Handriðin í Hörpu slysagildra Símon Birgisson skrifar 12. maí 2011 19:30 Handriðin á svölunum í Eldborgarsal Hörpunnar eru slysagildra og hafa tónleikagestir kvartað til tryggingafélaga. Tónlistarstjóri hússins ráðleggur lofthræddu fólki að kaupa sér ekki miða á svölunum. Það er á svölunum í Eldborgarsalnum í hörpunni þar sem margir óttast að fara fram af. Enda nær handriðið meðalmanni aðeins upp að mitti. Og fallið er hátt. Tryggingafélagið Vís skoðar nú málið en handriðin gætu verið hættuleg slysagildra. Friðrik Bragason, framkvæmdastjóri Vátryggingasviðs hjá Vís, staðfesti að fyrirtækinu hefðu borist ábendingar um handriðin frá tónleikagestum. „Við erum með húsið í tryggingu og fylgjumst mjög náið með öllu því sem er í gangi," sagði Friðrik. Hann sagði stutt frá opnunartónleikunum og því hafi ekki enn verið gripið til aðgerða. „En þetta er þannig mál að það er sjálfsagt að skoða það vel." Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri Hörpunnar segir málið áhyggjuefni. „Auðvitað er áhyggjuefni ef eitthvað veldur fólki óþarfa áhyggjum. Í flestum leikhúsum og tónlistarhúsum eru handriðin á undanþágu til að skyggja ekki á sjónlínu." Steinunn segir vissulega ansi bratt á svölunum. „Þeir sem eru viðkvæmir fyrir hæð, ég myndi ráðleggja þeim að kaupa miða á öðrum stöðum." Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur gagnrýnt það að húsið sé opnað óklárað. Steinunn segir starfsemina hafa orðið að ganga fyrir. „Við verðum að vera hagsýn og verðum að láta starfsemina sem fyrst. Breyttir tímar? Ég held það. Ég held að þetta sé birtingarmynd þess að við séum að horfa á innihaldið umfram umgjörðina," segir Steinunn Birna. „En flestir gestir í Hörpunni í dag eru í gulum vestum og með hjálma. Þeir koma náttúrlega eins og þeir vilja vera en ég get lofað því að það þarf enginn að koma með hjálm," segir Steinunn að lokum. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Handriðin á svölunum í Eldborgarsal Hörpunnar eru slysagildra og hafa tónleikagestir kvartað til tryggingafélaga. Tónlistarstjóri hússins ráðleggur lofthræddu fólki að kaupa sér ekki miða á svölunum. Það er á svölunum í Eldborgarsalnum í hörpunni þar sem margir óttast að fara fram af. Enda nær handriðið meðalmanni aðeins upp að mitti. Og fallið er hátt. Tryggingafélagið Vís skoðar nú málið en handriðin gætu verið hættuleg slysagildra. Friðrik Bragason, framkvæmdastjóri Vátryggingasviðs hjá Vís, staðfesti að fyrirtækinu hefðu borist ábendingar um handriðin frá tónleikagestum. „Við erum með húsið í tryggingu og fylgjumst mjög náið með öllu því sem er í gangi," sagði Friðrik. Hann sagði stutt frá opnunartónleikunum og því hafi ekki enn verið gripið til aðgerða. „En þetta er þannig mál að það er sjálfsagt að skoða það vel." Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri Hörpunnar segir málið áhyggjuefni. „Auðvitað er áhyggjuefni ef eitthvað veldur fólki óþarfa áhyggjum. Í flestum leikhúsum og tónlistarhúsum eru handriðin á undanþágu til að skyggja ekki á sjónlínu." Steinunn segir vissulega ansi bratt á svölunum. „Þeir sem eru viðkvæmir fyrir hæð, ég myndi ráðleggja þeim að kaupa miða á öðrum stöðum." Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur gagnrýnt það að húsið sé opnað óklárað. Steinunn segir starfsemina hafa orðið að ganga fyrir. „Við verðum að vera hagsýn og verðum að láta starfsemina sem fyrst. Breyttir tímar? Ég held það. Ég held að þetta sé birtingarmynd þess að við séum að horfa á innihaldið umfram umgjörðina," segir Steinunn Birna. „En flestir gestir í Hörpunni í dag eru í gulum vestum og með hjálma. Þeir koma náttúrlega eins og þeir vilja vera en ég get lofað því að það þarf enginn að koma með hjálm," segir Steinunn að lokum.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira