Allar mæður tengja við þessar tilfinningar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. maí 2020 21:07 Sólveig Unnur Ragnarsdóttir Mynd/Úr einkasafni „Ég varð móðir sjálf frekar seint eða 38 ára, var ekki komin með mann á þeim tíma og tók þá ákvörðun að fara ein í tæknifrjóvgun og gerast „einstök móðir.“ Manninum kynntist ég síðan þegar ég var ólétt af dóttur minni þannig að það mætti segja að líf mitt hafi breyst nokkuð mikið eftir að hún fæddist,“ segir Sólveig Unnur Ragnarsdóttir. Hún ákvað að gera myndband við lagið Móðurást í tilefni af mæðradeginum í dag. Móðurást er samið við erlent lag en lagahöfundar eru Katherine Maria Jenkins, Jon Cohen og Brendan Graham. Sindri Reyr Einarsson eiginmaður Sólveigar er fréttatökumaður og tók þetta fallega myndband við lagið. „Ég heyrði þetta fallega lag með Katherine Jenkins fyrir um þremur árum síðan þegar að ég var nýbökuð móðir og var voðalega væminn yfir öllum þessum nýju tilfinningum sem voru að koma yfir mig. Textinn talaði því til mín og ég hugsaði að það gæti verið gaman að láta gera íslenskan texta þar sem að þetta væri ekkert mjög þekkt lag.“ Hún gerði ekkert með þetta strax en seint á síðasta ári að þá bað hún ömmu sína Rögnu Guðvarðardóttur, sem er mikið skáld, að semja fyrir sig íslenskan texta við lagið. „Þá var ekki aftur snúið og hafði ég samband við hann Óskar Einarsson og bað hann um að spila inn undirleik og taka mig upp. Þetta var síðan tekið ennþá lengra því að eiginmaðurinn Sindri Reyr Einarsson gerði síðan tónlistarmyndband við lagið.“ Klippa: Sólveig Unnur - Móðurást Sólveig útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík með söngkennarapróf 2005. Fór síðan til Danmerkur að læra Complete Vocal Technique og er viðurkenndur kennari í þeirri aðferð. Hún rekur núna söngskóla sem að heitir Vocalist. „Ég held að lagið og textinn höfði til allra mæðra og það séu allar sem að tengja við þessar tilfinningar. Sjálf tileinka ég lagið móður minni, ömmu minni og dóttir minni sem gaf mér móðurástina,“ segir hún að lokum. Börn og uppeldi Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
„Ég varð móðir sjálf frekar seint eða 38 ára, var ekki komin með mann á þeim tíma og tók þá ákvörðun að fara ein í tæknifrjóvgun og gerast „einstök móðir.“ Manninum kynntist ég síðan þegar ég var ólétt af dóttur minni þannig að það mætti segja að líf mitt hafi breyst nokkuð mikið eftir að hún fæddist,“ segir Sólveig Unnur Ragnarsdóttir. Hún ákvað að gera myndband við lagið Móðurást í tilefni af mæðradeginum í dag. Móðurást er samið við erlent lag en lagahöfundar eru Katherine Maria Jenkins, Jon Cohen og Brendan Graham. Sindri Reyr Einarsson eiginmaður Sólveigar er fréttatökumaður og tók þetta fallega myndband við lagið. „Ég heyrði þetta fallega lag með Katherine Jenkins fyrir um þremur árum síðan þegar að ég var nýbökuð móðir og var voðalega væminn yfir öllum þessum nýju tilfinningum sem voru að koma yfir mig. Textinn talaði því til mín og ég hugsaði að það gæti verið gaman að láta gera íslenskan texta þar sem að þetta væri ekkert mjög þekkt lag.“ Hún gerði ekkert með þetta strax en seint á síðasta ári að þá bað hún ömmu sína Rögnu Guðvarðardóttur, sem er mikið skáld, að semja fyrir sig íslenskan texta við lagið. „Þá var ekki aftur snúið og hafði ég samband við hann Óskar Einarsson og bað hann um að spila inn undirleik og taka mig upp. Þetta var síðan tekið ennþá lengra því að eiginmaðurinn Sindri Reyr Einarsson gerði síðan tónlistarmyndband við lagið.“ Klippa: Sólveig Unnur - Móðurást Sólveig útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík með söngkennarapróf 2005. Fór síðan til Danmerkur að læra Complete Vocal Technique og er viðurkenndur kennari í þeirri aðferð. Hún rekur núna söngskóla sem að heitir Vocalist. „Ég held að lagið og textinn höfði til allra mæðra og það séu allar sem að tengja við þessar tilfinningar. Sjálf tileinka ég lagið móður minni, ömmu minni og dóttir minni sem gaf mér móðurástina,“ segir hún að lokum.
Börn og uppeldi Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira