Bein útsending: Annar keppnisdagur á heimsleikunum í CrossFit Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 14:00 Keppendur Íslands á heimsleikunum í CrossFit 2019. Samsett mynd Fyrsti keppnisdagur er að baki og 182 keppendum var „fórnað“ á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum. Nú eru aðeins 50 karlar og 50 konur eftir í keppninni og fram undan er dagur tvö. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá heimsleikunum. Þrettándu heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum en keppnin hófst í gær 1. ágúst og stendur til sunnudagsins 4. ágúst þegar við fáum að vita hver verða þau hraustustu í CrossFit heiminum árið 2019. Vísir fylgist vel með heimsleikunum í Madison og hér verður bæði hægt að horfa á beina útsendingu frá leikunum sem og að sjá beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis þar sem koma fram allar helstu upplýsingar um það sem er í gangi hverju sinni. Ísland á sex keppendur í karla- og kvennaflokki að þessu sinni. Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár eins og undanfarin ár og Ísland á síðan fimm keppendur í kvennaflokki eða þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Oddrúnu Eik Gylfadóttur. Allir íslensku keppendurnir fóru örugglega í gegnum niðurskurðinn í gær en fyrst var fækkað niður í 75 eftir fyrstu grein (úr 148 og 134) og svo niður í 50 eftir grein tvö. Anníe Mist Þórisdóttir er fremst af íslensku keppendunum en hún er í 2. sæti á eftir Karissu Pearce frá Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 12. sæti eftir tvær greinar og Þuríður Erla Helgadóttir er síðan í sextánda sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir byrjaði ekki vel en er í 26.sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir er í 32.sætinu. Björgvin Karl Guðmundsson er í 12. sæti hjá körlunum. Hér fyrir ofan má sjá beina útsendingu frá keppni annars dagsins á heimsleikunum en fyrir neðan er síðan bein textalýsing frá blaðamanni Vísis. Sjónvarpsútsendingin hefst klukkan 14.30 en textalýsingin fer af stað klukkan 14.00.
Fyrsti keppnisdagur er að baki og 182 keppendum var „fórnað“ á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum. Nú eru aðeins 50 karlar og 50 konur eftir í keppninni og fram undan er dagur tvö. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá heimsleikunum. Þrettándu heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum en keppnin hófst í gær 1. ágúst og stendur til sunnudagsins 4. ágúst þegar við fáum að vita hver verða þau hraustustu í CrossFit heiminum árið 2019. Vísir fylgist vel með heimsleikunum í Madison og hér verður bæði hægt að horfa á beina útsendingu frá leikunum sem og að sjá beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis þar sem koma fram allar helstu upplýsingar um það sem er í gangi hverju sinni. Ísland á sex keppendur í karla- og kvennaflokki að þessu sinni. Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár eins og undanfarin ár og Ísland á síðan fimm keppendur í kvennaflokki eða þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Oddrúnu Eik Gylfadóttur. Allir íslensku keppendurnir fóru örugglega í gegnum niðurskurðinn í gær en fyrst var fækkað niður í 75 eftir fyrstu grein (úr 148 og 134) og svo niður í 50 eftir grein tvö. Anníe Mist Þórisdóttir er fremst af íslensku keppendunum en hún er í 2. sæti á eftir Karissu Pearce frá Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 12. sæti eftir tvær greinar og Þuríður Erla Helgadóttir er síðan í sextánda sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir byrjaði ekki vel en er í 26.sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir er í 32.sætinu. Björgvin Karl Guðmundsson er í 12. sæti hjá körlunum. Hér fyrir ofan má sjá beina útsendingu frá keppni annars dagsins á heimsleikunum en fyrir neðan er síðan bein textalýsing frá blaðamanni Vísis. Sjónvarpsútsendingin hefst klukkan 14.30 en textalýsingin fer af stað klukkan 14.00.
CrossFit Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Sjá meira