Sjáendur óttast slys vegna reiðra dverga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. apríl 2013 07:00 Formaður Hraunavina segir margvísleg verðmæti glatast verði af lagningu nýs Álftanesvegar. Meðal annars muni kletturinn Ófeigskirkja hverfa og það vekja reiði í hulduheimum. Hraunavinir hyggjast kæra fyrirhugaða lagningu nýs Álftanesvegar sem liggja á frá Engidal í Garðabæ, yfir Gálgahraun og að hringtorgi á móts við Bessastaði. Ganga á frá verksamningi vegna nýja vegarins síðar í þessum mánuði. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, tekur fram að áhyggjur félagsmanna séu bundnar við þann spotta vegarins sem mun liggja yfir Gálgahraun. „Við gerum engar athugasemdir við þennan veg annars staðar, síður en svo,“ segir hann. Að sögn Reynis tókst Hraunavinum fyrir nokkrum árum að bjarga klettum í hrauninu þar sem Kjarval málaði mörg sín frægustu verk. „Þá fengum við áheyrn hjá bæjaryfirvöldum og menn hrukku við. Þessar íbúðarlóðir sem þar áttu að vera hurfu þegjandi og hljóðalaust,“ segir hann. Reynir nefnir ýmsar fornminjar og fornar gönguleiðir sem muni glatast. Sérstaklega tiltekur hann álagaklettinn Ófeigskirkju. Þangað fóru nokkrir félagar úr Hraunavinum á miðvikudag, ásamt Erlu Stefánsdóttur píanóleikara, öðrum tveggja sjáenda sem lagst hafa sveif með Hraunavinum á síðustu dögum. Fréttablaðið náði ekki tali af Erlu en Reynir segir henni líða mjög illa vegna yfirvofandi vegaframkvæmda. „Erla óttast að þarna verði slys. Hún segir að í hulduheimunum í hrauninu, sem hún sér en við sjáum ekki, séu sumir mjög reiðir, sérstaklega dvergarnir,“ segir Reynir. Við þetta tækifæri gerði Erla blýantsteikningu af Ófeigskirkju eins og hún sér hana. Reynir bætir við að annar sjáandi, Ragnhildur Jónsdóttir, hafi skoðað aðstæður í gærmorgun. „Hún segir að það hafi komið ákall úr hrauninu.“ Aðspurður hvort taka beri mark á vitnisburði sjáandanna bendir Reynir á að kannanir sýni að meirihluti Íslendinga trúi því að það geti búið líf í landslaginu. Til séu ótal sögur af því að Vegagerðin – það veraldlega fyrirtæki – hafi hopað fyrir álagatrúnni. „Þú þarft ekki annað en að sjá framan í hana Erlu Stefánsdóttur til að verða sannfærður um að þessi kona sér í gegnum stokka og steina,“ segir Reynir Ingibjartsson. Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Hraunavinir hyggjast kæra fyrirhugaða lagningu nýs Álftanesvegar sem liggja á frá Engidal í Garðabæ, yfir Gálgahraun og að hringtorgi á móts við Bessastaði. Ganga á frá verksamningi vegna nýja vegarins síðar í þessum mánuði. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, tekur fram að áhyggjur félagsmanna séu bundnar við þann spotta vegarins sem mun liggja yfir Gálgahraun. „Við gerum engar athugasemdir við þennan veg annars staðar, síður en svo,“ segir hann. Að sögn Reynis tókst Hraunavinum fyrir nokkrum árum að bjarga klettum í hrauninu þar sem Kjarval málaði mörg sín frægustu verk. „Þá fengum við áheyrn hjá bæjaryfirvöldum og menn hrukku við. Þessar íbúðarlóðir sem þar áttu að vera hurfu þegjandi og hljóðalaust,“ segir hann. Reynir nefnir ýmsar fornminjar og fornar gönguleiðir sem muni glatast. Sérstaklega tiltekur hann álagaklettinn Ófeigskirkju. Þangað fóru nokkrir félagar úr Hraunavinum á miðvikudag, ásamt Erlu Stefánsdóttur píanóleikara, öðrum tveggja sjáenda sem lagst hafa sveif með Hraunavinum á síðustu dögum. Fréttablaðið náði ekki tali af Erlu en Reynir segir henni líða mjög illa vegna yfirvofandi vegaframkvæmda. „Erla óttast að þarna verði slys. Hún segir að í hulduheimunum í hrauninu, sem hún sér en við sjáum ekki, séu sumir mjög reiðir, sérstaklega dvergarnir,“ segir Reynir. Við þetta tækifæri gerði Erla blýantsteikningu af Ófeigskirkju eins og hún sér hana. Reynir bætir við að annar sjáandi, Ragnhildur Jónsdóttir, hafi skoðað aðstæður í gærmorgun. „Hún segir að það hafi komið ákall úr hrauninu.“ Aðspurður hvort taka beri mark á vitnisburði sjáandanna bendir Reynir á að kannanir sýni að meirihluti Íslendinga trúi því að það geti búið líf í landslaginu. Til séu ótal sögur af því að Vegagerðin – það veraldlega fyrirtæki – hafi hopað fyrir álagatrúnni. „Þú þarft ekki annað en að sjá framan í hana Erlu Stefánsdóttur til að verða sannfærður um að þessi kona sér í gegnum stokka og steina,“ segir Reynir Ingibjartsson.
Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira