Innlent

Pósthússtræti lokað hluta vegna framkvæmda við tónlistarhús

Verið er að koma upp stálþili við tónlistarhúsið svo sjór flæði ekki inn í grunn hússins.
Verið er að koma upp stálþili við tónlistarhúsið svo sjór flæði ekki inn í grunn hússins. MYND/Anton Brink

Pósthússtræti milli Tryggvagötu og Geirsgötu verður lokað fyrir bílaumferð í einhvern tíma vegna framkvæmda við undirbúning lóðar fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhús.

Jafnframt verður núverandi þrenging á Geirsgötu færð til norðurs. Fram kemur í tilkynningu frá framkvæmdasviði borgarinnar að lokunin sé vegna vinnu við þil og færslu lagna.

Til þess að koma í veg fyrir að sjór flæði inn í grunn tónlistarhússins verður stálþil rekið allt að 16 metra niður. Að því loknu verður unninn síðasti áfangi í færslu lagna, en allt lagnakerfi þurfti að færa út fyrir byggingarsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×