á þessum fagra sumardegi fögnum við þjóðhátíð okkar um land allt. Við fögnum sjálfstæði okkar og við fögnum því að búa í þessu landi á þessari gjöfulli eyju. Náttúrufegurðin, fallvötnin, jarðhitinn, fiskurinn, vatnið og frjósöm fósturjörðin fela í sér verðmæti sem verða dýrmætari með hverju árinu sem líður." Forsætisráðherra talaði um hinar miklu náttúruauðlindir þjóðarinnar, en einnig hvernig náttúruhamfarir við Eyjafjallajökul hefðu virkjað samtakamátt þjóðarinnar. „Á þessu ári höfum við verið minnt alvarlega á tilvist náttúruaflanna sem skópu þetta land. Að þessu sinni höfðu þau ekki aðeins áhrif hér innanlands heldur einnig á alþjóðlegar samgöngur og þar með almenning víða um heim. En náttúruöflin leystu ekki einungis úr læðingi kraft úr iðrum jarðar heldur einnig mikinn kraft meðal þjóðarinnar. Það sem mér er efst í huga nú á þessum hátíðisdegi er sá samtakamáttur sem þjóðin sýndi þegar eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli vöknuðu úr dvala. Með viðbrögðum sínum sýndi þjóðin enn og aftur hvað í henni býr. Allir okkar bestu eiginleikar og kostir komu í ljós við þessar erfiðu aðstæður. Þeir sem að málum komu og gosið snerti sýndu samstöðu, yfirvegun, fagmennsku, kjark, dugnað og ósérhlífni. Þetta eru eiginleikar sem eru dýrmætir, eiginleikar sem við eigum að kappkosta að rækta og færa yfir á sem flest svið samfélagsins." Jóhanna talaði einnig um stjórnmálaástandið og sagði að taka mætti undir að stjórnmálin væru föst í hjólförum vanans og væri þar enginn flokkur undanskilinn. Þá talaði hún um árangurinn sem stjórnvöld hefðu náð í baráttunni við kreppuna og sagði Íslendinga geta verið bjartsýna þrátt fyrir allt. „Eldgosin hafa minnt okkur á mikilvægi þess að sýna samstöðu innanlands en um leið á það að við erum hluti af alþjóðasamfélagi. Fréttir frá Íslandi urðu yfirgnæfandi í útbreiddustu fjölmiðlum heims og almenningur í mörgum heimshlutum fylgdist með okkur frá degi til dags. Umfjöllun fjölmiðla um landið okkar hafði þegar áhrif á ferðamannastraum hingað til lands og óvæntar aðstæður blöstu við þeim mikilvæga og vaxandi geira sem ferðaþjónustan er. Í stað þess að leggja árar í bát tóku fyrirtæki í ferðaþjónustu, hagsmunaaðilar, stjórnvöld og almenningur höndum saman og með samstilltu og kröftugu átaki er nú spornað gegn samdrætti og vörn hefur nú verið snúið í sókn. Það er von okkar að til lengri tíma muni þessi umfjöllun jafnvel gera Ísland að enn áhugaverðari áfangastað en landið hefur verið fram til þessa. Okkur Íslendingum hefur auðnast að skapa hér góða afkomu þrátt fyrir áföll, harðindi og náttúruhamfarir og ég er sannfærð um að við munum einnig sigrast á tímabundnum efnahagserfiðleikum með samtakamætti, seiglu og æðruleysi." Hægt er að sjá ræðuna í heild hér. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Það er hátíðarbragur yfir miðbænum í dag á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Formleg dagskrá hófst klukkan 10 í morgun þegar blómakrans var lagður á leiði Jóns Sigurðssonar forseta í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þá hófst hátíðardagskrá á Austurvelli klukkan tuttugu mínútur yfir ellefu, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra ávarpaði þjóðina. „Í dag á þessum fagra sumardegi fögnum við þjóðhátíð okkar um land allt. Við fögnum sjálfstæði okkar og við fögnum því að búa í þessu landi á þessari gjöfulli eyju. Náttúrufegurðin, fallvötnin, jarðhitinn, fiskurinn, vatnið og frjósöm fósturjörðin fela í sér verðmæti sem verða dýrmætari með hverju árinu sem líður." Forsætisráðherra talaði um hinar miklu náttúruauðlindir þjóðarinnar, en einnig hvernig náttúruhamfarir við Eyjafjallajökul hefðu virkjað samtakamátt þjóðarinnar. „Á þessu ári höfum við verið minnt alvarlega á tilvist náttúruaflanna sem skópu þetta land. Að þessu sinni höfðu þau ekki aðeins áhrif hér innanlands heldur einnig á alþjóðlegar samgöngur og þar með almenning víða um heim. En náttúruöflin leystu ekki einungis úr læðingi kraft úr iðrum jarðar heldur einnig mikinn kraft meðal þjóðarinnar. Það sem mér er efst í huga nú á þessum hátíðisdegi er sá samtakamáttur sem þjóðin sýndi þegar eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli vöknuðu úr dvala. Með viðbrögðum sínum sýndi þjóðin enn og aftur hvað í henni býr. Allir okkar bestu eiginleikar og kostir komu í ljós við þessar erfiðu aðstæður. Þeir sem að málum komu og gosið snerti sýndu samstöðu, yfirvegun, fagmennsku, kjark, dugnað og ósérhlífni. Þetta eru eiginleikar sem eru dýrmætir, eiginleikar sem við eigum að kappkosta að rækta og færa yfir á sem flest svið samfélagsins." Jóhanna talaði einnig um stjórnmálaástandið og sagði að taka mætti undir að stjórnmálin væru föst í hjólförum vanans og væri þar enginn flokkur undanskilinn. Þá talaði hún um árangurinn sem stjórnvöld hefðu náð í baráttunni við kreppuna og sagði Íslendinga geta verið bjartsýna þrátt fyrir allt. „Eldgosin hafa minnt okkur á mikilvægi þess að sýna samstöðu innanlands en um leið á það að við erum hluti af alþjóðasamfélagi. Fréttir frá Íslandi urðu yfirgnæfandi í útbreiddustu fjölmiðlum heims og almenningur í mörgum heimshlutum fylgdist með okkur frá degi til dags. Umfjöllun fjölmiðla um landið okkar hafði þegar áhrif á ferðamannastraum hingað til lands og óvæntar aðstæður blöstu við þeim mikilvæga og vaxandi geira sem ferðaþjónustan er. Í stað þess að leggja árar í bát tóku fyrirtæki í ferðaþjónustu, hagsmunaaðilar, stjórnvöld og almenningur höndum saman og með samstilltu og kröftugu átaki er nú spornað gegn samdrætti og vörn hefur nú verið snúið í sókn. Það er von okkar að til lengri tíma muni þessi umfjöllun jafnvel gera Ísland að enn áhugaverðari áfangastað en landið hefur verið fram til þessa. Okkur Íslendingum hefur auðnast að skapa hér góða afkomu þrátt fyrir áföll, harðindi og náttúruhamfarir og ég er sannfærð um að við munum einnig sigrast á tímabundnum efnahagserfiðleikum með samtakamætti, seiglu og æðruleysi." Hægt er að sjá ræðuna í heild hér.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira