Innlent

Dópistum í Mosó sleppt eftir yfirheyrslur

MYND/GVA

Fimm manneskjur, sem handteknar voru í heimahúsi í Mosfellsbæ snemma í gærmorgun, í annarlegu ástandi vegna fíkniefnaneyslu, var sleppt að yfirheyrslum loknum í gærkvöldi og var ekki krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir neinum.

Stúlka í hópnum, sem var meðvitundarlaus vegna ofneyslu þegar lögrelga kom á vettvang, komst fljótlega til meðvitundar. Fíkniefni fundust á staðnum og við húsleit heima hjá einum úr hópnum og þar fanst líka haglabyssa, sem lögregla lagði hald á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×