Sjáendur óttast slys vegna reiðra dverga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. apríl 2013 07:00 Formaður Hraunavina segir margvísleg verðmæti glatast verði af lagningu nýs Álftanesvegar. Meðal annars muni kletturinn Ófeigskirkja hverfa og það vekja reiði í hulduheimum. Hraunavinir hyggjast kæra fyrirhugaða lagningu nýs Álftanesvegar sem liggja á frá Engidal í Garðabæ, yfir Gálgahraun og að hringtorgi á móts við Bessastaði. Ganga á frá verksamningi vegna nýja vegarins síðar í þessum mánuði. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, tekur fram að áhyggjur félagsmanna séu bundnar við þann spotta vegarins sem mun liggja yfir Gálgahraun. „Við gerum engar athugasemdir við þennan veg annars staðar, síður en svo,“ segir hann. Að sögn Reynis tókst Hraunavinum fyrir nokkrum árum að bjarga klettum í hrauninu þar sem Kjarval málaði mörg sín frægustu verk. „Þá fengum við áheyrn hjá bæjaryfirvöldum og menn hrukku við. Þessar íbúðarlóðir sem þar áttu að vera hurfu þegjandi og hljóðalaust,“ segir hann. Reynir nefnir ýmsar fornminjar og fornar gönguleiðir sem muni glatast. Sérstaklega tiltekur hann álagaklettinn Ófeigskirkju. Þangað fóru nokkrir félagar úr Hraunavinum á miðvikudag, ásamt Erlu Stefánsdóttur píanóleikara, öðrum tveggja sjáenda sem lagst hafa sveif með Hraunavinum á síðustu dögum. Fréttablaðið náði ekki tali af Erlu en Reynir segir henni líða mjög illa vegna yfirvofandi vegaframkvæmda. „Erla óttast að þarna verði slys. Hún segir að í hulduheimunum í hrauninu, sem hún sér en við sjáum ekki, séu sumir mjög reiðir, sérstaklega dvergarnir,“ segir Reynir. Við þetta tækifæri gerði Erla blýantsteikningu af Ófeigskirkju eins og hún sér hana. Reynir bætir við að annar sjáandi, Ragnhildur Jónsdóttir, hafi skoðað aðstæður í gærmorgun. „Hún segir að það hafi komið ákall úr hrauninu.“ Aðspurður hvort taka beri mark á vitnisburði sjáandanna bendir Reynir á að kannanir sýni að meirihluti Íslendinga trúi því að það geti búið líf í landslaginu. Til séu ótal sögur af því að Vegagerðin – það veraldlega fyrirtæki – hafi hopað fyrir álagatrúnni. „Þú þarft ekki annað en að sjá framan í hana Erlu Stefánsdóttur til að verða sannfærður um að þessi kona sér í gegnum stokka og steina,“ segir Reynir Ingibjartsson. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Hraunavinir hyggjast kæra fyrirhugaða lagningu nýs Álftanesvegar sem liggja á frá Engidal í Garðabæ, yfir Gálgahraun og að hringtorgi á móts við Bessastaði. Ganga á frá verksamningi vegna nýja vegarins síðar í þessum mánuði. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, tekur fram að áhyggjur félagsmanna séu bundnar við þann spotta vegarins sem mun liggja yfir Gálgahraun. „Við gerum engar athugasemdir við þennan veg annars staðar, síður en svo,“ segir hann. Að sögn Reynis tókst Hraunavinum fyrir nokkrum árum að bjarga klettum í hrauninu þar sem Kjarval málaði mörg sín frægustu verk. „Þá fengum við áheyrn hjá bæjaryfirvöldum og menn hrukku við. Þessar íbúðarlóðir sem þar áttu að vera hurfu þegjandi og hljóðalaust,“ segir hann. Reynir nefnir ýmsar fornminjar og fornar gönguleiðir sem muni glatast. Sérstaklega tiltekur hann álagaklettinn Ófeigskirkju. Þangað fóru nokkrir félagar úr Hraunavinum á miðvikudag, ásamt Erlu Stefánsdóttur píanóleikara, öðrum tveggja sjáenda sem lagst hafa sveif með Hraunavinum á síðustu dögum. Fréttablaðið náði ekki tali af Erlu en Reynir segir henni líða mjög illa vegna yfirvofandi vegaframkvæmda. „Erla óttast að þarna verði slys. Hún segir að í hulduheimunum í hrauninu, sem hún sér en við sjáum ekki, séu sumir mjög reiðir, sérstaklega dvergarnir,“ segir Reynir. Við þetta tækifæri gerði Erla blýantsteikningu af Ófeigskirkju eins og hún sér hana. Reynir bætir við að annar sjáandi, Ragnhildur Jónsdóttir, hafi skoðað aðstæður í gærmorgun. „Hún segir að það hafi komið ákall úr hrauninu.“ Aðspurður hvort taka beri mark á vitnisburði sjáandanna bendir Reynir á að kannanir sýni að meirihluti Íslendinga trúi því að það geti búið líf í landslaginu. Til séu ótal sögur af því að Vegagerðin – það veraldlega fyrirtæki – hafi hopað fyrir álagatrúnni. „Þú þarft ekki annað en að sjá framan í hana Erlu Stefánsdóttur til að verða sannfærður um að þessi kona sér í gegnum stokka og steina,“ segir Reynir Ingibjartsson.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira