Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 15:23 Vísa á Zainab Safari úr landi ásamt fjölskyldu en lögmaður fjölskyldunnar hefur nú í þriðja sinn sent endurupptökubeiðni til kærunefndar útlendingamála vegna þeirrar ákvörðunar. Vísir/Arnar Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir hjá SÓL - sálfræði- og læknisþjónustu, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Þá er læknirinn þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun frá landinu, en staðið hefur til að vísa henni, bróður hennar og móður aftur til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. Vísað er til læknisvottorðs Steingerðar í þriðju endurupptökubeiðni Magnúsar Davíðs Norðdahl, lögmanns fjölskyldunnar, til kærunefndar útlendingamála. Hann fer fram á endurupptöku á grundvelli tveggja þátta, annars vegar að aðstæður hafi breyst verulega frá því ákvörðun var tekin og hins vegar að ákvörðun hafi verið byggð á ófullnægjandi upplýsingum. Mál Zainab og bróður hennar hefur vakið mikla athygli, sem og á mál tveggja annarra afganskra drengja, þeirra Mahdi og Ali. Vísa á þeim öllum úr landi vegna þess að þau hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Brottvísanirnar hafa vakið mikla reiði í samfélaginu, ekki síst vegna þess að alþjóðasamtök á borð við Rauða krossinn telja aðstæður barna sem fengið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi langt í frá nægilega góðar. Það sé því börnunum ekki fyrir bestu að vera send aftur þangað.Afar mikilvægt fyrir batahorfur systkinanna að meðferð þeirra verði ekki rofin Í endurupptökubeiðni Magnúsar er vísað orðrétt í læknisvottorð fyrir Zainab. Þar segir: „Mat undirritaðrar er að Zainab þjáist af alvarlegri áfallastreitu, alvarlegu þunglyndi, kvíða og svefntruflun. Áfallastreita tengist fyrst og fremst lífsreynslu í Grikklandi. Undirrituð telur að andlega heilsa hennar sé það slæm að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Undirrituð er þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun.“ Þá lagði geðlæknirinn einnig mat á andlega heilsu bróður Zainab, Amir, og er hann greindur með alvarlegt þunglyndi, alvarlega streituröskun, mikinn kvíða og alvarlegan svefnvanda. „Undirrituð telur lyfjameðferð við þunglyndi, kvíða og svefntruflun nauðsynlega bæði fyrir Zainab og Amir. Lyfjameðferð er nú hafin og mun undirrituð fylgja meðferðinni þétt eftir, næst 11.7 nk… Zainab og Amir þurfa bæði markvissa og öfluga sálfræðimeðferð til langs tíma. Sú meðferð er hafin. Afar mikilvægt er fyrir batahorfur Zainab og Amirs að meðferð verði ekki rofin heldur byggt á þeirri meðferð til framtíðar sem nú er hafin,“ segir í læknisvottorði Steingerðar. Í endurupptökubeiðninni segir að framangreind ummæli læknisins feli bæði í sér nýjar upplýsingar sem og nýjar aðstæður. Með hliðsjón af því sé ljóst að skilyrði til endurupptöku málsins séu uppfyllt. „Íslenskum stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að endurupptaka mál þetta án tafar og koma í veg fyrir brottvísun fjölskyldunnar,“ segir Magnús Davíð í tilkynningu vegna málsins. Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira
Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir hjá SÓL - sálfræði- og læknisþjónustu, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Þá er læknirinn þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun frá landinu, en staðið hefur til að vísa henni, bróður hennar og móður aftur til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. Vísað er til læknisvottorðs Steingerðar í þriðju endurupptökubeiðni Magnúsar Davíðs Norðdahl, lögmanns fjölskyldunnar, til kærunefndar útlendingamála. Hann fer fram á endurupptöku á grundvelli tveggja þátta, annars vegar að aðstæður hafi breyst verulega frá því ákvörðun var tekin og hins vegar að ákvörðun hafi verið byggð á ófullnægjandi upplýsingum. Mál Zainab og bróður hennar hefur vakið mikla athygli, sem og á mál tveggja annarra afganskra drengja, þeirra Mahdi og Ali. Vísa á þeim öllum úr landi vegna þess að þau hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Brottvísanirnar hafa vakið mikla reiði í samfélaginu, ekki síst vegna þess að alþjóðasamtök á borð við Rauða krossinn telja aðstæður barna sem fengið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi langt í frá nægilega góðar. Það sé því börnunum ekki fyrir bestu að vera send aftur þangað.Afar mikilvægt fyrir batahorfur systkinanna að meðferð þeirra verði ekki rofin Í endurupptökubeiðni Magnúsar er vísað orðrétt í læknisvottorð fyrir Zainab. Þar segir: „Mat undirritaðrar er að Zainab þjáist af alvarlegri áfallastreitu, alvarlegu þunglyndi, kvíða og svefntruflun. Áfallastreita tengist fyrst og fremst lífsreynslu í Grikklandi. Undirrituð telur að andlega heilsa hennar sé það slæm að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Undirrituð er þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun.“ Þá lagði geðlæknirinn einnig mat á andlega heilsu bróður Zainab, Amir, og er hann greindur með alvarlegt þunglyndi, alvarlega streituröskun, mikinn kvíða og alvarlegan svefnvanda. „Undirrituð telur lyfjameðferð við þunglyndi, kvíða og svefntruflun nauðsynlega bæði fyrir Zainab og Amir. Lyfjameðferð er nú hafin og mun undirrituð fylgja meðferðinni þétt eftir, næst 11.7 nk… Zainab og Amir þurfa bæði markvissa og öfluga sálfræðimeðferð til langs tíma. Sú meðferð er hafin. Afar mikilvægt er fyrir batahorfur Zainab og Amirs að meðferð verði ekki rofin heldur byggt á þeirri meðferð til framtíðar sem nú er hafin,“ segir í læknisvottorði Steingerðar. Í endurupptökubeiðninni segir að framangreind ummæli læknisins feli bæði í sér nýjar upplýsingar sem og nýjar aðstæður. Með hliðsjón af því sé ljóst að skilyrði til endurupptöku málsins séu uppfyllt. „Íslenskum stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að endurupptaka mál þetta án tafar og koma í veg fyrir brottvísun fjölskyldunnar,“ segir Magnús Davíð í tilkynningu vegna málsins.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira