Handriðin í Hörpu slysagildra Símon Birgisson skrifar 12. maí 2011 19:30 Handriðin á svölunum í Eldborgarsal Hörpunnar eru slysagildra og hafa tónleikagestir kvartað til tryggingafélaga. Tónlistarstjóri hússins ráðleggur lofthræddu fólki að kaupa sér ekki miða á svölunum. Það er á svölunum í Eldborgarsalnum í hörpunni þar sem margir óttast að fara fram af. Enda nær handriðið meðalmanni aðeins upp að mitti. Og fallið er hátt. Tryggingafélagið Vís skoðar nú málið en handriðin gætu verið hættuleg slysagildra. Friðrik Bragason, framkvæmdastjóri Vátryggingasviðs hjá Vís, staðfesti að fyrirtækinu hefðu borist ábendingar um handriðin frá tónleikagestum. „Við erum með húsið í tryggingu og fylgjumst mjög náið með öllu því sem er í gangi," sagði Friðrik. Hann sagði stutt frá opnunartónleikunum og því hafi ekki enn verið gripið til aðgerða. „En þetta er þannig mál að það er sjálfsagt að skoða það vel." Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri Hörpunnar segir málið áhyggjuefni. „Auðvitað er áhyggjuefni ef eitthvað veldur fólki óþarfa áhyggjum. Í flestum leikhúsum og tónlistarhúsum eru handriðin á undanþágu til að skyggja ekki á sjónlínu." Steinunn segir vissulega ansi bratt á svölunum. „Þeir sem eru viðkvæmir fyrir hæð, ég myndi ráðleggja þeim að kaupa miða á öðrum stöðum." Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur gagnrýnt það að húsið sé opnað óklárað. Steinunn segir starfsemina hafa orðið að ganga fyrir. „Við verðum að vera hagsýn og verðum að láta starfsemina sem fyrst. Breyttir tímar? Ég held það. Ég held að þetta sé birtingarmynd þess að við séum að horfa á innihaldið umfram umgjörðina," segir Steinunn Birna. „En flestir gestir í Hörpunni í dag eru í gulum vestum og með hjálma. Þeir koma náttúrlega eins og þeir vilja vera en ég get lofað því að það þarf enginn að koma með hjálm," segir Steinunn að lokum. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Handriðin á svölunum í Eldborgarsal Hörpunnar eru slysagildra og hafa tónleikagestir kvartað til tryggingafélaga. Tónlistarstjóri hússins ráðleggur lofthræddu fólki að kaupa sér ekki miða á svölunum. Það er á svölunum í Eldborgarsalnum í hörpunni þar sem margir óttast að fara fram af. Enda nær handriðið meðalmanni aðeins upp að mitti. Og fallið er hátt. Tryggingafélagið Vís skoðar nú málið en handriðin gætu verið hættuleg slysagildra. Friðrik Bragason, framkvæmdastjóri Vátryggingasviðs hjá Vís, staðfesti að fyrirtækinu hefðu borist ábendingar um handriðin frá tónleikagestum. „Við erum með húsið í tryggingu og fylgjumst mjög náið með öllu því sem er í gangi," sagði Friðrik. Hann sagði stutt frá opnunartónleikunum og því hafi ekki enn verið gripið til aðgerða. „En þetta er þannig mál að það er sjálfsagt að skoða það vel." Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri Hörpunnar segir málið áhyggjuefni. „Auðvitað er áhyggjuefni ef eitthvað veldur fólki óþarfa áhyggjum. Í flestum leikhúsum og tónlistarhúsum eru handriðin á undanþágu til að skyggja ekki á sjónlínu." Steinunn segir vissulega ansi bratt á svölunum. „Þeir sem eru viðkvæmir fyrir hæð, ég myndi ráðleggja þeim að kaupa miða á öðrum stöðum." Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur gagnrýnt það að húsið sé opnað óklárað. Steinunn segir starfsemina hafa orðið að ganga fyrir. „Við verðum að vera hagsýn og verðum að láta starfsemina sem fyrst. Breyttir tímar? Ég held það. Ég held að þetta sé birtingarmynd þess að við séum að horfa á innihaldið umfram umgjörðina," segir Steinunn Birna. „En flestir gestir í Hörpunni í dag eru í gulum vestum og með hjálma. Þeir koma náttúrlega eins og þeir vilja vera en ég get lofað því að það þarf enginn að koma með hjálm," segir Steinunn að lokum.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira