„Samfélagsleg tabú virðast ekki eiga við í þessari sköpun“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. mars 2020 09:30 Una Björg Bjarnadóttir á sviðinu í verkinu Rhythm of Poison sem frumsýnt var um helgina. Mynd/Steve Lorenz Íslenski dansflokkurinn frumsýndi um helgina verkið Rhythm of Poison, sem er glænýtt verk eftir hina margverðlaunuðu Elinu Pirinen. „Elina er mjög einstakur listamaður sem ég hreifst með frá fyrstu sekúndu. Hún ber mikla virðingu fyrir dönsurum og tekur utan um þeirra framlag til verksins með mikilli alúð,“ segir dansarinn Una Björg Bjarnadóttir. „Þetta hefur verið eitt af þeim ferlum þar sem þú áttar þig á að vinnan þín sem sviðslistakona snýst ekki bara um þessa einu útkomu af sýningu, eða „framleiðsluvöru“ ef hægt væri að kalla, heldur hefur ferlið sitt eigið líf, sem ekki er hægt að framleiða. Þegar þetta líf er svona ótrúlega margþætt, óheflað, heiðarlegt jafnvel í óheiðarleikanum og titrandi af sköpunarkrafti er hægt að biðja um lítið annað.“ Rhythm of Poison er fjörug og hrífandi tjáningarveisla þar sem iðkaður er dulvitundardans og dýrðlegur söngur í dásamlegri veröld dómsdagstónlistar- og mynda. Það er löngun danshöfundarins Pirinen að vinna náið með ímyndunaraflið, kynhvöt, villileika og nánd. „Skilin milli áhorfenda og dansara eru ekki með hefðbundnu leikhússniði. Áhorfendur sitja í sama rými og dansarar sýna. Það er mjög sérstök samkennd sem skapast þegar áhorfendur og dansarar deila rými á þennan hátt,“ útskýrir Una. Una segir að það sé frelsandi að losna undan því sem er tabú í samfélaginu.Mynd/Sigga Ella Hundar verða alltaf hundar Rhythm of Poison er samið í samstarfi við Íslenska dansflokkinn, tónskáldið Ville Kabrell, dramatúrginn Heide Väätänen og sviðslistamanninn Valdimar Jóhannsson. „Ég myndi lýsa því sem draumkenndu dómsdags-sviðsverki þar sem bókstaflega öll skilningarvitin víbra í harmoníu með dönsurum, rýminu og tónlistinni.“ Með Unu dansa þau Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðardóttir, Shota Inoue og Sigurður Andrean Sigurgeirsson. „Undirbúningur hefur gengið vel, enda ótrúlegir listamenn sem kemur að þessu verki, dramatúrginn Heidi Väätänen og tónlistarmaðurinn Ville Kabrell hafa verið viðstödd meirihlutann af ferlinu og gegna mjög stóru hlutverki í sköpuninni, sama má segja með Valdimar Jóhannsson sem sér um lýsingu. Það var áhugavert þegar við fengum hundana til liðs við okkur, en þeir munu taka þátt í sýningunni. Það var frábær og mjög óvenjulegur partur af undirbúningnum þar sem hundar verða alltaf hundar.“ Una Björg Bjarnadóttir og Saga SigurðardóttirMynd/Sigga Ella Ólýsanlega frelsandi Verkið er sagt tæla áhorfendur til þess að drukkna í eigin hugsunum og verða vitni af ómengaðri gleði, framför, afturför, rómantík, hugrekki örvæntinga og fegurð þráhyggjunnar. „Eitt af því skemmtilegasta við þetta verk er hvað samfélagsleg tabú virðast ekki eiga við í þessari sköpun. Það er ólýsanlega frelsandi,“ segir Una. „Verkið er í sjálfu sér ein stór áskorun fyrir mann sem dansara en líka fyrir áhorfendur, áskorun á samfélagið okkar og heiminn sem við búum í. Það er einhver jörð í þessu verki sem mér finnst oft týnast í þessu týpíska daglega amstri. Það þarf eiginlega að koma og upplifa til að sjá hvað ég meina.“Þrjár sýningar eru eftir í þessum mánuði og segir Una að stemningin sé alveg einstök. „Orkan sem skapast í svona nánu samtali við áhorfendur þykir mér mjög annt um sem einstaklingur innan verksins.“ Dans Leikhús Viðtal Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
Íslenski dansflokkurinn frumsýndi um helgina verkið Rhythm of Poison, sem er glænýtt verk eftir hina margverðlaunuðu Elinu Pirinen. „Elina er mjög einstakur listamaður sem ég hreifst með frá fyrstu sekúndu. Hún ber mikla virðingu fyrir dönsurum og tekur utan um þeirra framlag til verksins með mikilli alúð,“ segir dansarinn Una Björg Bjarnadóttir. „Þetta hefur verið eitt af þeim ferlum þar sem þú áttar þig á að vinnan þín sem sviðslistakona snýst ekki bara um þessa einu útkomu af sýningu, eða „framleiðsluvöru“ ef hægt væri að kalla, heldur hefur ferlið sitt eigið líf, sem ekki er hægt að framleiða. Þegar þetta líf er svona ótrúlega margþætt, óheflað, heiðarlegt jafnvel í óheiðarleikanum og titrandi af sköpunarkrafti er hægt að biðja um lítið annað.“ Rhythm of Poison er fjörug og hrífandi tjáningarveisla þar sem iðkaður er dulvitundardans og dýrðlegur söngur í dásamlegri veröld dómsdagstónlistar- og mynda. Það er löngun danshöfundarins Pirinen að vinna náið með ímyndunaraflið, kynhvöt, villileika og nánd. „Skilin milli áhorfenda og dansara eru ekki með hefðbundnu leikhússniði. Áhorfendur sitja í sama rými og dansarar sýna. Það er mjög sérstök samkennd sem skapast þegar áhorfendur og dansarar deila rými á þennan hátt,“ útskýrir Una. Una segir að það sé frelsandi að losna undan því sem er tabú í samfélaginu.Mynd/Sigga Ella Hundar verða alltaf hundar Rhythm of Poison er samið í samstarfi við Íslenska dansflokkinn, tónskáldið Ville Kabrell, dramatúrginn Heide Väätänen og sviðslistamanninn Valdimar Jóhannsson. „Ég myndi lýsa því sem draumkenndu dómsdags-sviðsverki þar sem bókstaflega öll skilningarvitin víbra í harmoníu með dönsurum, rýminu og tónlistinni.“ Með Unu dansa þau Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðardóttir, Shota Inoue og Sigurður Andrean Sigurgeirsson. „Undirbúningur hefur gengið vel, enda ótrúlegir listamenn sem kemur að þessu verki, dramatúrginn Heidi Väätänen og tónlistarmaðurinn Ville Kabrell hafa verið viðstödd meirihlutann af ferlinu og gegna mjög stóru hlutverki í sköpuninni, sama má segja með Valdimar Jóhannsson sem sér um lýsingu. Það var áhugavert þegar við fengum hundana til liðs við okkur, en þeir munu taka þátt í sýningunni. Það var frábær og mjög óvenjulegur partur af undirbúningnum þar sem hundar verða alltaf hundar.“ Una Björg Bjarnadóttir og Saga SigurðardóttirMynd/Sigga Ella Ólýsanlega frelsandi Verkið er sagt tæla áhorfendur til þess að drukkna í eigin hugsunum og verða vitni af ómengaðri gleði, framför, afturför, rómantík, hugrekki örvæntinga og fegurð þráhyggjunnar. „Eitt af því skemmtilegasta við þetta verk er hvað samfélagsleg tabú virðast ekki eiga við í þessari sköpun. Það er ólýsanlega frelsandi,“ segir Una. „Verkið er í sjálfu sér ein stór áskorun fyrir mann sem dansara en líka fyrir áhorfendur, áskorun á samfélagið okkar og heiminn sem við búum í. Það er einhver jörð í þessu verki sem mér finnst oft týnast í þessu týpíska daglega amstri. Það þarf eiginlega að koma og upplifa til að sjá hvað ég meina.“Þrjár sýningar eru eftir í þessum mánuði og segir Una að stemningin sé alveg einstök. „Orkan sem skapast í svona nánu samtali við áhorfendur þykir mér mjög annt um sem einstaklingur innan verksins.“
Dans Leikhús Viðtal Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira