Lögreglan þegir áfram 13. október 2005 14:24 Lögreglan þegir áfram þunnu hljóði um hvarf indónesískrar þriggja barna móður sem saknað hefur verið í níu daga. Hún segir að fréttamenn verði að geta í eyðurnar um framgang mála. Niðurstöðu rannsóknar á blóði sem fannst í íbúð manns sem grunaður er um aðild að hvarfi konunnar er enn beðið. Það sem vitað er með vissu um rannsókn lögreglu er að blóðsýni, sem tekin hafa verið í íbúð og bíl manns sem situr í gæsluvarðhaldi, voru send til rannsóknar í Noregi til að ganga úr skugga um að þau séu úr konunni sem ættingjar tilkynntu að væri saknað á mánudag í síðustu viku. Niðurstöðu úr þeirri rannsókn er enn beðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í dag var reynt að þrífa burt blóð í íbúð mannsins áður en rannsókn lögreglu hófst en það fæst ekki staðfest hjá lögreglu. Greint hefur verið frá því að sést hafi til mannsins bera eitthvað fyrirferðarmikið, pökkuðu inn í plast, út í bifreið sína um hádegisbil, daginn sem konan hvarf. Það fæst ekki staðfest hjá lögreglu. Þá greinir DV frá því í dag að vitni hafi gert lögreglu viðvart um þessa grunsamlegu iðju og haft orð á því að þarna virtist um líkflutning að ræða - en það fæst heldur ekki staðfest hjá lögreglu. Engin formleg yfirlýsing hefur borist frá lögreglu vegna málsins frá því það kom upp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í dag að ekkert væri um málið að segja; menn væru að vinna sína vinnu eins vel og hægt sé. Aðspurður hvort málið væri enn rannsakað sem mannshvarf sagði yfirlögregluþjónn að menn yrðu að geta í eyðurnar. Fréttir Innlent Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Lögreglan þegir áfram þunnu hljóði um hvarf indónesískrar þriggja barna móður sem saknað hefur verið í níu daga. Hún segir að fréttamenn verði að geta í eyðurnar um framgang mála. Niðurstöðu rannsóknar á blóði sem fannst í íbúð manns sem grunaður er um aðild að hvarfi konunnar er enn beðið. Það sem vitað er með vissu um rannsókn lögreglu er að blóðsýni, sem tekin hafa verið í íbúð og bíl manns sem situr í gæsluvarðhaldi, voru send til rannsóknar í Noregi til að ganga úr skugga um að þau séu úr konunni sem ættingjar tilkynntu að væri saknað á mánudag í síðustu viku. Niðurstöðu úr þeirri rannsókn er enn beðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í dag var reynt að þrífa burt blóð í íbúð mannsins áður en rannsókn lögreglu hófst en það fæst ekki staðfest hjá lögreglu. Greint hefur verið frá því að sést hafi til mannsins bera eitthvað fyrirferðarmikið, pökkuðu inn í plast, út í bifreið sína um hádegisbil, daginn sem konan hvarf. Það fæst ekki staðfest hjá lögreglu. Þá greinir DV frá því í dag að vitni hafi gert lögreglu viðvart um þessa grunsamlegu iðju og haft orð á því að þarna virtist um líkflutning að ræða - en það fæst heldur ekki staðfest hjá lögreglu. Engin formleg yfirlýsing hefur borist frá lögreglu vegna málsins frá því það kom upp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í dag að ekkert væri um málið að segja; menn væru að vinna sína vinnu eins vel og hægt sé. Aðspurður hvort málið væri enn rannsakað sem mannshvarf sagði yfirlögregluþjónn að menn yrðu að geta í eyðurnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira