„Það er ekkert leyndarmál hvar ég tengist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júní 2018 19:09 Eyþór er ennþá hluthafi í Árvakri. Vísir/Vilhelm „Þeir sem eru borgarfulltrúar í sveitarstjórn hafa oft hagsmuna að gæta eða tengjast öðru. Þeir eiga fyrst og fremst að geta þess, það er það sem er aðalmálið og gæta þess að hagsmunir skarast ekki,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar hann er spurður út í tengsl sín við Morgunblaðið. Eyþór var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Eyþór er ennþá hluthafi í Árvakri. Spurður hvort þessi tengsl dragi ekki úr trúverðugleika hans sem stjórnamálamanns svarar Eyþór: „Öll tengsl eru náttúrulega þannig að þau sé hægt að gera þau tortryggileg ef menn vilja en aðalmálið er að þau séu upp á borðunum og að menn viti af þeim. Það er ekkert leyndarmál hvar ég tengist. Ég reyni bara að passa að það sé skýrt og aðskilið.“ Spurður hvort hann sé kominn í vonda stöðu og hvort það sé ekki slæmt fyrir stjórnmálamann að vera stór hluthafi í fjölmiðli segir Eyþór: „Nei, nei, auðvitað er þetta mismunandi eftir því hvernig fólk heldur á hlutunum. Stjórn Árvakurs hlutast ekkert til um ritstjórn Morgunblaðsins eða mbl og ég sagði mig úr stjórn Árvakurs til þess að rjúfa þessi tengsl þannig að ég hef engin tengsl. Ég hef hagsmuni af því að Morgunblaðið gangi upp rekstrarlega, það er í raun og veru það sem er. Þetta er mjög erfiður rekstur, eins og þú þekkir en ég er búin að slíta á þessi tengsl, það er það sem ég get gert. Auðvitað er þetta minna mál þegar maður er ekki við stjórnina, það væri annað að vera borgarstjóri,“ segir Eyþór sem bætir við að í gamla daga hefðu tengsl stjórnmálamanna og fjölmiðla verið miklu sterkari en í dag. Hann bendir á að hann sé ekki sá eini sem hafi hagsmuna að gæta. „Reykjavíkurborg leigir hjá RÚV líka. Það eru ýmis hagsmunatengsl, við getum talað um það. Það ber að skoða öll þessi tengsl. Aðalmálið er að þau séu upp á borðinu að maður sé meðvitaður um þau og látið þau ekki skarast, það passa ég alveg 100%. Ef einhver er tilbúinn að kaupa þennan hlut þá er það opið.“Eyþór er ennþá stór hluthafi í Árvakri og hefur hagsmuna að gæta að blaðið gangi upp rekstrarlega.Stefán KarlssonEyþór segir að það sé alls ekki slæmt fyrir stjórnmálamann að koma úr atvinnulífinu og að hafa reynslu á atvinnurekstri. Það sé dýrmæt reynsla sem hann hafi þaðan og komi með inn í borgarstjórn Reykjavíkur. „Þessi stjórnmálaþátttaka þar sem að menn fara í gegnum stjórnmálafræðina og fara svo að raða stólum kannski og eru í ungliðahreyfingu og annað, þetta er voðalega takmörkuð reynsla af lífinu. Ég hef þurft að byggja upp mín fyrirtæki og taka áhættu. Stundum hefur það gengið vel og stundum ekki. Maður hefur þurft að standa skil á því að greiða fólki laun og allt þetta. Þetta er reynsla sem ég held að sé mjög verðmæt og allt of sjaldgæf þegar kemur að rekstri borgarinnar. Við skulum ekki missa okkur í því að fólk með reynslu úr atvinnulífinu fái ekki að koma inn í stjórnmálin, ég held einmitt að það sé gagnlegt og veiti ekki af því við þurfum líka að fást við þá sem eru í atvinnulífinu og skilja þá til botns, ekki láta þá plata okkur.“Myndir þú halda að það væri lygi hjá mér ef ég segði að Mogginn hefði dregið taum þinn í kosningabaráttunni?„Ég myndi ekki halda því fram að það hafi verið lygi,“ segir Eyþór en bætir þó við: „Ég held hann hafi fyrst og fremst verið gagnrýninn á borgarstjórnina löngu áður en ég kom inn í Morgunblaðið og það er nú kannski ein af skyldum fjölmiðla, fyrst og fremst að vera gagnrýnir. Það er verra þegar það er eins og þegar Berlusconi var þegar hann var fjölmiðlaeigandi og var í meirihluta. Það er miklu verra að einhver sem er í meirihluta eða forsætisráðherra eða eitthvað slíkt sé að nota fjölmiðla til þess að draga úr gagnrýni. Ég held einmitt að við eigum að passa upp á það það sé gagnrýni og, ef eitthvað er, þá væri betra að stjórnarandstaðan, hverju sinni, hefði tækifæri til þess að koma sínum áherslum fram, það er miklu varasamara að þeir sem stjórna þeir þaggi. Ég bendi á það að lýðræðisleg aðkoma til dæmis þeirra sem eru í stjórnarandstöðu í Reykjavík er mjög takmörkuð þannig að ef að það er lögmæt og réttmæt gagnrýni á það sem aflaga fer þá er það gott fyrir íbúana,“ segir Eyþór. Hann bendir á að hagsmunaskráning fari fram í borgarstjórn Reykjavíkur í næsta mánuði. Hann hafi alls ekkert að fela í þeim efnum. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eyþór úr stjórn Árvakurs Er áfram stærsti hluthafinn en útilokar ekki að selja hlutinn fái hann gott tilboð. 26. apríl 2018 11:24 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
„Þeir sem eru borgarfulltrúar í sveitarstjórn hafa oft hagsmuna að gæta eða tengjast öðru. Þeir eiga fyrst og fremst að geta þess, það er það sem er aðalmálið og gæta þess að hagsmunir skarast ekki,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar hann er spurður út í tengsl sín við Morgunblaðið. Eyþór var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Eyþór er ennþá hluthafi í Árvakri. Spurður hvort þessi tengsl dragi ekki úr trúverðugleika hans sem stjórnamálamanns svarar Eyþór: „Öll tengsl eru náttúrulega þannig að þau sé hægt að gera þau tortryggileg ef menn vilja en aðalmálið er að þau séu upp á borðunum og að menn viti af þeim. Það er ekkert leyndarmál hvar ég tengist. Ég reyni bara að passa að það sé skýrt og aðskilið.“ Spurður hvort hann sé kominn í vonda stöðu og hvort það sé ekki slæmt fyrir stjórnmálamann að vera stór hluthafi í fjölmiðli segir Eyþór: „Nei, nei, auðvitað er þetta mismunandi eftir því hvernig fólk heldur á hlutunum. Stjórn Árvakurs hlutast ekkert til um ritstjórn Morgunblaðsins eða mbl og ég sagði mig úr stjórn Árvakurs til þess að rjúfa þessi tengsl þannig að ég hef engin tengsl. Ég hef hagsmuni af því að Morgunblaðið gangi upp rekstrarlega, það er í raun og veru það sem er. Þetta er mjög erfiður rekstur, eins og þú þekkir en ég er búin að slíta á þessi tengsl, það er það sem ég get gert. Auðvitað er þetta minna mál þegar maður er ekki við stjórnina, það væri annað að vera borgarstjóri,“ segir Eyþór sem bætir við að í gamla daga hefðu tengsl stjórnmálamanna og fjölmiðla verið miklu sterkari en í dag. Hann bendir á að hann sé ekki sá eini sem hafi hagsmuna að gæta. „Reykjavíkurborg leigir hjá RÚV líka. Það eru ýmis hagsmunatengsl, við getum talað um það. Það ber að skoða öll þessi tengsl. Aðalmálið er að þau séu upp á borðinu að maður sé meðvitaður um þau og látið þau ekki skarast, það passa ég alveg 100%. Ef einhver er tilbúinn að kaupa þennan hlut þá er það opið.“Eyþór er ennþá stór hluthafi í Árvakri og hefur hagsmuna að gæta að blaðið gangi upp rekstrarlega.Stefán KarlssonEyþór segir að það sé alls ekki slæmt fyrir stjórnmálamann að koma úr atvinnulífinu og að hafa reynslu á atvinnurekstri. Það sé dýrmæt reynsla sem hann hafi þaðan og komi með inn í borgarstjórn Reykjavíkur. „Þessi stjórnmálaþátttaka þar sem að menn fara í gegnum stjórnmálafræðina og fara svo að raða stólum kannski og eru í ungliðahreyfingu og annað, þetta er voðalega takmörkuð reynsla af lífinu. Ég hef þurft að byggja upp mín fyrirtæki og taka áhættu. Stundum hefur það gengið vel og stundum ekki. Maður hefur þurft að standa skil á því að greiða fólki laun og allt þetta. Þetta er reynsla sem ég held að sé mjög verðmæt og allt of sjaldgæf þegar kemur að rekstri borgarinnar. Við skulum ekki missa okkur í því að fólk með reynslu úr atvinnulífinu fái ekki að koma inn í stjórnmálin, ég held einmitt að það sé gagnlegt og veiti ekki af því við þurfum líka að fást við þá sem eru í atvinnulífinu og skilja þá til botns, ekki láta þá plata okkur.“Myndir þú halda að það væri lygi hjá mér ef ég segði að Mogginn hefði dregið taum þinn í kosningabaráttunni?„Ég myndi ekki halda því fram að það hafi verið lygi,“ segir Eyþór en bætir þó við: „Ég held hann hafi fyrst og fremst verið gagnrýninn á borgarstjórnina löngu áður en ég kom inn í Morgunblaðið og það er nú kannski ein af skyldum fjölmiðla, fyrst og fremst að vera gagnrýnir. Það er verra þegar það er eins og þegar Berlusconi var þegar hann var fjölmiðlaeigandi og var í meirihluta. Það er miklu verra að einhver sem er í meirihluta eða forsætisráðherra eða eitthvað slíkt sé að nota fjölmiðla til þess að draga úr gagnrýni. Ég held einmitt að við eigum að passa upp á það það sé gagnrýni og, ef eitthvað er, þá væri betra að stjórnarandstaðan, hverju sinni, hefði tækifæri til þess að koma sínum áherslum fram, það er miklu varasamara að þeir sem stjórna þeir þaggi. Ég bendi á það að lýðræðisleg aðkoma til dæmis þeirra sem eru í stjórnarandstöðu í Reykjavík er mjög takmörkuð þannig að ef að það er lögmæt og réttmæt gagnrýni á það sem aflaga fer þá er það gott fyrir íbúana,“ segir Eyþór. Hann bendir á að hagsmunaskráning fari fram í borgarstjórn Reykjavíkur í næsta mánuði. Hann hafi alls ekkert að fela í þeim efnum.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eyþór úr stjórn Árvakurs Er áfram stærsti hluthafinn en útilokar ekki að selja hlutinn fái hann gott tilboð. 26. apríl 2018 11:24 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Eyþór úr stjórn Árvakurs Er áfram stærsti hluthafinn en útilokar ekki að selja hlutinn fái hann gott tilboð. 26. apríl 2018 11:24