Útvarpsstjóri fékk 78% meiri launahækkun en forstjóri Flugstoða 25. október 2007 16:37 Páll Magnússon er með 600 þúsund krónum meira á mánuði en Þorgeir Pálsson. SAMSETT MYND Á meðan laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra hækkuðu um 87,5% þegar Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag hækkuðu laun Þorgeirs Pálssonar, forstjóra Flugstoða, um 9,75% þegar það sama var gert við Flugmálastjórn. Páll er með sex hundruð þúsund krónum hærri mánaðarlaun en Þorgeir. Áður en Ríkisútvarpið varð að opinberu hlutafélagi heyrðu launakjör Páls Magnússonar undir Kjararáð. Þar var hann með um 800 þúsund krónur á mánuði. Þegar RÚV varð opinbert hlutafélag hækkuðu laun hans hins vegar skyndilega í 1,5 milljón á mánuði, launahækkun upp á 87,5%. Páll sagði á dögunum í samtali við Vísi að hann teldi laun sín eðlileg miðað við stjórnendur í meðalstórum fyrirtækjum. Þorgeir Pálsson fékk hins vegar ekki jafn hressilega launahækkun og Páll þegar Flugumferðastjórn varð að opinberu hlutafélagi undir nafninu Flugstoðir. Þorgeir var betur settur en Páll áður en fyrirtækin urðu opinber hlutafélög. Þá var hann með 820 þúsund, tuttugu þúsund meira en Páll. Eftir opinberu hlutafélagavæðinguna hækkuðu laun Þorgeirs upp í 900 þúsund eða um 9,75%. Þetta kom fram í svari Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, starfandi upplýsingafulltrúa Flugstoða, við fyrirspurn Vísis um laun Þorgeirs forstjóra. Þess ber að geta að það tók Hrafnhildi aðeins nokkra daga að svara fyrirspurn Vísis um laun Þorgeirs Pálssonar. Ómar Benediktsson, stjórnarformaður RÚV ohf, neitaði fyrst að upplýsa um laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra þegar Vísir spurðist fyrir um þau en gaf sig loks eftir að neitun hans hafði verið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingalög. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Á meðan laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra hækkuðu um 87,5% þegar Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag hækkuðu laun Þorgeirs Pálssonar, forstjóra Flugstoða, um 9,75% þegar það sama var gert við Flugmálastjórn. Páll er með sex hundruð þúsund krónum hærri mánaðarlaun en Þorgeir. Áður en Ríkisútvarpið varð að opinberu hlutafélagi heyrðu launakjör Páls Magnússonar undir Kjararáð. Þar var hann með um 800 þúsund krónur á mánuði. Þegar RÚV varð opinbert hlutafélag hækkuðu laun hans hins vegar skyndilega í 1,5 milljón á mánuði, launahækkun upp á 87,5%. Páll sagði á dögunum í samtali við Vísi að hann teldi laun sín eðlileg miðað við stjórnendur í meðalstórum fyrirtækjum. Þorgeir Pálsson fékk hins vegar ekki jafn hressilega launahækkun og Páll þegar Flugumferðastjórn varð að opinberu hlutafélagi undir nafninu Flugstoðir. Þorgeir var betur settur en Páll áður en fyrirtækin urðu opinber hlutafélög. Þá var hann með 820 þúsund, tuttugu þúsund meira en Páll. Eftir opinberu hlutafélagavæðinguna hækkuðu laun Þorgeirs upp í 900 þúsund eða um 9,75%. Þetta kom fram í svari Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, starfandi upplýsingafulltrúa Flugstoða, við fyrirspurn Vísis um laun Þorgeirs forstjóra. Þess ber að geta að það tók Hrafnhildi aðeins nokkra daga að svara fyrirspurn Vísis um laun Þorgeirs Pálssonar. Ómar Benediktsson, stjórnarformaður RÚV ohf, neitaði fyrst að upplýsa um laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra þegar Vísir spurðist fyrir um þau en gaf sig loks eftir að neitun hans hafði verið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingalög.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira