Ítreka kröfu um hraðari viðræður 23. maí 2012 06:30 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir vill hraða samningum við ESB svo hægt sé að kjósa um aðild á þessu ári. Ögmundur Jónasson er sammála henni og telur að Samfylkingin hljóti að sættast á það. fréttablaðið/anton Þingmaður Vinstri grænna vill kosningar um aðild að ESB í ár. Ráðherra tekur undir. Verði breytingartillaga Vigdísar Hauksdóttur um kosningar um framhald viðræðna í haust samþykkt styður Framsókn kosningar um stjórnarskrá. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, bókaði á fundi utanríkismálanefndar í gær að stefna ætti að kosningum um aðild að Evrópusambandinu (ESB) fyrir árslok. Guðfríður greiddi umsókninni ekki atkvæði sitt þegar meirihluti Alþingis samþykkti hana og ítrekar með þessu afstöðu sína um að flýta eigi viðræðunum og kjósa sem fyrst. „Þessi vegferð dregur athygli og orku frá aðkallandi verkefnum og verður þess valdandi að tefja og takmarka þróun annarra valkosta við endurreisn íslensks samfélags. Slíkt er bæði áhættu- og kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúskapinn,“ segir í bókuninni. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og flokksbróðir Guðfríðar, tekur undir þetta. Hann segir það skýrt af sinni hálfu að fá eigi efnislegar niðurstöður í samningana og ljúka þeim með þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ég heyri það innan þingsins að vaxandi stuðningur er við þessa hugsun, sem endurspeglast í málflutningi Guðfríðar Lilju, að því verði hraðað að fá niðurstöðu í málið.“ Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, segir afstöðu Guðfríðar Lilju hafa verið ljósa lengi og ekkert nýtt komi fram í bókun hennar. „Hún greiddi ekki atkvæði með umsóknarferlinu og þessi afstaða hennar núna breytir í sjálfu sér ekki miklu. Það getur hins vegar reynt á það núna í atkvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrá,“ segir Árni Þór. Þar vísar hann í breytingartillögu Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um að þeirri spurningu verði bætt við hvort halda eigi aðildarviðræðum við ESB áfram. Svarið verði já eða nei. Vigdís segir ljóst að farið sé að hitna mjög undir meirihluta í málinu og vísar til Guðfríðar Lilju og Ögmundar, auk Samfylkingarþingmannanna Árna Páls Árnasonar og Helga Hjörvar, sem Vigdís segir hafa opnað á slíka atkvæðagreiðslu. Spurð um afstöðu Framsóknarflokks til stjórnarskrármálsins segir hún: „Breytingartillaga mín er tekin fyrst á dagskrá. Ef það næst meirihluti fyrir tillögu minni þá samþykkjum við þjóðaratkvæðagreiðsluna.“kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna vill kosningar um aðild að ESB í ár. Ráðherra tekur undir. Verði breytingartillaga Vigdísar Hauksdóttur um kosningar um framhald viðræðna í haust samþykkt styður Framsókn kosningar um stjórnarskrá. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, bókaði á fundi utanríkismálanefndar í gær að stefna ætti að kosningum um aðild að Evrópusambandinu (ESB) fyrir árslok. Guðfríður greiddi umsókninni ekki atkvæði sitt þegar meirihluti Alþingis samþykkti hana og ítrekar með þessu afstöðu sína um að flýta eigi viðræðunum og kjósa sem fyrst. „Þessi vegferð dregur athygli og orku frá aðkallandi verkefnum og verður þess valdandi að tefja og takmarka þróun annarra valkosta við endurreisn íslensks samfélags. Slíkt er bæði áhættu- og kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúskapinn,“ segir í bókuninni. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og flokksbróðir Guðfríðar, tekur undir þetta. Hann segir það skýrt af sinni hálfu að fá eigi efnislegar niðurstöður í samningana og ljúka þeim með þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ég heyri það innan þingsins að vaxandi stuðningur er við þessa hugsun, sem endurspeglast í málflutningi Guðfríðar Lilju, að því verði hraðað að fá niðurstöðu í málið.“ Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, segir afstöðu Guðfríðar Lilju hafa verið ljósa lengi og ekkert nýtt komi fram í bókun hennar. „Hún greiddi ekki atkvæði með umsóknarferlinu og þessi afstaða hennar núna breytir í sjálfu sér ekki miklu. Það getur hins vegar reynt á það núna í atkvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrá,“ segir Árni Þór. Þar vísar hann í breytingartillögu Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um að þeirri spurningu verði bætt við hvort halda eigi aðildarviðræðum við ESB áfram. Svarið verði já eða nei. Vigdís segir ljóst að farið sé að hitna mjög undir meirihluta í málinu og vísar til Guðfríðar Lilju og Ögmundar, auk Samfylkingarþingmannanna Árna Páls Árnasonar og Helga Hjörvar, sem Vigdís segir hafa opnað á slíka atkvæðagreiðslu. Spurð um afstöðu Framsóknarflokks til stjórnarskrármálsins segir hún: „Breytingartillaga mín er tekin fyrst á dagskrá. Ef það næst meirihluti fyrir tillögu minni þá samþykkjum við þjóðaratkvæðagreiðsluna.“kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira