Innlent

Með eiturlyf í leggöngum

Ung kona var fyrir Héraðsdómi Suðurlands dæmd til greiðslu 300 þúsund króna fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Í október 2003 framvísaði konan til fangavarða í fangelsinu á Litla-Hrauni 23 e-töflum, rúmu grammi af e-töflumulningi, rúmum 32 grömmum af hassi og rúmum 4 grömmum af kókaíni, sem hún hafði í vörslu sinni, falin í leggöngum. Konan játaði brot sitt og er nú refsifangi í fangelsinu að Kópavogsbraut í Kópavogi. Dómurinn nú kemur sem refsiauki á fyrri dóma konunnar, en fyrir utan að hafa rofið skilorð með broti sínu hefur hún sætt viðurlögum fyrir líkamsárásir, þjófnaði og umferðarlagabrot. Greiði konan ekki sektina innan fjögurra vikna frá dómsuppkvaðningu, sem var 9. júlí sl., þarf hún að sæta fangelsi í 34 daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×