Fyrsta stefnuræða Halldórs 13. október 2005 14:44 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra flutti jómfrúarræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöld. Hafi einhver búist við stórpólítiskum tíðindum úr stefnuræðunni eða að nýji forsætisráðherrann opinberaði nýja hugmyndafræðilega sýn á Ísland og umheiminn, hefur viðkomandi orðið fyrir vonbrigðum. Halldór sagði að stórstígar framfarir hefðu orðið í landinu frá því stjórnarflokkarnir hefðu hafið samstarf árið 1995; kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði aukist, atvinnuleysi minnkað, velferðarkerfið styrkst og hagur atvinnulífsins vænkast. Sagði forsætisráðherrann það markmið stjórnarflokkanna að við upphaf næsta kjörtímabils hefði kaupmáttur vaxið um 50% frá því samstarf þeirra hófst. "Það er því ekkert sem kallar á róttækar breytingar, þvert á móti er ástæða til að halda áfram á sömu vegferð." Halldór fór yfir kunn stefnumál ríkisstjórnarinnar svo sem um skattalækkanir sem þegar hafa verið boðaðar í fjárlagafrumvarpinu. Þó skýrði hann frá því að tekjuskattslækkun yrði fylgt eftir með hækkun barnabóta, en skýrði ekki frá því hversu mikil sú hækkun yrði. Frumvarp um þetta hefur verið boðað en heimildir Fréttablaðsins herma að útfærslan hafi ekki verið ákveðin. Halldór staðfesti hins vegar að ríkisstjórnin ætlaði að fara sér að engu óðslega í sölu Símans. Ráðgjafi um einkavæðingu yrði ráðinn í nóvember og síðan hæfist undirbúningur: "Þar sem þessi vinna tekur nokkurn tíma er ekki við því að búast að eiginlegt söluferli og sala hefjist fyrr en á fyrri hluta næsta árs." Halldór ítrekaði að ríkið myndi ekki grípa inn í kennaradeiluna og sakaði stjórnarandstöðuna um vekja falsvonir með slíku tali "Það er ljótur leikur og mikill bjarnargreiði að vekja með því falsvonir og getur dregið úr því að samningsaðilar axli ábyrgð sína." Athygli vakti að Halldór nefndi fjölmiðlafrumvarpið nánast í framhjáhlaupi og sagði einungis að unnið væri að málinu í menntamálaráðuneytinu. Alþjóðamál komu lítt við sögu og nefndi hann hvorki Írak né Evrópusambandið á nafn í ræðu sinni. Þá vöktu athygli þau ummæli að í fyrirhuguðum viðræðum við Bandaríkin um varnarsamninginn, yrði "metið hvernig Íslendingar geta tekið aukinn þátt í rekstri Keflavíkurflugvallar". Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra flutti jómfrúarræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöld. Hafi einhver búist við stórpólítiskum tíðindum úr stefnuræðunni eða að nýji forsætisráðherrann opinberaði nýja hugmyndafræðilega sýn á Ísland og umheiminn, hefur viðkomandi orðið fyrir vonbrigðum. Halldór sagði að stórstígar framfarir hefðu orðið í landinu frá því stjórnarflokkarnir hefðu hafið samstarf árið 1995; kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði aukist, atvinnuleysi minnkað, velferðarkerfið styrkst og hagur atvinnulífsins vænkast. Sagði forsætisráðherrann það markmið stjórnarflokkanna að við upphaf næsta kjörtímabils hefði kaupmáttur vaxið um 50% frá því samstarf þeirra hófst. "Það er því ekkert sem kallar á róttækar breytingar, þvert á móti er ástæða til að halda áfram á sömu vegferð." Halldór fór yfir kunn stefnumál ríkisstjórnarinnar svo sem um skattalækkanir sem þegar hafa verið boðaðar í fjárlagafrumvarpinu. Þó skýrði hann frá því að tekjuskattslækkun yrði fylgt eftir með hækkun barnabóta, en skýrði ekki frá því hversu mikil sú hækkun yrði. Frumvarp um þetta hefur verið boðað en heimildir Fréttablaðsins herma að útfærslan hafi ekki verið ákveðin. Halldór staðfesti hins vegar að ríkisstjórnin ætlaði að fara sér að engu óðslega í sölu Símans. Ráðgjafi um einkavæðingu yrði ráðinn í nóvember og síðan hæfist undirbúningur: "Þar sem þessi vinna tekur nokkurn tíma er ekki við því að búast að eiginlegt söluferli og sala hefjist fyrr en á fyrri hluta næsta árs." Halldór ítrekaði að ríkið myndi ekki grípa inn í kennaradeiluna og sakaði stjórnarandstöðuna um vekja falsvonir með slíku tali "Það er ljótur leikur og mikill bjarnargreiði að vekja með því falsvonir og getur dregið úr því að samningsaðilar axli ábyrgð sína." Athygli vakti að Halldór nefndi fjölmiðlafrumvarpið nánast í framhjáhlaupi og sagði einungis að unnið væri að málinu í menntamálaráðuneytinu. Alþjóðamál komu lítt við sögu og nefndi hann hvorki Írak né Evrópusambandið á nafn í ræðu sinni. Þá vöktu athygli þau ummæli að í fyrirhuguðum viðræðum við Bandaríkin um varnarsamninginn, yrði "metið hvernig Íslendingar geta tekið aukinn þátt í rekstri Keflavíkurflugvallar".
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira