Fury íhugar að leggja hanskana á hilluna eftir bardagann við Joshua Ísak Hallmundarson skrifar 5. mars 2020 14:45 Hinn breski Tyson Fury hefur aldrei verið sigraður í hringnum vísir/getty Tyson Fury, sem nýlega varð tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt, segist alvarlega íhuga að setjast í helgan stein eftir bardaga sinn við Anthony Joshua, sem er fjórfaldur heimsmeistari. Ekki er enn staðfest hvenær bardagi Fury og Joshua mun fara fram en Fury mun mæta Deontay Wilder í þriðja sinn í sumar eftir að hafa pakkað honum saman í nýlegum titilbardaga. Sá bardagi fer fram þann 18. júlí í Las Vegas. Kona Tysons, Paris Fury, hafði kallað eftir því að hann myndi draga sig í hlé. ,,Ég á tvo bardaga eftir, síðan mun ég virkilega íhuga framhaldið,“ sagði Tyson. ,,Hversu lengi á þetta að halda áfram? Ég er ósigraður í 31 atvinnumannabardaga og þetta er 12 árið mitt í atvinnumennsku. Ég hef haldið heimsmeistaratitlum hjá öllum samböndum. Þegar ég sigraði Klitschko var ég með öll beltin, Anthony Joshua er bara með leifarnar frá mér,“ sagði Fury kokhraustur. ,,Ég tapaði aldrei þessum titlum, ég þurfti að taka mér tíma til að vinna í geðheilsu minni, þannig þetta eru mínir titlar. Hvernig getur einhver annar verið meistari þegar ég er ósigraður?“ Bretinn tjáði sig síðan um hvað hann sæi fyrir sér að gera eftir að ferlinum lýkur. ,,Ég er að vinna í því að opna hnefaleikastað í hverfinu mínu. Ég fékk tækifæri til að labba inn á svoleiðis stað í æsku sem kom mér á þann stað sem ég er á í dag. Ég vil að aðrir krakkar fái það tækifæri og hafa jákvæð áhrif, hvetja krakka til að fylgja draumum sínum eins og ég gerði.“ Það er því líklegt miðað við þessi orð að Fury muni taka sér eitthvað hlé frá hnefaleikum eftir næstu tvo bardaga, en það þýðir þó ekki endilega að hann muni aldrei berjast aftur, en í þessari íþrótt er algengt að menn snúi aftur í hringinn eftir hlé. Box Tengdar fréttir „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Fury og Wilder mætast aftur í sumar Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar. 2. mars 2020 15:00 Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester. 25. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira
Tyson Fury, sem nýlega varð tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt, segist alvarlega íhuga að setjast í helgan stein eftir bardaga sinn við Anthony Joshua, sem er fjórfaldur heimsmeistari. Ekki er enn staðfest hvenær bardagi Fury og Joshua mun fara fram en Fury mun mæta Deontay Wilder í þriðja sinn í sumar eftir að hafa pakkað honum saman í nýlegum titilbardaga. Sá bardagi fer fram þann 18. júlí í Las Vegas. Kona Tysons, Paris Fury, hafði kallað eftir því að hann myndi draga sig í hlé. ,,Ég á tvo bardaga eftir, síðan mun ég virkilega íhuga framhaldið,“ sagði Tyson. ,,Hversu lengi á þetta að halda áfram? Ég er ósigraður í 31 atvinnumannabardaga og þetta er 12 árið mitt í atvinnumennsku. Ég hef haldið heimsmeistaratitlum hjá öllum samböndum. Þegar ég sigraði Klitschko var ég með öll beltin, Anthony Joshua er bara með leifarnar frá mér,“ sagði Fury kokhraustur. ,,Ég tapaði aldrei þessum titlum, ég þurfti að taka mér tíma til að vinna í geðheilsu minni, þannig þetta eru mínir titlar. Hvernig getur einhver annar verið meistari þegar ég er ósigraður?“ Bretinn tjáði sig síðan um hvað hann sæi fyrir sér að gera eftir að ferlinum lýkur. ,,Ég er að vinna í því að opna hnefaleikastað í hverfinu mínu. Ég fékk tækifæri til að labba inn á svoleiðis stað í æsku sem kom mér á þann stað sem ég er á í dag. Ég vil að aðrir krakkar fái það tækifæri og hafa jákvæð áhrif, hvetja krakka til að fylgja draumum sínum eins og ég gerði.“ Það er því líklegt miðað við þessi orð að Fury muni taka sér eitthvað hlé frá hnefaleikum eftir næstu tvo bardaga, en það þýðir þó ekki endilega að hann muni aldrei berjast aftur, en í þessari íþrótt er algengt að menn snúi aftur í hringinn eftir hlé.
Box Tengdar fréttir „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Fury og Wilder mætast aftur í sumar Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar. 2. mars 2020 15:00 Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester. 25. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira
„Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30
Fury og Wilder mætast aftur í sumar Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar. 2. mars 2020 15:00
Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester. 25. febrúar 2020 20:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni