Aðrir gætu myndað blokk gegn Miðflokknum um nefndaskipan Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Steingrímur tilkynnir um breytingu í þingflokkum á þingfundi í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þingflokkur Miðflokksins hefur ekki óskað eftir að kosið verði aftur í nefndir þingsins. „Nei, það er ekki annað komið til mín formlega en bréf frá þeim tveimur þar sem þeir tilkynna formlega um breytingu á aðild sinni að þingflokki,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar sem gengið hafa til liðs við Miðflokkinn. „Það bréf les ég í upphafi fundar í dag og það tekur þá formlega gildi gagnvart skipulagi þingsins,“ segir Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins munu ekki geta krafist breytinga á skipan nefnda án aðkomu og stuðnings annarra þingmanna. Í þingsköpum er lagt upp með samkomulag þingflokka um nefndaskipan og við því verði ekki hróflað ef tveir þriðju hlutar þingheims styðji það. Þetta er túlkað þannig að þriðjungur þingmanna geti farið fram á uppstokkun. Það er 21 þingmaður. Þingflokkur Miðflokksins þarf því tólf þingmenn til liðs við kröfu um uppstokkun. Þá er óvíst að Miðflokkurinn fái aukið vægi við uppstokkun á nefndaskipan þrátt fyrir að flokkurinn sé orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka. Þingflokkar stjórnarandstöðunnar fara með formennsku í þremur nefndum. Af hálfu þingmanna Miðflokksins hefur því verið haldið fram að sem stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu eigi hann tilkall til þess að velja fyrstur í hvaða nefnd hann kýs að fara með formennsku. Svo þarf ekki að fara enda mögulegt að aðrir þingflokkar stjórnarandstöðu myndi samstöðublokk 18 þingmanna, sem kjósi sameiginlega í nefndir. Slík blokk ætti bæði fyrsta og annað val um formannsstóla og níu þingmenn Miðflokksins þyrftu að taka það formannssæti sem eftir væri. Styrking Miðflokksins hefur hins vegar þau áhrif í tveimur nefndum þingsins, atvinnuveganefnd og samgöngunefnd, að flokkurinn hefur tvo þingmenn eða helming sæta stjórnarandstöðunnar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í bréfi til flokksmanna að hann ætli að fara fram á að skipað verði upp á nýtt í nefndir þingsins. Hins vegar þarf 22 þingmenn til þess að samþykkja slíka beiðni. 23. febrúar 2019 07:15 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 20:29 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins hefur ekki óskað eftir að kosið verði aftur í nefndir þingsins. „Nei, það er ekki annað komið til mín formlega en bréf frá þeim tveimur þar sem þeir tilkynna formlega um breytingu á aðild sinni að þingflokki,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar sem gengið hafa til liðs við Miðflokkinn. „Það bréf les ég í upphafi fundar í dag og það tekur þá formlega gildi gagnvart skipulagi þingsins,“ segir Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins munu ekki geta krafist breytinga á skipan nefnda án aðkomu og stuðnings annarra þingmanna. Í þingsköpum er lagt upp með samkomulag þingflokka um nefndaskipan og við því verði ekki hróflað ef tveir þriðju hlutar þingheims styðji það. Þetta er túlkað þannig að þriðjungur þingmanna geti farið fram á uppstokkun. Það er 21 þingmaður. Þingflokkur Miðflokksins þarf því tólf þingmenn til liðs við kröfu um uppstokkun. Þá er óvíst að Miðflokkurinn fái aukið vægi við uppstokkun á nefndaskipan þrátt fyrir að flokkurinn sé orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka. Þingflokkar stjórnarandstöðunnar fara með formennsku í þremur nefndum. Af hálfu þingmanna Miðflokksins hefur því verið haldið fram að sem stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu eigi hann tilkall til þess að velja fyrstur í hvaða nefnd hann kýs að fara með formennsku. Svo þarf ekki að fara enda mögulegt að aðrir þingflokkar stjórnarandstöðu myndi samstöðublokk 18 þingmanna, sem kjósi sameiginlega í nefndir. Slík blokk ætti bæði fyrsta og annað val um formannsstóla og níu þingmenn Miðflokksins þyrftu að taka það formannssæti sem eftir væri. Styrking Miðflokksins hefur hins vegar þau áhrif í tveimur nefndum þingsins, atvinnuveganefnd og samgöngunefnd, að flokkurinn hefur tvo þingmenn eða helming sæta stjórnarandstöðunnar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í bréfi til flokksmanna að hann ætli að fara fram á að skipað verði upp á nýtt í nefndir þingsins. Hins vegar þarf 22 þingmenn til þess að samþykkja slíka beiðni. 23. febrúar 2019 07:15 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 20:29 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í bréfi til flokksmanna að hann ætli að fara fram á að skipað verði upp á nýtt í nefndir þingsins. Hins vegar þarf 22 þingmenn til þess að samþykkja slíka beiðni. 23. febrúar 2019 07:15
Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48
Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eru gengnir til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 20:29