Súrrealískt að vinna með Ben Stiller Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. desember 2013 10:00 Ólafur Darri Ólafsson, leikari er með mörg járn í eldinum. Fréttablaðið/GVA „Það var alveg truflað að vinna með Ben, hann er náttúrulega maður sem ég hef fylgst með svo lengi,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, leikari en hann leikur á móti Ben Stiller í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Myndin var forsýnd á sérstakri hátíðarforsýningu síðastliðinn fimmtudag í Smárabíó en allir salir bíósins voru fullir af fólki. Myndin verður svo frumsýnd á Íslandi 3. janúar. „Myndin hefur fengið prýðis viðtökur en hún náttúrulega ekki enn komin í almenna sýningu hér né í Bandaríkjunum en hún hefur fengið góða gagnrýni,“ segir Ólafur Darri. Hann var viðstaddur frumsýningu myndarinnar á New York Film Festival í byrjun október. „Það var mjög gaman úti en eftir forsýninguna í Smárabíó get ég líklega ekki mætt á fleiri forsýningar eða frumsýningar sökum mikilli anna,“ útskýrir Ólafur Darri. Hann æfir þessa dagana af kappi fyrir Hamlet sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu þann 11. janúar. „Þetta er krefjandi hlutverk og maður þarf að vera í góðu formi,“ segir Ólafur Darri, sem var einmitt á leið í ræktina þegar blaðamaðurinn náði tali af honum. Þá er búið að gera svokallaðan prufuþáttur sem heitir Line of Sight en það er enginn annar en Jonathan Demme sem leikstýrir þáttunum en hann leikstýrði meðal annars The Silence of the Lambs og skrifað af Blake Masters, sem skrifaði meðal annars myndina 2 Guns, sem Baltasar Kormákur leikstýrði. „Ef það verður pikkað upp, þá myndu tökur líklega hefjast í apríl eða maí, í Atlanta í Georgíu. Þá þyrfti ég allavega að búa erlendis í einhvern tíma.“ Ólafur Darri er fæddur í Connecticut í Bandaríkjunum árið 1973. „Ég bjó þar þangað til ég var þriggja eða fjögurra ára en hef ekkert búið í Bandaríkjunum síðan þá. Hins vegar á ég skyldmenni sem búa í Bandaríkjunum.“ Ólafur Darri segist helst vilja fá góða bók í jólagjöf en hann verður alltaf meira og meira jólabarn með árunum. „En mér verður þó eiginlega alltaf meira og meira sama hvað ég fæ í jólagjöf með árunum,“ bætir Ólafur Darri við léttur í lund. Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
„Það var alveg truflað að vinna með Ben, hann er náttúrulega maður sem ég hef fylgst með svo lengi,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, leikari en hann leikur á móti Ben Stiller í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Myndin var forsýnd á sérstakri hátíðarforsýningu síðastliðinn fimmtudag í Smárabíó en allir salir bíósins voru fullir af fólki. Myndin verður svo frumsýnd á Íslandi 3. janúar. „Myndin hefur fengið prýðis viðtökur en hún náttúrulega ekki enn komin í almenna sýningu hér né í Bandaríkjunum en hún hefur fengið góða gagnrýni,“ segir Ólafur Darri. Hann var viðstaddur frumsýningu myndarinnar á New York Film Festival í byrjun október. „Það var mjög gaman úti en eftir forsýninguna í Smárabíó get ég líklega ekki mætt á fleiri forsýningar eða frumsýningar sökum mikilli anna,“ útskýrir Ólafur Darri. Hann æfir þessa dagana af kappi fyrir Hamlet sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu þann 11. janúar. „Þetta er krefjandi hlutverk og maður þarf að vera í góðu formi,“ segir Ólafur Darri, sem var einmitt á leið í ræktina þegar blaðamaðurinn náði tali af honum. Þá er búið að gera svokallaðan prufuþáttur sem heitir Line of Sight en það er enginn annar en Jonathan Demme sem leikstýrir þáttunum en hann leikstýrði meðal annars The Silence of the Lambs og skrifað af Blake Masters, sem skrifaði meðal annars myndina 2 Guns, sem Baltasar Kormákur leikstýrði. „Ef það verður pikkað upp, þá myndu tökur líklega hefjast í apríl eða maí, í Atlanta í Georgíu. Þá þyrfti ég allavega að búa erlendis í einhvern tíma.“ Ólafur Darri er fæddur í Connecticut í Bandaríkjunum árið 1973. „Ég bjó þar þangað til ég var þriggja eða fjögurra ára en hef ekkert búið í Bandaríkjunum síðan þá. Hins vegar á ég skyldmenni sem búa í Bandaríkjunum.“ Ólafur Darri segist helst vilja fá góða bók í jólagjöf en hann verður alltaf meira og meira jólabarn með árunum. „En mér verður þó eiginlega alltaf meira og meira sama hvað ég fæ í jólagjöf með árunum,“ bætir Ólafur Darri við léttur í lund.
Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein