Frostrósir héldu ferna uppselda tónleika í Laugardalshöll um helgina. Hátt í 200 manns voru á sviði þegar mest lét og áhorfendur sem troðfylltu Höllina héldu heim í jólaskapi efitr dynjandi lófatak.
Hátt í þrjátíu þúsund manns sjá og heyra Frostrósir fyrir þessi jól, en næst verða þær á Akureyri þar sem uppselt er á fimm af sex tónleikum í Hofi.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var ekki síður gaman baksviðs.