Segir það eina rétta að breyta klukkunni Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2019 12:30 Erla Björnsdóttir var sjálf í starfshópnum um seinkun klukkunnar. Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær var farið yfir svefnvenjur Íslendinga, hvort seinka eigi klukkunni hér á landi og hversu mikill kostnaður sé fólginn í vandamálum sem tengjast svefni. Mikið hefur verið rætt um hvort seinka eigi klukkunni hér á landi það sem af er ári. Á vef forsætisráðuneytisins geta landsmenn lagt sín lóð á vogaskálarnar og sent sína skoðun inn í samráðsgátt svokallaða fram í marsmánuð. Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði af sér niðurstöðum í fyrra, þar sem farið var yfir nýjustu rannsóknir um svefn og heilsufarsvandamál er tengjast of stuttum svefni. Erla Björnsdóttir er ein þeirra sem var í starfshópnum, en hún er nýdoktor við háskóla Reykjavíkur og stjórnarformaður fyrirtækisins Betri Svefn, sem hún stofnaði á sínum tíma. „Mér finnst alveg tvímælalaust að við eigum að seinka klukkunni og miða við hnattræna stöðu landsins. Ég held að það yrði til mikilla hagsbóta Íslendinga, að okkar líkamsklukka sé í réttum takti. Ég sat sjálf í þessum stýrihóp sem skilaði skýrslu til Heilbrigðisráðuneytisins um þetta efni og kynntum okkur málið mjög vel. Við skoðuðum rannsóknir á svefnvenjum og líkamsklukkunni og líðan út frá þessum breytingum. Við teljum að það væri mjög gott og jákvætt skref að breyta klukkunni og það eina rétta.“Morgunbirtan sú mikilvægasta Hver finnst þér sterkustu rökin með því að breyta klukkunni? „Það er að við séum í takti við okkar innri klukku. Að við séum á réttum tíma. Ég skil ekki rökin fyrir því að við ættum að fylgja röngum tíma. Þetta var auðvitað ákveðið árið 1968 og það hefur auðvitað margt breyst síðan þá. Þá voru rökin frekar varðandi tímamismuninn við Evrópu í tengslum við alþjóðlega viðskipti. Nú er tæknin orðin mikið meiri og við vissum þarna miklu minna um mikilvægi líkamsklukkunnar.“ Erla segir að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að fá birtu snemma dags og dimmt sé á kvöldin. „Morgunbirtan er svona mikilvægasta stilling líkamsklukkunnar til að stilla sig eftir og hefur það með hormóninn melatónín að gera. Það sem gerist þegar við erum ekki að fá morgunbirtuna er að við förum að seinka líkamsklukkunni. Við förum að fara seinna að sofa á kvöldin. Það er akkúrat það sem við sjáum um svefnvenjur Íslendinga, að við erum að fara um klukkustund seinna að sofa en aðrir Evrópubúar. Það er svolítið áhyggjuefni, sérstaklega varðandi unglingana.“ Rætt var við fleiri sérfræðinga í innslaginu sem sjá má hér að neðan. Tengdar fréttir „Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. 17. janúar 2019 18:10 Færum myrkrið frá morgni til kvölds Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. 15. janúar 2019 11:00 Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59 Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær var farið yfir svefnvenjur Íslendinga, hvort seinka eigi klukkunni hér á landi og hversu mikill kostnaður sé fólginn í vandamálum sem tengjast svefni. Mikið hefur verið rætt um hvort seinka eigi klukkunni hér á landi það sem af er ári. Á vef forsætisráðuneytisins geta landsmenn lagt sín lóð á vogaskálarnar og sent sína skoðun inn í samráðsgátt svokallaða fram í marsmánuð. Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði af sér niðurstöðum í fyrra, þar sem farið var yfir nýjustu rannsóknir um svefn og heilsufarsvandamál er tengjast of stuttum svefni. Erla Björnsdóttir er ein þeirra sem var í starfshópnum, en hún er nýdoktor við háskóla Reykjavíkur og stjórnarformaður fyrirtækisins Betri Svefn, sem hún stofnaði á sínum tíma. „Mér finnst alveg tvímælalaust að við eigum að seinka klukkunni og miða við hnattræna stöðu landsins. Ég held að það yrði til mikilla hagsbóta Íslendinga, að okkar líkamsklukka sé í réttum takti. Ég sat sjálf í þessum stýrihóp sem skilaði skýrslu til Heilbrigðisráðuneytisins um þetta efni og kynntum okkur málið mjög vel. Við skoðuðum rannsóknir á svefnvenjum og líkamsklukkunni og líðan út frá þessum breytingum. Við teljum að það væri mjög gott og jákvætt skref að breyta klukkunni og það eina rétta.“Morgunbirtan sú mikilvægasta Hver finnst þér sterkustu rökin með því að breyta klukkunni? „Það er að við séum í takti við okkar innri klukku. Að við séum á réttum tíma. Ég skil ekki rökin fyrir því að við ættum að fylgja röngum tíma. Þetta var auðvitað ákveðið árið 1968 og það hefur auðvitað margt breyst síðan þá. Þá voru rökin frekar varðandi tímamismuninn við Evrópu í tengslum við alþjóðlega viðskipti. Nú er tæknin orðin mikið meiri og við vissum þarna miklu minna um mikilvægi líkamsklukkunnar.“ Erla segir að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að fá birtu snemma dags og dimmt sé á kvöldin. „Morgunbirtan er svona mikilvægasta stilling líkamsklukkunnar til að stilla sig eftir og hefur það með hormóninn melatónín að gera. Það sem gerist þegar við erum ekki að fá morgunbirtuna er að við förum að seinka líkamsklukkunni. Við förum að fara seinna að sofa á kvöldin. Það er akkúrat það sem við sjáum um svefnvenjur Íslendinga, að við erum að fara um klukkustund seinna að sofa en aðrir Evrópubúar. Það er svolítið áhyggjuefni, sérstaklega varðandi unglingana.“ Rætt var við fleiri sérfræðinga í innslaginu sem sjá má hér að neðan.
Tengdar fréttir „Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. 17. janúar 2019 18:10 Færum myrkrið frá morgni til kvölds Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. 15. janúar 2019 11:00 Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59 Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
„Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. 17. janúar 2019 18:10
Færum myrkrið frá morgni til kvölds Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. 15. janúar 2019 11:00
Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59
Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00