Nýársspá Siggu Kling – Bogmaðurinn: Haustið eykur hag þinn og heppni Sigga Kling skrifar 4. janúar 2019 09:00 Elsku Bogmaðurinn minn, þó þér finnist hlutirnir standa í stað í janúar er það bara lognið á undan góða storminum því þetta ár mun þyrla upp öflugri tilfinningum, meiri ást, væntumþykju og vernd heldur en þig óraði fyrir þú ættir til. Þú ert nefnilega gæddur svo góðum gáfum og þú átt eftir að koma þeim á framfæri með þvílíku sjálfsöryggi, en þú þarft alltaf að skoða að þú þarft líka að slaka ögn meira á, því þá ertu skemmtilegasta manneskjan í partýinu. Næstu mánuðir láta þig vera töluvert á tánum, þú spekúlerar í svo mörgu sem þú hefur ekki veitt athygli áður og finnst eins og þú sért að upplifa skilyrðislausa ást. Sannfæringarkraftur þinn sannfærir meira að segja sjálfan þig, sem er svo stórkostlegt og færir þig nær því að verða þín eigin fyrirmynd og að fylgja eigin fordæmi. Ég hef verið með mörg námskeið um það hvernig á að efla sjálfan sig og þar hef ég spurt hver er þín helsta fyrirmynd og hvers vegna? Og magnaðasta svarið hefur mér alltaf fundist vera þegar fólk hefur svarað „ég er mín fyrirmynd“ og hefur getað útskýrt hvers vegna. Persónulega eru Móðir Theresa og Joan Rivers þær manneskjur sem ég hef mest litið upp til, en ég vildi líka alltaf hitta völvu Vikunnar því mér fannst hún vita allt og þar af leiðandi vera gott fordæmi, en svo mörgum árum seinna var ég einmitt hún, Valvan og þar með var ég orðin mín eigin fyrirmynd. Síðan eru liðin mörg ár og nýjar persónur bætast sífellt við, en fyrirmyndir eru einmitt það að sjá eitthvað fyrir sér sem þú þráir að skuli einkenna þig. September er mánuðurinn sem byggir upp á því hversu hugrakkur þú ert og þar sem þú ert Bogmaður þá getur þú miðað og þú munt hitta á réttan stað ef þú hefur kjark til að skjóta. Haustið eykur hag þinn og heppni ef þú þorir og gefur þér mörg og sérkennileg markmið sem tengjast ferðalögum, spennandi áfangastöðum og áhættu sem eflir þig enn meira elskan mín. Það verður svo stórkostlegt að þú sérð það í byrjun árs 2020 að allt fer eftir þínu höfði, kannski ekki nákvæmlega eins og þú ætlaðir, en lendir þér á réttum stað á réttum tíma, því að lífið mun leysa úr krossgátunni á hárréttan máta og tíma.Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt, Kjartan Kjartansson athafnamaður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Elsku Bogmaðurinn minn, þó þér finnist hlutirnir standa í stað í janúar er það bara lognið á undan góða storminum því þetta ár mun þyrla upp öflugri tilfinningum, meiri ást, væntumþykju og vernd heldur en þig óraði fyrir þú ættir til. Þú ert nefnilega gæddur svo góðum gáfum og þú átt eftir að koma þeim á framfæri með þvílíku sjálfsöryggi, en þú þarft alltaf að skoða að þú þarft líka að slaka ögn meira á, því þá ertu skemmtilegasta manneskjan í partýinu. Næstu mánuðir láta þig vera töluvert á tánum, þú spekúlerar í svo mörgu sem þú hefur ekki veitt athygli áður og finnst eins og þú sért að upplifa skilyrðislausa ást. Sannfæringarkraftur þinn sannfærir meira að segja sjálfan þig, sem er svo stórkostlegt og færir þig nær því að verða þín eigin fyrirmynd og að fylgja eigin fordæmi. Ég hef verið með mörg námskeið um það hvernig á að efla sjálfan sig og þar hef ég spurt hver er þín helsta fyrirmynd og hvers vegna? Og magnaðasta svarið hefur mér alltaf fundist vera þegar fólk hefur svarað „ég er mín fyrirmynd“ og hefur getað útskýrt hvers vegna. Persónulega eru Móðir Theresa og Joan Rivers þær manneskjur sem ég hef mest litið upp til, en ég vildi líka alltaf hitta völvu Vikunnar því mér fannst hún vita allt og þar af leiðandi vera gott fordæmi, en svo mörgum árum seinna var ég einmitt hún, Valvan og þar með var ég orðin mín eigin fyrirmynd. Síðan eru liðin mörg ár og nýjar persónur bætast sífellt við, en fyrirmyndir eru einmitt það að sjá eitthvað fyrir sér sem þú þráir að skuli einkenna þig. September er mánuðurinn sem byggir upp á því hversu hugrakkur þú ert og þar sem þú ert Bogmaður þá getur þú miðað og þú munt hitta á réttan stað ef þú hefur kjark til að skjóta. Haustið eykur hag þinn og heppni ef þú þorir og gefur þér mörg og sérkennileg markmið sem tengjast ferðalögum, spennandi áfangastöðum og áhættu sem eflir þig enn meira elskan mín. Það verður svo stórkostlegt að þú sérð það í byrjun árs 2020 að allt fer eftir þínu höfði, kannski ekki nákvæmlega eins og þú ætlaðir, en lendir þér á réttum stað á réttum tíma, því að lífið mun leysa úr krossgátunni á hárréttan máta og tíma.Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt, Kjartan Kjartansson athafnamaður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira