Innlent

Faldi hass í klefa sínum

Mánuði var bætt við fangavist refsifanga á Litla-Hrauni auk þess sem gerð voru upptæk tæp 50 grömm af hassi sem fundust í klefa hans, samkvæmt dómi Héraðsdóms Suðurlands sl. mánudag. Fangaverðir fundu hassið að morgni 14. október, árið 2003, vafið í pappír í kassa undir rúmi ákærða í klefa hans í fangelsinu. Í ákæru var ætlað að hassið hafi að verulegu leyti verið ætlað til sölu. Maðurinn játaði brot sitt að öðru leyti en því að hafa ætlað að selja efnið og var fallið frá þeim lið ákærunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×