Sport

Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tyson Fury við heimkomuna í dag.
Tyson Fury við heimkomuna í dag. vísir/getty

Tyson Fury, nýkrýndur heimsmeistari í þungavigt, fékk höfðinglegar móttökur við komuna heim til Englands í dag.

Á laugardaginn sigraði Fury Deontay Wilder í titilbardaga í þungavigt í Las Vegas.

Fjöldi fólks kom saman á flugvellinum í Manchester til að taka á móti Fury. Hann er fæddur og uppalinn í Manchester.

„Það er aðeins einn Tyson Fury,“ kallaði fólkið á flugvellinum til heimsmeistarans. Fury tók í spaðann á aðdáendum og þakkaði fyrir sig.

Fury hefur unnið 30 af 31 bardaga sínum á ferlinum, þar af 21 með rothöggi.

Búist er við því að næsti andstæðingur Furys verði landi hans, Anthony Joshua.

Klippa: Heimsmeistarinn fékk góðar móttökur

 

Box

Tengdar fréttir

Fury stýrði fjöldasöng eftir sjö lotu bardaga

Tyson Fury hefur á sínum ferli unnið alla stóru titlana í þungavigt eftir að hann vann WBC-titilinn af Deontay Wilder í Las Vegas um helgina með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×