Tímamótadómur yfir Baldri Guðlaugssyni 8. apríl 2011 05:00 Baldur var einn æðsti embættismaður landsins fyrir hrun. Fyrrverandi ráðherra sagði hann líklega valdamesta manninn í ríkisstjórninni. Fréttablaðið/gva Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í máli á vegum sérstaks saksóknara og í fyrsta sinn sem sakfellt er fyrir innherjasvik á Íslandi. Baldur var einn æðsti embættismaður landsins þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum tveimur vikum fyrir bankahrunið haustið 2008. Um hann sagði Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis: „Baldur var mjög valdamikill maður í þessari ríkisstjórn, kannski valdamesti maðurinn af okkur öllum.“ Ákæran byggði nær eingöngu á því að Baldur hefði átt sæti í samráðshópi þriggja ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um fjármálastöðugleika, og hefði þar öðlast mjög viðkvæmar upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins, einkum Landsbankans. Þessu mótmælti Baldur á öllum stigum málsins. Hann hélt því fram að upplýsingarnar sem fram komu á fundunum hefðu verið þess eðlis að allir sæmilega upplýstir borgarar hefðu getað nálgast þær með léttum leik. Þær gætu því ekki talist innherjaupplýsingar. Þessar fullyrðingar fengu hins vegar takmarkaða stoð í framburði vitna, sem töldu upplýsingarnar mikið trúnaðarmál og að þær hefðu getað valdið áhlaupi á bankakerfið. Guðjón Marteinsson héraðsdómari hafnar skýringum Baldurs og segir í niðurstöðu dómsins að fimm af þeim sex atriðum sem talin eru upp í ákæru séu sannarlega innherjaupplýsingar, þvert á neitun Baldurs. Í niðurstöðunni er meðal annars vitnað til orða Bolla Þórs Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og Tryggva Pálssonar úr Seðlabankanum, sem báðir sátu í samráðshópnum og töldu sig því ekki geta selt bréf sín í bönkunum. Það hafi þó ekki ráðið úrslitum í málinu. Segir í dómnum að brot Baldurs sé stórfellt og að hann hafi misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður. Milljónirnar 192 eru gerðar upptækar. Saksóknarinn Björn Þorvaldsson segir að fallist hafi verið á allar kröfur ákæruvaldsins í málinu. „Ég átti alveg eins von á því,“ segir hann. Hann segir að það sé undir Baldri eða ríkissaksóknara komið hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Næsta víst þykir að svo verði, enda um fordæmisgefandi mál að ræða. Ekki náðist í Karl Axelsson, verjanda Baldurs, í gær. stigur@frettabladid.is Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í máli á vegum sérstaks saksóknara og í fyrsta sinn sem sakfellt er fyrir innherjasvik á Íslandi. Baldur var einn æðsti embættismaður landsins þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum tveimur vikum fyrir bankahrunið haustið 2008. Um hann sagði Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis: „Baldur var mjög valdamikill maður í þessari ríkisstjórn, kannski valdamesti maðurinn af okkur öllum.“ Ákæran byggði nær eingöngu á því að Baldur hefði átt sæti í samráðshópi þriggja ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um fjármálastöðugleika, og hefði þar öðlast mjög viðkvæmar upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins, einkum Landsbankans. Þessu mótmælti Baldur á öllum stigum málsins. Hann hélt því fram að upplýsingarnar sem fram komu á fundunum hefðu verið þess eðlis að allir sæmilega upplýstir borgarar hefðu getað nálgast þær með léttum leik. Þær gætu því ekki talist innherjaupplýsingar. Þessar fullyrðingar fengu hins vegar takmarkaða stoð í framburði vitna, sem töldu upplýsingarnar mikið trúnaðarmál og að þær hefðu getað valdið áhlaupi á bankakerfið. Guðjón Marteinsson héraðsdómari hafnar skýringum Baldurs og segir í niðurstöðu dómsins að fimm af þeim sex atriðum sem talin eru upp í ákæru séu sannarlega innherjaupplýsingar, þvert á neitun Baldurs. Í niðurstöðunni er meðal annars vitnað til orða Bolla Þórs Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og Tryggva Pálssonar úr Seðlabankanum, sem báðir sátu í samráðshópnum og töldu sig því ekki geta selt bréf sín í bönkunum. Það hafi þó ekki ráðið úrslitum í málinu. Segir í dómnum að brot Baldurs sé stórfellt og að hann hafi misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður. Milljónirnar 192 eru gerðar upptækar. Saksóknarinn Björn Þorvaldsson segir að fallist hafi verið á allar kröfur ákæruvaldsins í málinu. „Ég átti alveg eins von á því,“ segir hann. Hann segir að það sé undir Baldri eða ríkissaksóknara komið hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Næsta víst þykir að svo verði, enda um fordæmisgefandi mál að ræða. Ekki náðist í Karl Axelsson, verjanda Baldurs, í gær. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira