Einn sá umdeildasti berst fyrir framan Trump fjölskyldumeðlimi í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. ágúst 2019 08:00 Colby Covington eftir opnu æfinguna fyrr í vikunni. Vísir/Getty Einn umdeildasti bardagamaður UFC í dag, Colby Covington, snýr aftur í búrið í kvöld tæpum 14 mánuðum eftir sinn síðasta bardaga. Covington mun fá góðan stuðning frá meðlimum Trump fjölskyldunnar sem verða viðstaddir bardagann. Colby Covington hefur verið afar óvinsæll síðan hann tók þá meðvituðu ákvörðun að rífa kjaft við allt og alla en fram að því fór frekar lítið fyrir honum. Slíkir bardagamenn eru alltaf umdeildir en hafa alltaf átt sína aðdáendur eins og Chael Sonnen og Conor McGregor hafa sýnt. Kjafturinn á Covington virðist þó ekki vera að heilla marga en þó hann sé að koma sér á framfæri á hann fáa aðdáendur. Hann mætir einum vinsælasta bardagamanni UFC í dag, hinum vægðarlausa Robbie Lawler, sem hefur alltaf verið þekktur fyrir að láta verkin tala í búrinu frekar en í viðtölum. Skapgerð þeirra utan búrsins er eins ólík og hún verður en það sama má segja um stíl þeirra innan búrsins. Covington treystir á glímuna og tekur menn niður upp við búrið. Lawler vill halda bardaganum standandi og er með ógnvænlegan kraft í höndunum. Covington hefur reynt eins og hann getur að vekja á sér athygli og bauð t.d. þremur dömum upp á svið á opnu æfingunni fyrr í vikunni í stað þess að æfa. Þá lætur hann varla sjá sig án þess að vera með „Make America Great Again“ derhúfuna sína og hitti Donald Trump í Hvíta húsinu fyrir ári síðan. Í kvöld verða þeir Donald Trump Jr. og Eric Trump viðstaddir bardaga Covington enda kunna þeir að meta menn sem „rífa kjaft og eru sigurvegarar“. Þó Covington sé oft á tíðum kjánalegur verður ekki tekið af honum að hann er hörku bardagamaður og hefur unnið 14 af 15 bardögum sínum í MMA. Sigur mun tryggja Covington titilbardaga en það eru ansi margir sem myndu vilja sjá Lawler skemma það. Bardagi þeirra verður aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Newark í kvöld. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu en bein útsending hefst kl. 19:00 á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Hataðasti maðurinn í UFC stígur loksins aftur inn í búrið Colby Covington mun stíga inn í búrið þann 3. ágúst næstkomandi gegn fyrrum veltivigtarmeistaranum, Robbie Lawler. 25. júní 2019 19:30 Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 UFC ekki ánægt með Covington sem móðgaði heila þjóð Colby Covington er orðinn maðurinn sem fólk elskar að hata hjá UFC enda gengur hann lengra en flestir í móðgunum sínum. 30. október 2017 23:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Usman og Colby í átökum í spilavíti | Myndband Fyrsta titilvörn Kamaru Usman í veltivigt UFC verður væntanlega gegn Colby Covington en þeir tóku smá forskot á sæluna í spilavíti í Las Vegas í gær. 4. mars 2019 23:30 Gunnar: Til í að mæta Colby en hef ekki gaman af því að rífast á netinu Gunnar Nelson er í leit að nýjum andstæðingi og vill komast aftur í búrið hjá UFC snemma á næsta ári. Hann hefur ekki barist síðan í júlí er hann tapaði gegn Santiago Ponzinibbio í umdeildum bardaga. 4. desember 2017 19:15 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Einn umdeildasti bardagamaður UFC í dag, Colby Covington, snýr aftur í búrið í kvöld tæpum 14 mánuðum eftir sinn síðasta bardaga. Covington mun fá góðan stuðning frá meðlimum Trump fjölskyldunnar sem verða viðstaddir bardagann. Colby Covington hefur verið afar óvinsæll síðan hann tók þá meðvituðu ákvörðun að rífa kjaft við allt og alla en fram að því fór frekar lítið fyrir honum. Slíkir bardagamenn eru alltaf umdeildir en hafa alltaf átt sína aðdáendur eins og Chael Sonnen og Conor McGregor hafa sýnt. Kjafturinn á Covington virðist þó ekki vera að heilla marga en þó hann sé að koma sér á framfæri á hann fáa aðdáendur. Hann mætir einum vinsælasta bardagamanni UFC í dag, hinum vægðarlausa Robbie Lawler, sem hefur alltaf verið þekktur fyrir að láta verkin tala í búrinu frekar en í viðtölum. Skapgerð þeirra utan búrsins er eins ólík og hún verður en það sama má segja um stíl þeirra innan búrsins. Covington treystir á glímuna og tekur menn niður upp við búrið. Lawler vill halda bardaganum standandi og er með ógnvænlegan kraft í höndunum. Covington hefur reynt eins og hann getur að vekja á sér athygli og bauð t.d. þremur dömum upp á svið á opnu æfingunni fyrr í vikunni í stað þess að æfa. Þá lætur hann varla sjá sig án þess að vera með „Make America Great Again“ derhúfuna sína og hitti Donald Trump í Hvíta húsinu fyrir ári síðan. Í kvöld verða þeir Donald Trump Jr. og Eric Trump viðstaddir bardaga Covington enda kunna þeir að meta menn sem „rífa kjaft og eru sigurvegarar“. Þó Covington sé oft á tíðum kjánalegur verður ekki tekið af honum að hann er hörku bardagamaður og hefur unnið 14 af 15 bardögum sínum í MMA. Sigur mun tryggja Covington titilbardaga en það eru ansi margir sem myndu vilja sjá Lawler skemma það. Bardagi þeirra verður aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Newark í kvöld. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu en bein útsending hefst kl. 19:00 á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Hataðasti maðurinn í UFC stígur loksins aftur inn í búrið Colby Covington mun stíga inn í búrið þann 3. ágúst næstkomandi gegn fyrrum veltivigtarmeistaranum, Robbie Lawler. 25. júní 2019 19:30 Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 UFC ekki ánægt með Covington sem móðgaði heila þjóð Colby Covington er orðinn maðurinn sem fólk elskar að hata hjá UFC enda gengur hann lengra en flestir í móðgunum sínum. 30. október 2017 23:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Usman og Colby í átökum í spilavíti | Myndband Fyrsta titilvörn Kamaru Usman í veltivigt UFC verður væntanlega gegn Colby Covington en þeir tóku smá forskot á sæluna í spilavíti í Las Vegas í gær. 4. mars 2019 23:30 Gunnar: Til í að mæta Colby en hef ekki gaman af því að rífast á netinu Gunnar Nelson er í leit að nýjum andstæðingi og vill komast aftur í búrið hjá UFC snemma á næsta ári. Hann hefur ekki barist síðan í júlí er hann tapaði gegn Santiago Ponzinibbio í umdeildum bardaga. 4. desember 2017 19:15 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Hataðasti maðurinn í UFC stígur loksins aftur inn í búrið Colby Covington mun stíga inn í búrið þann 3. ágúst næstkomandi gegn fyrrum veltivigtarmeistaranum, Robbie Lawler. 25. júní 2019 19:30
Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30
UFC ekki ánægt með Covington sem móðgaði heila þjóð Colby Covington er orðinn maðurinn sem fólk elskar að hata hjá UFC enda gengur hann lengra en flestir í móðgunum sínum. 30. október 2017 23:00
Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00
Usman og Colby í átökum í spilavíti | Myndband Fyrsta titilvörn Kamaru Usman í veltivigt UFC verður væntanlega gegn Colby Covington en þeir tóku smá forskot á sæluna í spilavíti í Las Vegas í gær. 4. mars 2019 23:30
Gunnar: Til í að mæta Colby en hef ekki gaman af því að rífast á netinu Gunnar Nelson er í leit að nýjum andstæðingi og vill komast aftur í búrið hjá UFC snemma á næsta ári. Hann hefur ekki barist síðan í júlí er hann tapaði gegn Santiago Ponzinibbio í umdeildum bardaga. 4. desember 2017 19:15