Þjálfari NY Jets fer mjög sparlega með stórstjörnu sína, Le'Veon Bell, fyrir tímabilið en hlauparinn vill að félagar sínir láti hann finna fyrir því á æfingum.
Bell kom til félagsins frá Pittsburgh Steelers og fékk risasamning enda einn besti hlaupari deildarinnar. Hann var aftur á móti í verkfalli í fyrra og hefur ekki spilað leik í 19 mánuði.
Þjálfarinn hans neitar að nota hann á undirbúningstímabilinu og Bell biðlar því til félaga sinna að láta hann finna fyrir því á æfingum sem alla jafna er stranglega bannað.
„Þeir verða að gefa mér eitthvað. Láta mig finna fyrir því svo ég geti undirbúið mig fyrir tímabilið,“ sagði Bell.
„Ef þeir ætla að gefa mér mikinn afslátt þá mun ég keyra í þá. Ég verð að finna almennilega fyrir snertingu aftur. Ég reyni að pirra þá svo þeir lemji mig á móti. Það er nákvæmlega það sem mig vantar.“
Bell tók þó fram að hann væri að sjálfsögðu ekki að ætlast til þess að vera tæklaður í lappirnar eða keyrður í grasið. Hann vill fá að finna fyrir því á efri líkamanum.
Vill láta lemja sig á æfingum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn
