Laus við lyfjakokteilinn eftir að hún missti fimmtíu kíló Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2019 21:45 Sólveig léttist um fimmtíu kíló en hún segir vegferðina ekki hafa verið auðvelda. Skjáskot/Stöð 2 Fyrir fimm árum var Sólveig Sigurðardóttir offitusjúklingur og öryrki sem þurfti að taka inn stóran lyfjakokteil á hverjum degi. Viðtal sem sýnt var í Íslandi í dag árið 2012 vakti hana til lífsins og í dag er hún fimmtíu kílóum léttari og laus við lyfin. Rætt var við Sólveigu í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Hún segir að umrætt viðtal, sem fjallaði um líkamsrækt og heilbrigt líferni, hafi verið það sem þurfti til að koma henni af stað. „En þetta var ekki svo auðvelt samt, að koma sér að verki.“Segir stjúpafa hafa brotið á sér í æsku Sólveig rekur upphaf erfiðleikanna til kynferðisofbeldis sem hún var beitt í æsku. Hún segir stjúpafa sinn hafa ítrekað brotið á sér þegar hún var um tíu ára. „Það er eitthvað sem kemur svo síðarmeir. Þegar ég fór að hugsa sko, af því að þetta var leyndarmál sem ég átti svo lengi alein, og sá sem braut á mér var farinn til himnaríkis og ég sat ein uppi með skömmina.“Hér má sjá Sólveigu áður en hún léttist (t.v.) en myndirnar voru sýndar í þættinum í kvöld.Skjáskot/Stöð 2Sólveig var 25 ára þegar hún sagði fyrst frá ofbeldinu. Hún hélt þó áfram að bæla tilfinningar sínar niður og notaði mat sem deyfilyf. „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér og líka til að gleðjast. Þannig að það var alltaf svo stór partur að vera að borða.“Kílóin bara aukaverkun Þá var Sólveig greind með MS-sjúkdóminn og henni tjáð að hún myndi fljótlega þurfa að nota hjólastól. Hún fékk einnig vefjagigt og rósaroða og á tímabili tók hún inn fjölbreyttan lyfjakokteil á degi hverjum. Þannig hafi hún þurft að sprauta sig einu sinni í viku með MS-lyfjum sem framkölluðu mikla þreytu. Hún tók lyf til að vinna bug á þreytunni, svefntöflur til að sofna á kvöldin, sterk verkjalyf og tuggði tuggutöflur á næturna vegna bakflæðis. Í dag er hún hins vegar alveg lyfjalaus.Úr þætti kvöldsins. Sólveig greiddi sjálf 700 þúsund krónur fyrir aðgerð á kvið, sem hún segir hafa lafað niður á mið læri eftir að hún léttist.Skjáskot/Stöð 2„Þetta var algjör vítahringur. Það er það sem ég segi í dag þegar fólk spyr: Hvað ertu búin að missa mörg kíló? Ég segi alltaf: Heilsan er svo allt önnur. Kílóin voru bara einhver aukaverkun sem fóru, að eignast aftur heilbrigt líf er kraftaverk. Og í dag er það eina sem ég tek, lyfjalega séð, D-vítamín.“ Sólveig tekur þó fram að hún sé ekki læknuð heldur nái hún að halda sjúkdómunum niðri. „Í dag er ég í líkamsrækt fimm sinnum í viku. Ég reyni að borða eins hollan og góðan mat og ég get, reyni að elda minn mat frá grunni og ég ber allt öðruvísi virðingu fyrir mat í dag, og sjálfri mér.“Horfa má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Fyrir fimm árum var Sólveig Sigurðardóttir offitusjúklingur og öryrki sem þurfti að taka inn stóran lyfjakokteil á hverjum degi. Viðtal sem sýnt var í Íslandi í dag árið 2012 vakti hana til lífsins og í dag er hún fimmtíu kílóum léttari og laus við lyfin. Rætt var við Sólveigu í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Hún segir að umrætt viðtal, sem fjallaði um líkamsrækt og heilbrigt líferni, hafi verið það sem þurfti til að koma henni af stað. „En þetta var ekki svo auðvelt samt, að koma sér að verki.“Segir stjúpafa hafa brotið á sér í æsku Sólveig rekur upphaf erfiðleikanna til kynferðisofbeldis sem hún var beitt í æsku. Hún segir stjúpafa sinn hafa ítrekað brotið á sér þegar hún var um tíu ára. „Það er eitthvað sem kemur svo síðarmeir. Þegar ég fór að hugsa sko, af því að þetta var leyndarmál sem ég átti svo lengi alein, og sá sem braut á mér var farinn til himnaríkis og ég sat ein uppi með skömmina.“Hér má sjá Sólveigu áður en hún léttist (t.v.) en myndirnar voru sýndar í þættinum í kvöld.Skjáskot/Stöð 2Sólveig var 25 ára þegar hún sagði fyrst frá ofbeldinu. Hún hélt þó áfram að bæla tilfinningar sínar niður og notaði mat sem deyfilyf. „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér og líka til að gleðjast. Þannig að það var alltaf svo stór partur að vera að borða.“Kílóin bara aukaverkun Þá var Sólveig greind með MS-sjúkdóminn og henni tjáð að hún myndi fljótlega þurfa að nota hjólastól. Hún fékk einnig vefjagigt og rósaroða og á tímabili tók hún inn fjölbreyttan lyfjakokteil á degi hverjum. Þannig hafi hún þurft að sprauta sig einu sinni í viku með MS-lyfjum sem framkölluðu mikla þreytu. Hún tók lyf til að vinna bug á þreytunni, svefntöflur til að sofna á kvöldin, sterk verkjalyf og tuggði tuggutöflur á næturna vegna bakflæðis. Í dag er hún hins vegar alveg lyfjalaus.Úr þætti kvöldsins. Sólveig greiddi sjálf 700 þúsund krónur fyrir aðgerð á kvið, sem hún segir hafa lafað niður á mið læri eftir að hún léttist.Skjáskot/Stöð 2„Þetta var algjör vítahringur. Það er það sem ég segi í dag þegar fólk spyr: Hvað ertu búin að missa mörg kíló? Ég segi alltaf: Heilsan er svo allt önnur. Kílóin voru bara einhver aukaverkun sem fóru, að eignast aftur heilbrigt líf er kraftaverk. Og í dag er það eina sem ég tek, lyfjalega séð, D-vítamín.“ Sólveig tekur þó fram að hún sé ekki læknuð heldur nái hún að halda sjúkdómunum niðri. „Í dag er ég í líkamsrækt fimm sinnum í viku. Ég reyni að borða eins hollan og góðan mat og ég get, reyni að elda minn mat frá grunni og ég ber allt öðruvísi virðingu fyrir mat í dag, og sjálfri mér.“Horfa má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira