Fury íhugar að leggja hanskana á hilluna eftir bardagann við Joshua Ísak Hallmundarson skrifar 5. mars 2020 14:45 Hinn breski Tyson Fury hefur aldrei verið sigraður í hringnum vísir/getty Tyson Fury, sem nýlega varð tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt, segist alvarlega íhuga að setjast í helgan stein eftir bardaga sinn við Anthony Joshua, sem er fjórfaldur heimsmeistari. Ekki er enn staðfest hvenær bardagi Fury og Joshua mun fara fram en Fury mun mæta Deontay Wilder í þriðja sinn í sumar eftir að hafa pakkað honum saman í nýlegum titilbardaga. Sá bardagi fer fram þann 18. júlí í Las Vegas. Kona Tysons, Paris Fury, hafði kallað eftir því að hann myndi draga sig í hlé. ,,Ég á tvo bardaga eftir, síðan mun ég virkilega íhuga framhaldið,“ sagði Tyson. ,,Hversu lengi á þetta að halda áfram? Ég er ósigraður í 31 atvinnumannabardaga og þetta er 12 árið mitt í atvinnumennsku. Ég hef haldið heimsmeistaratitlum hjá öllum samböndum. Þegar ég sigraði Klitschko var ég með öll beltin, Anthony Joshua er bara með leifarnar frá mér,“ sagði Fury kokhraustur. ,,Ég tapaði aldrei þessum titlum, ég þurfti að taka mér tíma til að vinna í geðheilsu minni, þannig þetta eru mínir titlar. Hvernig getur einhver annar verið meistari þegar ég er ósigraður?“ Bretinn tjáði sig síðan um hvað hann sæi fyrir sér að gera eftir að ferlinum lýkur. ,,Ég er að vinna í því að opna hnefaleikastað í hverfinu mínu. Ég fékk tækifæri til að labba inn á svoleiðis stað í æsku sem kom mér á þann stað sem ég er á í dag. Ég vil að aðrir krakkar fái það tækifæri og hafa jákvæð áhrif, hvetja krakka til að fylgja draumum sínum eins og ég gerði.“ Það er því líklegt miðað við þessi orð að Fury muni taka sér eitthvað hlé frá hnefaleikum eftir næstu tvo bardaga, en það þýðir þó ekki endilega að hann muni aldrei berjast aftur, en í þessari íþrótt er algengt að menn snúi aftur í hringinn eftir hlé. Box Tengdar fréttir „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Fury og Wilder mætast aftur í sumar Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar. 2. mars 2020 15:00 Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester. 25. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Tyson Fury, sem nýlega varð tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt, segist alvarlega íhuga að setjast í helgan stein eftir bardaga sinn við Anthony Joshua, sem er fjórfaldur heimsmeistari. Ekki er enn staðfest hvenær bardagi Fury og Joshua mun fara fram en Fury mun mæta Deontay Wilder í þriðja sinn í sumar eftir að hafa pakkað honum saman í nýlegum titilbardaga. Sá bardagi fer fram þann 18. júlí í Las Vegas. Kona Tysons, Paris Fury, hafði kallað eftir því að hann myndi draga sig í hlé. ,,Ég á tvo bardaga eftir, síðan mun ég virkilega íhuga framhaldið,“ sagði Tyson. ,,Hversu lengi á þetta að halda áfram? Ég er ósigraður í 31 atvinnumannabardaga og þetta er 12 árið mitt í atvinnumennsku. Ég hef haldið heimsmeistaratitlum hjá öllum samböndum. Þegar ég sigraði Klitschko var ég með öll beltin, Anthony Joshua er bara með leifarnar frá mér,“ sagði Fury kokhraustur. ,,Ég tapaði aldrei þessum titlum, ég þurfti að taka mér tíma til að vinna í geðheilsu minni, þannig þetta eru mínir titlar. Hvernig getur einhver annar verið meistari þegar ég er ósigraður?“ Bretinn tjáði sig síðan um hvað hann sæi fyrir sér að gera eftir að ferlinum lýkur. ,,Ég er að vinna í því að opna hnefaleikastað í hverfinu mínu. Ég fékk tækifæri til að labba inn á svoleiðis stað í æsku sem kom mér á þann stað sem ég er á í dag. Ég vil að aðrir krakkar fái það tækifæri og hafa jákvæð áhrif, hvetja krakka til að fylgja draumum sínum eins og ég gerði.“ Það er því líklegt miðað við þessi orð að Fury muni taka sér eitthvað hlé frá hnefaleikum eftir næstu tvo bardaga, en það þýðir þó ekki endilega að hann muni aldrei berjast aftur, en í þessari íþrótt er algengt að menn snúi aftur í hringinn eftir hlé.
Box Tengdar fréttir „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Fury og Wilder mætast aftur í sumar Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar. 2. mars 2020 15:00 Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester. 25. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
„Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30
Fury og Wilder mætast aftur í sumar Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar. 2. mars 2020 15:00
Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester. 25. febrúar 2020 20:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn