Bjartar sveiflur spila fyrir vestan Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 2. ágúst 2019 07:45 Hljómsveitin Bjartar sveiflur mætir á Flateyri annað sumarið í röð. Mynd/Magnús Andersen Um helgina verður hljómsveitin Bjartar sveiflur með ball á Vagninum á Flateyri. Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík en stutt er að skella sér yfir á Flateyri á þennan margrómaða bar. „Það er búið að ganga mjög vel í sumar og veðrið náttúrulega miklu betra en í fyrra. Það hjálpaði mikið. Þannig að það hefur verið nóg að gera, Góss var með tónleika og svo kemur Magga Maack með Búkalú hingað. Þannig að við í raun gætum ekki verið sáttari,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, rekstrarstjóri Vagnsins.Óli Hjörtur Ólason er rekstrarstjóri Vagnsins. Fréttablaðið/ErnirÓli segir að sér finnist merkilegt hve gestirnir eru blandaðir, það sé alveg jafn mikið um Íslendinga á faraldsfæti og erlenda túrista. „Listunnandi Íslendingar sækja mikið hingað enda er þetta smá svona heimabær kvikmyndagerðarfólksins. Seyðisfjörður hefur listamennina, Flateyri kvikmyndagerðarmennina,“ segir Óli hlæjandi.Ákváðu að endurtaka leikinn „Við erum partíband og urðum í raun til bara fyrir tilstilli þess að vinkona okkar Ólöf Rut átti þrítugsafmæli. Það stóð ekkert til að stofna band en fyrstu tónleikarnir gengu svo vel að við vorum strax bókaðir í annað gigg. Og þannig hélt það áfram,“ segir Úlfur Alexander Einarsson um tilurð ábreiðuhljómsveitarinnar Bjartra sveifla. Hann segir þá hafa orðið band án þess að það hafi beint verið stefnan. „Við erum allir í öðrum hljómsveitum þar sem við spilum frumsamda tónlist en í Björtum sveiflum erum við bara í ábreiðunum.“ Úlfur segist ekki hafa verið á staðnum þegar nafnið var valið. „Þetta var smá svona strákahljómsveitagír. Ég kom bara inn í bandið og fékk ekki að ráða neinu,“ segir Úlfur hlæjandi og heldur áfram: „Mér var bara sagt hvað ég átti að gera.“ Í fyrra hélt hljómsveitin í fyrsta sinn tónleika á eigin vegum og var það á Vagninum á Flateyri. Undirtektirnar voru það góðar að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár. „Það var mjög skemmtilegt að spila í fyrra og gekk svo vel að auðvitað vildum við gera þetta aftur í ár. Svo erum við að spila hverja einustu helgi út sumarið. Næst spilum við í partíi fyrir Pink Iceland í tengslum við gleðigönguna,“ segir Úlfur. Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Um helgina verður hljómsveitin Bjartar sveiflur með ball á Vagninum á Flateyri. Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík en stutt er að skella sér yfir á Flateyri á þennan margrómaða bar. „Það er búið að ganga mjög vel í sumar og veðrið náttúrulega miklu betra en í fyrra. Það hjálpaði mikið. Þannig að það hefur verið nóg að gera, Góss var með tónleika og svo kemur Magga Maack með Búkalú hingað. Þannig að við í raun gætum ekki verið sáttari,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, rekstrarstjóri Vagnsins.Óli Hjörtur Ólason er rekstrarstjóri Vagnsins. Fréttablaðið/ErnirÓli segir að sér finnist merkilegt hve gestirnir eru blandaðir, það sé alveg jafn mikið um Íslendinga á faraldsfæti og erlenda túrista. „Listunnandi Íslendingar sækja mikið hingað enda er þetta smá svona heimabær kvikmyndagerðarfólksins. Seyðisfjörður hefur listamennina, Flateyri kvikmyndagerðarmennina,“ segir Óli hlæjandi.Ákváðu að endurtaka leikinn „Við erum partíband og urðum í raun til bara fyrir tilstilli þess að vinkona okkar Ólöf Rut átti þrítugsafmæli. Það stóð ekkert til að stofna band en fyrstu tónleikarnir gengu svo vel að við vorum strax bókaðir í annað gigg. Og þannig hélt það áfram,“ segir Úlfur Alexander Einarsson um tilurð ábreiðuhljómsveitarinnar Bjartra sveifla. Hann segir þá hafa orðið band án þess að það hafi beint verið stefnan. „Við erum allir í öðrum hljómsveitum þar sem við spilum frumsamda tónlist en í Björtum sveiflum erum við bara í ábreiðunum.“ Úlfur segist ekki hafa verið á staðnum þegar nafnið var valið. „Þetta var smá svona strákahljómsveitagír. Ég kom bara inn í bandið og fékk ekki að ráða neinu,“ segir Úlfur hlæjandi og heldur áfram: „Mér var bara sagt hvað ég átti að gera.“ Í fyrra hélt hljómsveitin í fyrsta sinn tónleika á eigin vegum og var það á Vagninum á Flateyri. Undirtektirnar voru það góðar að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár. „Það var mjög skemmtilegt að spila í fyrra og gekk svo vel að auðvitað vildum við gera þetta aftur í ár. Svo erum við að spila hverja einustu helgi út sumarið. Næst spilum við í partíi fyrir Pink Iceland í tengslum við gleðigönguna,“ segir Úlfur.
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira