Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2019 13:16 Dagur segir fjármál Reykjavíkurborgar góð og hefur áhyggjur af þeirri umræðuhefð sem nú hefur skapast í borginni. Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. Erfiðleikar í samskiptum í Ráðhúsinu komu upp á yfirborðið þegar Stefán Eiríksson borgarritari, ritaði færslu inn á Facebook hóp starfsmanna Reykjavíkurborgar þar sem hann sagði framgöngu og hegðun nokkurra borgarfulltrúa vera fordæmalausa. Umræðan væri hætt að snúast um kjörna fulltrúa og starfsfólk borgarinnar vænt um óheiðarleika og léleg vinnubrögð. Það sé með öllu óásættanlegt. Tveir hafa hætt störfum vegna starfsumhverfisins. Í Sprengisandi í morgun ræddi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um rekstur borgarinnar og segir alrangt að allt sé í rugli á öllum sviðum, en minnihlutinn hefur til að mynda verið gagnrýninn á rekstur borgarinnar. „Hafi einhver fengið þá tilfinningu að allt sé á heljarþröm í borginni þá er sú tilfinning röng. Ég held því fram að fjármál borgarinnar hafi aldrei staðið jafn vel. Uppbygging borgarinnar hafi aldrei verið jafn kröftug, að fjárfestingin hafi aldrei verið jafn mikil og aldrei jafn einbeitt í því að fjárfesta í hlutum sem snerta almenning,“ segir Dagur. Hann segir borgarstjórn vera að læra inn á þá nýju umræðuhefð sem vaxið hafi síðan í síðustu kosningum. Gríðarlega stór orð séu notuð og umræðan komin út fyrir öll mörk. „Við erum komin kannski í svipaða umræðu og var inni áþingi hjá ríkisstjórn eftir hrun. Þegar Vigdís Hauksdóttir þáverandi þingmaður og aðrir stóðu fyrir mjög svona harkalegri stjórnarandstöðu af litlu og stóru tilefni skulum við segja. Þannig að það er búið að innleiða ákveðna umræðuhefð inn í borgarmálin sem ekki var. Að minnsta kosti ekki á sama skala, ég held að við séum bara smátt og smátt að læra á það,“ segir hann um samskiptin í borginni. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. Erfiðleikar í samskiptum í Ráðhúsinu komu upp á yfirborðið þegar Stefán Eiríksson borgarritari, ritaði færslu inn á Facebook hóp starfsmanna Reykjavíkurborgar þar sem hann sagði framgöngu og hegðun nokkurra borgarfulltrúa vera fordæmalausa. Umræðan væri hætt að snúast um kjörna fulltrúa og starfsfólk borgarinnar vænt um óheiðarleika og léleg vinnubrögð. Það sé með öllu óásættanlegt. Tveir hafa hætt störfum vegna starfsumhverfisins. Í Sprengisandi í morgun ræddi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um rekstur borgarinnar og segir alrangt að allt sé í rugli á öllum sviðum, en minnihlutinn hefur til að mynda verið gagnrýninn á rekstur borgarinnar. „Hafi einhver fengið þá tilfinningu að allt sé á heljarþröm í borginni þá er sú tilfinning röng. Ég held því fram að fjármál borgarinnar hafi aldrei staðið jafn vel. Uppbygging borgarinnar hafi aldrei verið jafn kröftug, að fjárfestingin hafi aldrei verið jafn mikil og aldrei jafn einbeitt í því að fjárfesta í hlutum sem snerta almenning,“ segir Dagur. Hann segir borgarstjórn vera að læra inn á þá nýju umræðuhefð sem vaxið hafi síðan í síðustu kosningum. Gríðarlega stór orð séu notuð og umræðan komin út fyrir öll mörk. „Við erum komin kannski í svipaða umræðu og var inni áþingi hjá ríkisstjórn eftir hrun. Þegar Vigdís Hauksdóttir þáverandi þingmaður og aðrir stóðu fyrir mjög svona harkalegri stjórnarandstöðu af litlu og stóru tilefni skulum við segja. Þannig að það er búið að innleiða ákveðna umræðuhefð inn í borgarmálin sem ekki var. Að minnsta kosti ekki á sama skala, ég held að við séum bara smátt og smátt að læra á það,“ segir hann um samskiptin í borginni.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira