Sport

Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Colby mætti vel „vopnaður“ eins og sjá má.
Colby mætti vel „vopnaður“ eins og sjá má. vísir/getty

Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni.

Covington hefur vælt og skælt yfir því undanfarnar vikur að fá ekki tækifæri á að berjast um titilinn í veltivigtinni en UFC segir að hann hafi ekki stigið upp þegar tækifærin gáfust.Nú hefur hann hótað því að hætta og verið með alls konar stæla. Hann tók þetta svo skrefinu lengra með því að mæta á æfinguna til þess að vekja athygli á sér. Það gekk reyndar ágætlega hjá honum.

MMA-blaðamaðurinn Ariel Helwani er alltaf á tánum og reif upp símann og heyrði aðeins í Colby sem reif mikinn kjaft. Talaði illa um forseta UFC og sagði bardaga helgarinnar vera leiðinlega.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.