Sneri við blaðinu með líkamsstöðu sem eykur hormón sjálfstraustsins Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2018 14:30 Bergþór Pálsson er alltaf skemmtilegur karakter. Bergþór Pálsson er nýorðinn sextugur og hefur sjaldan eða aldrei litið betur út. Hann sló rækilega í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað í vor og fuku kílóinn af honum í ferlinu. Bergþór myndaði sterkt danssamband við Hönnu Rún Bazev Óladóttir og var það kveikjan af því að breyta um lífstíl. Vala Matt ræddi við Bergþór í Íslandi í dag í gærkvöldi en hann notaði jákvæða sjálfræði sem hann segir hafa skipt sköpum. „Mig hefur kannski langað að gera eitthvað, byrja af eldmóði og svo lekur það frá mér,“ segir Bergþór sem gaf á dögunum út myndband á YouTube þar sem hann fer yfir það hvað virkaði fyrir sig. „Í sumar hef ég nýtt mér aðferðir sem ég lærði á námskeiði í sumar og þær snúast um það að plata hugann með líkamshreyfingum. Að láta hann líða eins og þegar okkur líður best, eins og þegar við erum að þakka fyrir eitthvað, eins og þegar við erum stolt af einhverju eins og þegar við t.d. vinnum landsleik eða eitthvað þannig.“ Hann segir að það felist í sigurlíkamsstöðu sem hann sýndi í þættinum í gær en Bergþór kallar stöðuna sigurstaða. „Það hefur verið sannað í Harvard að í þessari líkamsstöðu þá eykst testósterón í blóðinu sem er hormón sjálfstraustsins. Þegar maður er fullur af sjálfstrausti, fullur af gleði og þakkar fyrir lífið og er stoltur af einhverju, þá líður manni vel. Maður platar þá hugann að fara líða nákvæmlega eins og á þessum augnablikum.“ Bergþór segist hafa grennst mikið í þáttunum Allir geta dansað. „Þá fór ýmislegt að verða pokalegt og ég ákvað að fylla upp í þessa poka, í stað þess að borða upp í þá. Ég ætla ekkert að verða neitt vöðvafjall, langar bara að líða vel.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Bergþór Pálsson. Dans Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira
Bergþór Pálsson er nýorðinn sextugur og hefur sjaldan eða aldrei litið betur út. Hann sló rækilega í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað í vor og fuku kílóinn af honum í ferlinu. Bergþór myndaði sterkt danssamband við Hönnu Rún Bazev Óladóttir og var það kveikjan af því að breyta um lífstíl. Vala Matt ræddi við Bergþór í Íslandi í dag í gærkvöldi en hann notaði jákvæða sjálfræði sem hann segir hafa skipt sköpum. „Mig hefur kannski langað að gera eitthvað, byrja af eldmóði og svo lekur það frá mér,“ segir Bergþór sem gaf á dögunum út myndband á YouTube þar sem hann fer yfir það hvað virkaði fyrir sig. „Í sumar hef ég nýtt mér aðferðir sem ég lærði á námskeiði í sumar og þær snúast um það að plata hugann með líkamshreyfingum. Að láta hann líða eins og þegar okkur líður best, eins og þegar við erum að þakka fyrir eitthvað, eins og þegar við erum stolt af einhverju eins og þegar við t.d. vinnum landsleik eða eitthvað þannig.“ Hann segir að það felist í sigurlíkamsstöðu sem hann sýndi í þættinum í gær en Bergþór kallar stöðuna sigurstaða. „Það hefur verið sannað í Harvard að í þessari líkamsstöðu þá eykst testósterón í blóðinu sem er hormón sjálfstraustsins. Þegar maður er fullur af sjálfstrausti, fullur af gleði og þakkar fyrir lífið og er stoltur af einhverju, þá líður manni vel. Maður platar þá hugann að fara líða nákvæmlega eins og á þessum augnablikum.“ Bergþór segist hafa grennst mikið í þáttunum Allir geta dansað. „Þá fór ýmislegt að verða pokalegt og ég ákvað að fylla upp í þessa poka, í stað þess að borða upp í þá. Ég ætla ekkert að verða neitt vöðvafjall, langar bara að líða vel.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Bergþór Pálsson.
Dans Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira