Sport

Fury sýndi snilli sína gegn Wilder

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fury er enn ósigraður á ferlinum.
Fury er enn ósigraður á ferlinum. vísir/getty

Tyson Fury sigraði Deontay Wilder í titilbardaga í þungavigt í Las Vegas í nótt. Fury vann með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu.

Wilder varð því að láta WBC-titilinn af hendi eftir að hafa haldið honum í fimm ár. Hann freistaði þess að verja titilinn í ellefta sinn í nótt en Fury hafði betur.

Fury og Wilder gerðu umdeilt jafntefli í Los Angeles 1. desember 2018 í endurkomubardaga Furys.

Þeir voru báðir ósigraðir fyrir bardagann í nótt og Wilder hafði unnið 41 af 42 bardögum sínum með rothöggi.

Wilder sló Fury tvisvar niður í fyrri bardaga þeirra en í nótt snerist dæmið við.

Fury sótti fast að Wilder og sló hann niður í þriðju og fimmtu lotu. Í þeirri sjöundu köstuðu aðstoðarmenn Wilders svo inn hvíta handklæðinu. Fyrir bardagann í nótt hafði Wilder aðeins einu sinni verið sleginn niður á ferlinum.

Endurkoma Furys er því fullkomnuð en hann keppti ekki í tæp þrjú ár vegna glímu við fíkn, þunglyndi og ofþyngd. Englendingurinn er nú kominn aftur á toppinn í þungavigtinni.

Fury hefur unnið 30 af 31 bardaga á ferlinum, þar af 21 með rothöggi.

Fury var mun sterkari í bardaganum í nótt.vísir/getty
Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×