Frumsýning fyrstu íslensku gay vampírumyndarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2019 10:22 Gaukur Úlfarsson og Steindi Jr. leikstjórar myndarinnar á frumsýningunni. Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir Kvikmyndin Þorsti var frumsýnd á föstudagskvöld en hún er fyrsta íslenska „gay vampírumyndin,“ eins og Steinþór Hróar Steinþórsson, maðurinn á bak við myndina, kallar hana. Steinþór, betur þekktur sem Steindi, segir að Sigurjón Sighvatsson, framleiðandi, hafi sagt honum og Gauki Úlfarssyni, leikstjóra, hvað „virki í dag“ og það sé víst þetta, gay vampírumynd. Þetta sagði Steindi á frumsýningu myndarinnar á föstudag en Ísland í dag fór og fylgdist með. Myndin er gerð í samstarfi við Leikhópinn X, sem er leikhópur sem stofnaður var árið 2005. Steindi kynntist Hirti Sævari Steinasyni, aðalleikara myndarinnar við framleiðslu þáttanna Góðir landsmenn, sem sýndir voru á Stöð 2 í haust.Leikhópurinn X hefur ekki setið auðum höndum en þau hafa bæði gert stutta „sketsa“ bæði á Facebook og YouTube og svo hafa þau skrifað handrit að sjónvarpsþáttaseríu. „Það sem mér finnst vera svo skemmtilegt við þetta er að við náðum einhvern vegin að gera mynd á engum tíma. Rúmri viku! Við hugsuðum alltaf: „Guð skapaði heiminn á sjö dögum, við getum skapað þorsta á sjö dögum.“ Við erum ekki minni menn,“ segir Steindi. Það koma margir þekktir Íslendingar fram í myndinni, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Herra Hnetusmjör, Aron Már Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og svo lengi mætti telja. Mikil aðsókn var á frumsýninguna og komu svo margir að opna þurfti nýjan sal til að sýna myndina í. Hér að neðan má sjá myndir frá frumsýningunni.Emmsjé Gauti var hæst ánægður með sýninguna.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirAron Már Ólafsson og Haraldur Stefánsson fóru með hlutverk í myndinni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirAron Can og Einar Örn skemmtu sér vel á sýningunni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirGaukur Úlfarsson, leikstjóri myndarinnar, og eiginkona hans Guðrún Olsen, framleiðandi myndarinnar.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirAðstandendur myndarinnar voru stoltir af lokaútkomunni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirÞað var margt um manninn á frumsýningunni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirGuðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri Hjartasteins, og eiginkona hans Ylfa.Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir Bíó og sjónvarp Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Sjá meira
Kvikmyndin Þorsti var frumsýnd á föstudagskvöld en hún er fyrsta íslenska „gay vampírumyndin,“ eins og Steinþór Hróar Steinþórsson, maðurinn á bak við myndina, kallar hana. Steinþór, betur þekktur sem Steindi, segir að Sigurjón Sighvatsson, framleiðandi, hafi sagt honum og Gauki Úlfarssyni, leikstjóra, hvað „virki í dag“ og það sé víst þetta, gay vampírumynd. Þetta sagði Steindi á frumsýningu myndarinnar á föstudag en Ísland í dag fór og fylgdist með. Myndin er gerð í samstarfi við Leikhópinn X, sem er leikhópur sem stofnaður var árið 2005. Steindi kynntist Hirti Sævari Steinasyni, aðalleikara myndarinnar við framleiðslu þáttanna Góðir landsmenn, sem sýndir voru á Stöð 2 í haust.Leikhópurinn X hefur ekki setið auðum höndum en þau hafa bæði gert stutta „sketsa“ bæði á Facebook og YouTube og svo hafa þau skrifað handrit að sjónvarpsþáttaseríu. „Það sem mér finnst vera svo skemmtilegt við þetta er að við náðum einhvern vegin að gera mynd á engum tíma. Rúmri viku! Við hugsuðum alltaf: „Guð skapaði heiminn á sjö dögum, við getum skapað þorsta á sjö dögum.“ Við erum ekki minni menn,“ segir Steindi. Það koma margir þekktir Íslendingar fram í myndinni, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Herra Hnetusmjör, Aron Már Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og svo lengi mætti telja. Mikil aðsókn var á frumsýninguna og komu svo margir að opna þurfti nýjan sal til að sýna myndina í. Hér að neðan má sjá myndir frá frumsýningunni.Emmsjé Gauti var hæst ánægður með sýninguna.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirAron Már Ólafsson og Haraldur Stefánsson fóru með hlutverk í myndinni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirAron Can og Einar Örn skemmtu sér vel á sýningunni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirGaukur Úlfarsson, leikstjóri myndarinnar, og eiginkona hans Guðrún Olsen, framleiðandi myndarinnar.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirAðstandendur myndarinnar voru stoltir af lokaútkomunni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirÞað var margt um manninn á frumsýningunni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirGuðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri Hjartasteins, og eiginkona hans Ylfa.Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir
Bíó og sjónvarp Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Sjá meira