Innlent

Brotist inn í Flúðaskóla

Brotist var inn í Flúðaskóla í nótt og þaðan stolið átta tölvum og sjö flatskjám. Lögreglumenn á leið á vettvang ákváðu að fara Laugarvatnsmegin uppeftir, en þar sáu þeir þrjá menn á bíl og stöðvuðu þá.

Við athugun fanst allt þýfið í bílnum og voru meninrir handteknir. Þeir gista nú fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag.

Þá gerði lögreglan á Selfossi húsleit í bænum í gærkvöldi og fann þar nokkrar Kannabisplöntur. Eigandinn var á staðnum og játaði hann á sig ræktunina. Málið telst því upplýst og fer sinn gang í réttarkerfinu, en lögregla lagði hald á plönturnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×