Ég geri allt nema tónlist Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 15. júní 2016 10:00 Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona hlaut Grímuverðlaun fyrr í vikunni fyrir frumraun sína í búningahönnun fyrir leikverkið Njálu. Vís/Eyþór „Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 og sá það strax að mig vantaði vinnustofu, það var þá sem ég stofnaði Algera Studio, vinnustofu fyrir listamenn, residensíu og sýningarrými. Með Algera hef ég staðið fyrir mörgum viðburðum og sýningum bæði hér heima og erlendis, meðal annars á Sequences Art Festival, Menningarnótt, Hávaða, Lunga og List án landamæra,“ segir Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona en hún hlaut Grímuverðlaun fyrr í þessari viku fyrir búningahönnun fyrir leikverkið Njálu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.Brynhildur Guðjónsdóttir sem Njáll í verkinu Njála.Mynd/SunnevaEn hvernig kom það til að myndlistarkona var fengin til þess að hanna búninga í leikhúsi? „Þorleifur Örn hringdi bara í mig. Hann spurði hvort ég hefði áhuga á að gera búninga fyrir Njálu, við ákváðum að hittast á fundi á Keflavíkurflugvelli þar sem ég var að fara til Lettlands að vinna og hann á leiðinni til Þýskalands. Eftir fundinn réð hann mig á staðnum. Fyrsta mánuðinn var ég að setja upp sýningu í Marseille svo við tókum Skype-fundi í hverju hádegi. Það sem var svo frábært við Njálu var að allir fengu að koma með hugmyndir, við vorum öll að vinna saman og það var algjört traust og frelsi í sköpuninni,“ segir hún.Njála hlaut tíu Grímuverðlaun.Mynd/SunnevaÞað er óhætt að segja að Sunneva Ása hafi heldur betur stokkið í djúpu laugina, en Njála er frumraun hennar í búningahönnun í leikhúsi. Nú bjóðast henni mörg verkefni hér heima og erlendis. „Það er frábært að vinna með Þorleifi, hann gefur mér mikið traust til þess að skapa. Næstu tvö árin mun ég vinna með honum. Við erum að frumsýna í Oslo National Theatre 8. september verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins, í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar. Í beinu framhaldi munum við Þorleifur setja upp Othello í Dresden í Þýskalandi, þar næst er það uppsetning á Hamlet í Hannover og Óperan Siegfried eftir Wagner í Karlsuhe,“ segir Sunneva Ása. Hún kemur til með að vinna bæði sem búningahönnuður og kóreógrafer, en hún stundaði dansnám frá þriggja ára aldri.Búningur fyrir verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins.Mynd/Sunneva.„Ég hef mikið pælt í því hvaðan listsköpun kemur, en mér finnst hún öll koma frá nákvæmlega sama kjarnanum, sama hvort þú ert að koma fram, leika eða búa til búninga. Ég sæki bara einhverja tilfinningu í magann, ég get ekki þrýst einhverju fram og ég get ekki búið það til, ég þarf að bíða eftir að það komi til mín. Mér finnst það ekki skipta máli í hvaða formi listin birtist, þetta er allt sami hluturinn,“ segir Sunneva Ása og bætir við að það eina sem hún hefur ekki lagt fyrir sig hvað varðar listsköpun er tónlist. Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
„Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 og sá það strax að mig vantaði vinnustofu, það var þá sem ég stofnaði Algera Studio, vinnustofu fyrir listamenn, residensíu og sýningarrými. Með Algera hef ég staðið fyrir mörgum viðburðum og sýningum bæði hér heima og erlendis, meðal annars á Sequences Art Festival, Menningarnótt, Hávaða, Lunga og List án landamæra,“ segir Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona en hún hlaut Grímuverðlaun fyrr í þessari viku fyrir búningahönnun fyrir leikverkið Njálu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.Brynhildur Guðjónsdóttir sem Njáll í verkinu Njála.Mynd/SunnevaEn hvernig kom það til að myndlistarkona var fengin til þess að hanna búninga í leikhúsi? „Þorleifur Örn hringdi bara í mig. Hann spurði hvort ég hefði áhuga á að gera búninga fyrir Njálu, við ákváðum að hittast á fundi á Keflavíkurflugvelli þar sem ég var að fara til Lettlands að vinna og hann á leiðinni til Þýskalands. Eftir fundinn réð hann mig á staðnum. Fyrsta mánuðinn var ég að setja upp sýningu í Marseille svo við tókum Skype-fundi í hverju hádegi. Það sem var svo frábært við Njálu var að allir fengu að koma með hugmyndir, við vorum öll að vinna saman og það var algjört traust og frelsi í sköpuninni,“ segir hún.Njála hlaut tíu Grímuverðlaun.Mynd/SunnevaÞað er óhætt að segja að Sunneva Ása hafi heldur betur stokkið í djúpu laugina, en Njála er frumraun hennar í búningahönnun í leikhúsi. Nú bjóðast henni mörg verkefni hér heima og erlendis. „Það er frábært að vinna með Þorleifi, hann gefur mér mikið traust til þess að skapa. Næstu tvö árin mun ég vinna með honum. Við erum að frumsýna í Oslo National Theatre 8. september verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins, í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar. Í beinu framhaldi munum við Þorleifur setja upp Othello í Dresden í Þýskalandi, þar næst er það uppsetning á Hamlet í Hannover og Óperan Siegfried eftir Wagner í Karlsuhe,“ segir Sunneva Ása. Hún kemur til með að vinna bæði sem búningahönnuður og kóreógrafer, en hún stundaði dansnám frá þriggja ára aldri.Búningur fyrir verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins.Mynd/Sunneva.„Ég hef mikið pælt í því hvaðan listsköpun kemur, en mér finnst hún öll koma frá nákvæmlega sama kjarnanum, sama hvort þú ert að koma fram, leika eða búa til búninga. Ég sæki bara einhverja tilfinningu í magann, ég get ekki þrýst einhverju fram og ég get ekki búið það til, ég þarf að bíða eftir að það komi til mín. Mér finnst það ekki skipta máli í hvaða formi listin birtist, þetta er allt sami hluturinn,“ segir Sunneva Ása og bætir við að það eina sem hún hefur ekki lagt fyrir sig hvað varðar listsköpun er tónlist.
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira