Lífið

Bein útsending: Fyrsti þáttur Sápunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Már, Jóhannes Haukur og Katla Margrét fara með aðalhlutverkin.
Aron Már, Jóhannes Haukur og Katla Margrét fara með aðalhlutverkin.

Sápan eru nýir íslenskir grín sápuóperu þættir á Stöð 2 þar sem þjóðþekktir Íslendingar mæta í gestahlutverkum og leika á móti aðalpersónum þáttanna. Þættirnir hefja göngu sína á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. 

Leikarar eru meðvitaðir um að þeir séu að leika í sápuþætti þar sem allt er leyfilegt. Í aðalhlutverkum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Aron Már Ólafsson og Arnar Jónsson.

Áhorfendur Stöðvar 2 munu síðan næstu vikur geta haft áhrif á handrit þáttanna og má í raun segja að þeir verði skrifaðir í rauntíma. 

Í spilaranum hér að neðan má horfa á fyrsta þáttinn í heild.

Klippa: Sápan - fyrsti þáttur


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.