Brauðtertur eru enginn viðbjóður Þórarinn Þórarinsson skrifar 27. ágúst 2019 08:00 Gestir fylgdust spenntir með úrslitum brauðtertukeppninnar, en hún er vonandi komin til að vera. Myndir/Helga Pálína Brynjólfsdóttir „Það var eiginlega of vel mætt á viðburðinn og við Margrét Dóróthea týndum Sigga Hall tvisvar í þvögunni á meðan við gengum á milli brauðterta,“ segir Erla Hlynsdóttir sem dæmdi herlegheitin ásamt Sigga og Margréti Dórótheu Sigfúsdóttur, skólastjóra Hússtjórnarskólans í Reykjavík. Brauðtertukeppnin á rætur að rekja til létts gríns hennar og Erlu Gísladóttur sem hefur heldur betur undið upp á sig í Facebook-hóp sem kenndur er við Brauðtertufélagið og telur yfir 8.000 manns.Þessi terta eftir Sólrúnu Sigurðardóttir var valin bragðbesta tertan.„Ég týndist víst líka einu sinni,“ segir Erla á léttu nótunum enda að vonum ánægð með undirtektirnar. „Ég verð að þakka öllum þessum frábæru þátttakendum því án þeirra hefði ekki verið nein keppni. Þetta fór fram úr mínum björtustu vonum. Brauðtertan er greinilega upprisin og mér heyrist á öllu að við verðum að gera þetta að árlegum viðburði,“ segir Erla. Siggi Hall segist ekki efast um að brauðtertukeppnin sé komin til að vera. „Ég er alveg staðfastur á því að þetta verður árlegt og verður bara flottara og betra. Það þarf bara að semja einhverjar reglur af því að brauðterta á að vera brauðterta og má ekki vera eitthvert rugl. Þetta vex og dafnar og verður bara flott konsept og mjög í hávegum haft í alla staði,“ segir Siggi brattur.Þessi fallega brauðterta er vegan og ber nafnið Haustfagnaður, en hún var gerð af Bergþóru Heiðu Guðmundsdóttur.Enginn viðbjóður En brauðtertur eru náttúrlega viðbjóður … „Nei. Sko, þetta er nefnilega enginn viðbjóður. Brauðtertur eru góðar nema þær séu vondar,“ segir Siggi og grípur til varna fyrir þennan gamalgróna veislukost og majónesið, límið sem heldur öllu gumsinu saman.Þessi var valin best skreytta tertan síðasta laugardag.„Það er oft dálítið ómaklega að majónesi vegið. Það er ekkert eitrað, ógeðslegt og vont eins og fólk er að segja. Nema ef þú tekur eins og þrjá desilítra af majónesi með tómatsósu í svona kokteilsósuformi og borðar það allt saman með einhverjum vondum frönskum kartöflum, þá verður það ekki sniðugt. Þá er þetta kransæðakrem en það er nú önnur saga,“ heldur meistarakokkurinn áfram.Hér sjást frumlegustuterturnar en þær voru með harðfisksalati og fylltar með rauðbeðum. „Brauðtertur blandaðar með majónesi og sýrðum rjóma og eins og er módern í dag, grískri jógúrt og svona. Það er allt í lagi. Það er bara fínt.“Brauðterta með nautahakkssalati gerð af Guðmundi Helgasyni.Borðað með augunum Siggi leggur mikla áherslu á að brauðterturnar líti vel út og að þær verði að vera fagurlega skreyttar. Linda Gustafsson gerði þessa fallegu rækjukremtertu.„Það er mikið atriði af því að brauðterta á að vera skreytt. Maður borðar sko brauðtertu líka með augunum. Hún er skraut á borði og það eiga alltaf að vera brauðtertur í öllum skírnar- og fermingarveislum. Og stúdentsveislum auðvitað. „Það verður engin brauðterta í ár,“ söng Bjartmar Guðlaugsson þegar hann sá að hann myndi aldrei verða stúdent.“Fréttablaðið/Anton BrinkEiginlega alíslensk Siggi segir að eftir nokkra eftirgrennslan hafi hafi hann og Svala Ólafsdóttir, eiginkona hans, komist að þeirri niðurstöðu að brauðtertan sé eiginlega í grunninn íslenskt fyrirbæri. „Svíar eiga sko smörgåstårta sem er ekki alveg það sama. Svo veit ég líka að okkar kæru frændur, Færeyingarnir, eru mjög miklir brauðtertumenn. Og það getur kannski og líklega verið komið frá Íslandi. Þessi sérstaka brauðterta, ég held hún sé íslensk svona með rækjusalatinu, eða með skinku og aspassalati og svo er hangikjötið náttúrlega bara séríslenskt og svo framvegis.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
„Það var eiginlega of vel mætt á viðburðinn og við Margrét Dóróthea týndum Sigga Hall tvisvar í þvögunni á meðan við gengum á milli brauðterta,“ segir Erla Hlynsdóttir sem dæmdi herlegheitin ásamt Sigga og Margréti Dórótheu Sigfúsdóttur, skólastjóra Hússtjórnarskólans í Reykjavík. Brauðtertukeppnin á rætur að rekja til létts gríns hennar og Erlu Gísladóttur sem hefur heldur betur undið upp á sig í Facebook-hóp sem kenndur er við Brauðtertufélagið og telur yfir 8.000 manns.Þessi terta eftir Sólrúnu Sigurðardóttir var valin bragðbesta tertan.„Ég týndist víst líka einu sinni,“ segir Erla á léttu nótunum enda að vonum ánægð með undirtektirnar. „Ég verð að þakka öllum þessum frábæru þátttakendum því án þeirra hefði ekki verið nein keppni. Þetta fór fram úr mínum björtustu vonum. Brauðtertan er greinilega upprisin og mér heyrist á öllu að við verðum að gera þetta að árlegum viðburði,“ segir Erla. Siggi Hall segist ekki efast um að brauðtertukeppnin sé komin til að vera. „Ég er alveg staðfastur á því að þetta verður árlegt og verður bara flottara og betra. Það þarf bara að semja einhverjar reglur af því að brauðterta á að vera brauðterta og má ekki vera eitthvert rugl. Þetta vex og dafnar og verður bara flott konsept og mjög í hávegum haft í alla staði,“ segir Siggi brattur.Þessi fallega brauðterta er vegan og ber nafnið Haustfagnaður, en hún var gerð af Bergþóru Heiðu Guðmundsdóttur.Enginn viðbjóður En brauðtertur eru náttúrlega viðbjóður … „Nei. Sko, þetta er nefnilega enginn viðbjóður. Brauðtertur eru góðar nema þær séu vondar,“ segir Siggi og grípur til varna fyrir þennan gamalgróna veislukost og majónesið, límið sem heldur öllu gumsinu saman.Þessi var valin best skreytta tertan síðasta laugardag.„Það er oft dálítið ómaklega að majónesi vegið. Það er ekkert eitrað, ógeðslegt og vont eins og fólk er að segja. Nema ef þú tekur eins og þrjá desilítra af majónesi með tómatsósu í svona kokteilsósuformi og borðar það allt saman með einhverjum vondum frönskum kartöflum, þá verður það ekki sniðugt. Þá er þetta kransæðakrem en það er nú önnur saga,“ heldur meistarakokkurinn áfram.Hér sjást frumlegustuterturnar en þær voru með harðfisksalati og fylltar með rauðbeðum. „Brauðtertur blandaðar með majónesi og sýrðum rjóma og eins og er módern í dag, grískri jógúrt og svona. Það er allt í lagi. Það er bara fínt.“Brauðterta með nautahakkssalati gerð af Guðmundi Helgasyni.Borðað með augunum Siggi leggur mikla áherslu á að brauðterturnar líti vel út og að þær verði að vera fagurlega skreyttar. Linda Gustafsson gerði þessa fallegu rækjukremtertu.„Það er mikið atriði af því að brauðterta á að vera skreytt. Maður borðar sko brauðtertu líka með augunum. Hún er skraut á borði og það eiga alltaf að vera brauðtertur í öllum skírnar- og fermingarveislum. Og stúdentsveislum auðvitað. „Það verður engin brauðterta í ár,“ söng Bjartmar Guðlaugsson þegar hann sá að hann myndi aldrei verða stúdent.“Fréttablaðið/Anton BrinkEiginlega alíslensk Siggi segir að eftir nokkra eftirgrennslan hafi hafi hann og Svala Ólafsdóttir, eiginkona hans, komist að þeirri niðurstöðu að brauðtertan sé eiginlega í grunninn íslenskt fyrirbæri. „Svíar eiga sko smörgåstårta sem er ekki alveg það sama. Svo veit ég líka að okkar kæru frændur, Færeyingarnir, eru mjög miklir brauðtertumenn. Og það getur kannski og líklega verið komið frá Íslandi. Þessi sérstaka brauðterta, ég held hún sé íslensk svona með rækjusalatinu, eða með skinku og aspassalati og svo er hangikjötið náttúrlega bara séríslenskt og svo framvegis.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira